Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 2
Jólin koma kát og rauð, segir í jólasálminum sem tónar síðu fjögur að þessu sinni. Mesta gleðistund ársins fellur með dúnkenndum snjókornum yfir landsmenn og þekur bæði geð og guma svo að æskuljóminn brosir í hverri ásjónu. Er það kærkominn ljósgjafi á myrkasta tímabili ársins. Ef jólin verða eitthvað í ætt við árið sem er að líða þá verður veglega ausið úr pyngju landsmanna. Hafa skal þó í huga að kærleikurinn verður ekki keyptur með öllu því gulli sem glóir heldur glitrar hann í augum okkar minnstu bræðra® og systra þegar ást og umhyggja skreytir skaparann. Þá eru töfrar jólanna hvað mestir. Árið var viðburðaríkt, viðskipti og efnahagsmál voru íbrennidepli hjá þjóðinni. Einkavæðing og sameining fyrirtækja voru af stærðargráðu sem ekki hefur þekkst áður hér á landi. Oft virtist sem fjárfestar vissu ekki hvað þeir ættu að gera við peningana, keyptu allt lauslegt, jafnvel jx> að enga peninga ættu þeir til. Lánsfé var hins vegar auðsótt, rekkjaði hjá hverjum sem vildi. Verðbólgan, sem landsmenn þóttust hafa kveðið í kútinn, skaut upp kollinum á árinu og tilraunir til þess að berja hana norður og niður hafa enn ekki borið árangur. Glókollurinn sá á eftir að vera óþekkur, ólíklegt er að hann fari í jólaköttinn. Engu að síður er það bjartsýnin sem lýsir leiðina inn í næsta ár, skín skært og heillar börnin. Þá vonin er allra gjafa best. Ég óska lesendum Vísbendingar og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. iyþór ívar Jónsson, ritstjóri Efnisyfirlit Jólaspjall Eyþór ívar Jónsson..................................... 2 Gleðileg jól ‘99 Jólasálmur eftir Thor J.......................... 4 „Fjármenn hrepptu fögnuð þann“ Benedikt Jóhannesson............... 5 Raunhæf áform eða loftsýn? Guðjón Friðriksson..................... 7 Spilling hluthafa Sigurður Jóhannesson............................ 11 ✓ Réttast væri að einkavæða Arnastofnun Ólafur Hannibalsson.... 15 Vísbending ársins Eyþór fvar Jónsson.............................. 18 Seðlabankar á nýju árþúsundi Már Guðmundsson...................... 21 Ævi og endalok velferðarkapítalista Ásgeir jónsson 25 Erlendir hlutabréfasjóðir Ágúst Freyr ingason 30 Geir Ólafsson tók ljósmyndir fyrir blaðið. (Forsíðumynd: Styttan af Einari Benediktssyni á Miklatúni í Reykjavík). títgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími 5617575. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson og Benedikt Jóhannesson. Málfarsráðgjöl: Málvísindastofnun Háskólans. Umbrot og prentun: Gutenberg. Upplag: 3000 eintök. Öll réttindi áskilin, rit þetta má eigi afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.