Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 3

Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 3
S. Þátttakendur kaupfélaganna búa aðalíega í sveit- um. Plestir viðurkenna, að bændur noti af mörg- um vörutegundum tiltölulega mikið minna en þeir, sem í kaupstöðum búa. Má þar til nefna vefnaðar- vöru, skófatnað, búsáhöld, pappírsvörur o. fl. 4. Á sama tíma, sem krafizt er fyrir hönd kaupfélag- anna, að þau fái ákveðinn skammt af innflutningn- um handa hverjum félagsmanni til þess að tryggja þeim vöruna, selja þau þessar sömu vörur í stór- um stíl til utanfélagsmanna. Það sýnir, að krafan um þennan innflutning samkvæmt höfðatöluregl- unni er ekki á rökum byggð. Þessi fáu dæmi sýna, hversu óhæfur úthlutunar- grundvöllur höfðatölureglan er. Eitt er það og í fram- kvæmd þessarar reglu, sem ekki virðist frambærilegt. Það er, að tala félagsmanna og skylduliðs þeirra, sem er uppistaða reglunnar, er tekin eftir ágizkun síðustu árin. Hver félagsmaður er talinn hafa 3 heimilismenn. Þetta er ekki samkvæmt skýrslum. Þetta er áætlað. Búast hefði mátt við, að gengið hefði verið svo frá jafn stóru deilumáli og höfðatölureglan er, að ekki hefði verið unnt að véfengja grundvöllinn. En einmitt af þessum sökum hefir verið hægt að benda á dæmi, að tvö kaupfélög í einni sýslu landsins, þar sem þó margar kaupmannaverzlanir eru, eigi samkvæmt höfða- tölureglunni að fá úthlutun handa fleiri mönnum en eru samtals búsettir i allri sýslunni. Það, sem hér að framan er sagt, hefir verið sett fram til að sýna nokkuð framkvæmd haftanna. Eg tel að þau hafi hvergi náð tilætluðum árangri og skoð- un mín er sú, að framkvæmdin eigi að miklu leyti sök á því. Samvinna hefði vafalaust getað tekizt um þessi mál milli aðila verzlunai'innar, ef reynt hefði verið frá öndverðu að ná samkomulagi um framkvæmdina og halda viðskiptamálunum utan við stjórnmál og flokka- deilur. Ég skal nú i fáum orðum setja fram álit mitt um það, hvernig framkvæma beri innflutningshöft í grund- vallaratriðum. Er það í samræmi við skoðun verzlunar- stéttarinnar yfirleitt og stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum. Ef innflutningshöft eru sett á um stundarsakir vegna gjaldeyriserfiðleika, álít ég- að leggja beri til grundvallar við úthlutun innflutningsleyfa, eins eða tveggja ára undanfarandi innflutning einstaklinga eða félaga. Taka ætti til athugunar við slíka ákvörðun, ef innflytjendur hafa ástæður fram að færa, er mjög raskar inninnflutningi þeirra það tímabil, sem lagt er til grundvallar. Á þennan hátt raskast minnst hlut- föllin milli innflytjenda frá því, sem var, meðan inn- flutningurinn var frjáls, enda eiga ekki bráðabirgða- ráðstafanii' vegna gjaldeyriskreppu að breyta þeim hlutföllum að neinu verulegu leyti. Standi höftin lengi, tel ég nauðsynlegt að taka úthlutunargrundvöllinn til endurskoðunar á 2.