Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 25

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 25
Ævi og endalok velferðarkapítalista Starfsmannastjórnun Henry Ford Bílakóngurinn Henry Ford er þekktastur fyrir að hafa fyrstur notað færibönd og flæðilínur í fjöldaframleiðslu. Þetta var byltingar- kennd nýjung sem leiddi til stórstígra framfara í almennum iðnaði víðs vegar um heiminn og hefur haldið nal'ni Fords á lofti lengi síðan. Hins vegar fann hann fleira upp en færibönd. Ford var einnig höfundur að hinum s.k. fordisma eða velferðarkapítalisma sem þótti ekki ómerkari en aðrir „ismar“ á fyrri hluta aldarinnar. Fordisminn gerði ráð fyrir föðurlegum tengslum á milli iðjuhölda og verkamanna. Atvinnurekendur áttu fremur að huga að atvinnusköpun en hámörkun hagnaðar og sá gróði sem vannst átti skilyrðislaust að endur- fjárfesta í fyrirtækinu eða dreifa á meðal starfsfólks. Þetta vakti hrifningu fólks. Evrópskir sósíalistar létu svo ummælt við andlál Henry Fords árið 1947 að „ef allir kapítalistar væru eins og Ford væri engin þörf á þjóðnýtingu fyrirtækja“, sem þá var í burðarliðnum. Nú er ríkisvæðing ekki lengur ofar- lega á lista en samt sem áður er hámörk- un hagnaðar eitthvað Ijótt í hugum margra og fordisminn þykir enn aðlaðandi. Gildir þá einu þótt faðir hagfræðinnar, Adam Smith, hafi fyrir rúmum 200 árum síðan lýst því hvernig frjálsir markaðir og samkeppni beisla eigingirni í almannaþágu. Hins vegar er það kaldhæðnislegt að ferill Fords sjálfs er fremur sönnun á því hvernig gróðavon fær fólk til þess að breyta rétt og hvernig „föðurleg tengsl“ og „félagsleg ábyrgð“ geta fljótt snúist upp í kúgun og stöðnun. Upphaflega fólst velferðarkapítalismi hans í eitursnjöllum nýjungum sem máluðu hann mannvin en jafnframt möluðu gull. Það var ekki fyrr en Ford vék af vegi hagnaðarhámörkunar að velferðin snerist upp í andhverfu sína. Þess vegna er margt likt með Henry Ford og spákaupmanninum fræga Georg Soros sem hefur átt alla sína gæfu undir frjálsum mörkuðum en eyðir samt sínum frítíma í það að skrifa bækurtil höfuðs viðskiptafrelsi í heiminum. Báðum fór illa að klæðast kufli spámanns. Flæðilínur og Módel T Henry Ford fæddist árið 1863 og var sonur fátækra írskra inn- flytjenda. Faðir hans var bóndi og Henry var ætlað að vinna við hlið föður síns en hann stakk af 15 ára Ásgeir Jónsson gamall og hélt til Detroit til þess að starfa sem vélsmiður. Um formlega skóla- göngu var ekki að ræða. Undir lok síðustu aldar voru ýmsir farnir að fikra sig áfram með þróun hestlausra vagna. Það voru tveir þjóðverjar, Karl Benz og Gottlieb Daimler, sem áttu heiðurinn af því að finna upp fyrsta bílinn árið 1885 en fljótlega komst hreyfing á Banda- ríkjamenn. Ford hóf að þreifa sig áfram með bílasmíði um 1890 og átján árum og þrotlausum tilraunum seinna var hann kominn í fararbrodd bandarísks bílaiðnaðar. Hann hannaði sína eigin bíltegund, Módel T, sem hentaði frábærlega fyrir aðstæður í Banda- rfkjunum í byrjun aldarinnar þar sem bílaverkstæði voru fá og vegir bág- bornir. Módel T varð fljótt metsölubfll. í þann tíma var bílaframleiðsla með sama hætti og hús eru byggð nú. Hver bíll stóð kyrr á verksmiðjugólfi með nokkra verkamenn í kring sem skrúfuðu saman þá 5.000 parta sem þarf til þess að mynda einn Módel T. Ford segir svo sjálfur frá að hann hafi fengið hugmyndina að flæðilínu með því að horfa á slátrun og kjötpökkun í Detroit. Næstu 5 ár unnu hann og verkfræðingar hans baki brotnu að því að setja alla framleiðslu í verksmiðjunni á færibönd. Markmiðið var einfalt, að lágmarka hreyfmgar verkamanna við samsetningu bílanna og gera hvert verk að föstu auðveldu handtaki. Þetta heppnaðist með því að láta bflana sigla í gegnum verksmiðjuna á flæðilínum og í réttri hæð fyrir verkamennina sem hver um sig hafði aðeins eitt verk á sinni könnu. Flæðilínan varð til þess að framleiðni í Fordverksmiðjunum margfaldaðist og Ford náði miklu samkeppnisforskoti. Fimm dala dagurinn En flæðilínan vakti jafnframt mikinn leiða hjá verkmönnum sem þurftu sífellt að endurtaka sama handtakið án tilbreytingar. Þess vegna entust fáir í Ford-verksmiðjan við Rouge River í upphafi aldarinnar. Henry Ford var fyrstur til þess að jjöldaframleiða bifreiðar. Hann gerði almenningi mögulegt að eignast bifreið þar sem T-módelið var mun ódýrara en aðrar bifreiðartegundir á markaðinum. Einungis var þó hœgt að fá T-módelið í einum lit, svörtum. 25

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.