—3. ára fresti og taka tillit til breytinga, sem fram koma á verzluninni. Sömuleiðis ætti að ætla ákveðinn hundraðshluta af innflutningn- um árlega til nýrra verzlana. Ég tel ekki, að sérstök skipting innflutningsins milli kaupmanna og kaupfélaga vegna bráðabirgða innflutn- ingshafta hafi við nokkur rök að styðjast. Undir slík- FRJÁLS VERZLUN um kringumstæðum eíga kaupfélögin engan frekari rétt til hlutfallslega meiri innflutnings en kaupmenn, miðað við fyrri innflutning. Báðir ex'u jafn réttháir aðilar i verzluninni, og ef einstök kaupfélög ættu að fá aukinn innflutning vegna vaxandi tölu viðskiptamanna, þá ætti sama að gilda um einstakar kaupmannaverzlanir. Þeir, sem hafa trú á innflutningshöftum sem aðal- bjargráði í gjaldeyrisei'fiðleikum, halda því fram, að höftum eigi að beita strax og sýnilegt er að gjaldeyris- kreppa sé í aðsigi. Ég tel hins vegar, að ekki eigi að grípa til innflutningshafta, fyrr en reyndar hafa verið aðrar leiðii', sem dregið gætu til mikilla muna úr gjald- eyriskreppu eða jafnvel afstýrt henni. Innflutningshöft eru neyðarúrræði, sem ekki á að beita nema ekki sé ann- ai's úx-kosta. Þau úi'i'æði til bráðabii'gða, sem ég tel að til mála geti komið gegn gjaldeyriskreppu og fyrst eig'i að grípa til, eru þessi: 1. Vai'færin lánastarfsemi bankanna til innflutnings- verzlunar og framkvæmda, sem nota mikið aðflutt efni. 2. Takmörkun á opinberum framkvæmdum, sem mikið erlent efni þarf til. 3. Innflutningsbann um stundarsakir á vörutegund- um, sem ekki ei'u nauðsynlegar. 4. Tollhækkun á ýmsum vörutegundum, öðrum en brýnustu matvörum, og vörum til framleiðslu út- flutningsafurða. I þessu sambandi má og minna á atriði, sem miklu ræður um gjaldeyrisafkomuna. Það er hvort aðalfram- leiðslan er i’ekin með tapi eða hagnaði. Taprekstur sjáv- arútvegsins undanfarinn áratug var ein aðalorsök þess, hversu gjaldeyi'iski'eppan hér var erfið viðureignai'. Slíkan taprekstur þai'f því að stöðva, ef nokkrar ráð- stafanir gegn gjaldeyriskreppu eiga að bera árangur. Þegar reynd hafa verið þau úrræði, sem hér hafa vei'ið nefnd, án þess að nauðsynlegur árangur náist, tel ég að velja megi að síðustu um tvær leiðir, gengislækk- un eða innflutningshöft. Af því tvennu er gengislækk- unin öi'uggari leið, ef gjaldeyririnn er rétt verðlagðui'. Hin leiðin truflar minna verðmæti innanlands, en er hins vegar hvergi nærri örugg og tíu ára reynsla, sem héi' hefur fengizt af innflutningshöftum og framkvæmd þeirra, gerir menn ekki bjartsýna á slíkar ráðstafanir". Úr nefndaráliti E. J. og G. Þ. G.: „Meiri hluti milliþinganefndarinnar lítur svo á, að ckki sé réttmætt að framkvæma innflutningshöft þann- ig, að skiptingu innflutningsins sé haldið í sörnu skorð- um og var áður en til haftanna var gi-ipið, — sízt af öllu, er innflutningshömlur standa um lengri tíma. Er það álit meiri hlutans, að með því móti fengju innflytj- cndurnir óhæfilega aðstöðu til þess að í'áða verðlaginu og að landsmenn væru á þann hátt beittir órétti og þá okki sízt þeir, sem vilja efla kaupfélagshreyfinguna í landinu. Meiri hluti milliþinganefndai-innar álítur, að ekki komi til mála að hefta á þann hátt þróun samvinnu- stefnunnar og telur að finna verði leiðir til þess að skipta innflutningnum þannig, að landsmenn geti yfir- leitt vei’zlað þar, sem þeir vilja helzt. Meiri hluti nefndarinnar gerir sér fulla grein fyrir því, að á þessu eru ýmsir annmai'kar og sérstaklega S

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.