Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Side 10

Frjáls verslun - 01.06.1941, Side 10
grafa skurðinn. Ferdinand de Lesseps, sá er gróf Suez-skurðinn, tók að sér yfirstjórn fyrir- tækisins og nú var stofnað voldugt félag, er kallað var Panama-félagið. Lesseps viðhafði scmu fjáröflunaraðferðina og áður við gröft Suez-skurðarins og bauð út lán meðal almenn- ings í Frakklandi. En það brást. Hann óskaði eftir 400 millj. franka, en fékk aðeins 30 millj. En Lesseps lét ekki hugfallast og hóf nú hinn ákafasta áróður. Hann stofnaði sérstakt mál- gagn fyrir félagið og fór sjálfur til Panama ásamt konu sinni og tveim börnum til að skoða landið og afsanna það, sem illar tungur höfðu sagt um að landið væri svo óhollt mönnum, að banvænt væri. Ferðin um Panama gekk vel. Lesseps fór til Washington og hitti forseta Bandaríkjanna, en hann vildi engan stuðning veita og lét í ljósi að raunar bæri Bandaríkja- mönnum að hafa allan veg og vanda af skurð- greftri um amerískt land. Lesseps fór í heim- leiðinni til Englands og Niðurlanda máli sínu til stuðnings. Þegar heim kom hófst fjársöfn- unin. Lesseps hélt stórveizlur og jós fé á báðar hendur í blöðin og í umboðsmenn, er seldu hluta- bréf félagsins, og í bankastjóra, sem þurfti að smyrja. Endirinn varð einnig sá, að helmingi meira fé fékkst en óskað hafði verið eftir eða um 600 millj. frankar. Verkfræðingafélag það, sem byggt. hafði Suez-skurðinn, tók nú að sér framkvæmd verks- ins og hófst það í marz 1881. Erfiðleikarnir létu ekki bíða eftir sér. Fyrst urðu vandræði með mannafla. Hvítir menn gátu aðeins unnið að verkfræðilegum störfum. Indí- ánar reyndust ónothæfir og Kínverjar reyndust þollitlir. Reynt var að nota negra frá Vestur- Indíum og þótt þeir væru lélegir verkamenn varð að notast við þá. En hinir frönsku verk- fræðingar voru afbragðs góðir. En sá var gall- inn, að þeir týndu fljótlega tölunni. I Panama var krökkt af flugum, sem fluttu með sér gulu- sýkla og malaríu. Dingler yfirverkfræðingur missti konu sína, son og dóttur á fáum vikum, eftirmenn hans tveir dóu rétt eftir að þeir stigu á land. Af 30 verkfræðingum, sem fyrstir komu, voru 13 dánir eftir mánuð. Breski konsúllinn í Panama fór eitt sinn með verk- fræðingi til þess að líta á verkið og höfðu 22 menn sér til fylgdar. Tuttugu af þeim veiktust og helming- urinn dó. Aðeins tveiú komust aftur til bæjarins Pana- ma, og voru það konsúllinn og verkfræðingurinn. Kon- súllinn bauð verkfræðingnum til hádegisverðar og beið lengi eftir honum og án árangurs, því að vex'kfræðing- urinn dó um nóttina. Verkinu miðaði hægt áfram. Fyrir utan flugnaveik- ina komu í ljós ýmsir örðugleikar, sem urðu til þess 10 Verzlunarleiðir í Atlantshafi og Kyrrahafi að kollvarpa þeim áætlunum, sem gerðar höfðu verið. Menn komust nú að raun um, að ómögulegt mundi vera að grafa skurðinn niður að sjávarmáli, heldur yrði að breyta um aðferð og hafa hinn svonefnda skipa- ctiga. En Lesseps gamli vildi ekki viðurkenna, að hon- um hefði skjátlast, og vei'kinu var cnn haldið áfram um stund. f upphafi hafði gengið vel með fjársöfi.un. Spari- fjáreigendur voru fúsir til að kaupa hlutabrjefin, senx gáfu af sér 4% vexti og fengust þannig um 150 milj. franka á ári. En brátt fór að kvisast, að elcki mundi allt með feldu í Panama og verð hlutabréfanna tók að lækka. Lesseps tók nú til sinna görnlu áróðursaðferða. Hann ferðaðist til Panama og kom þaðan aftur með góðar fi’egnir. Enn mútaði hann blaðamönnum og stjórnmálamönnum i stói-hópum og kom að í franska þinginu frumvarpi um, að Panamafélagið fengi heim- ild til að stofna happdi’ætti sér til ágóða. Stjórnmála- menn flæktust nú inn í öll þessi mál, og varð það síð- an örlagarikt. En svo fór eftir mikið þref, að happ- drættis fx-umvarpið náði samþykki þingsins og var það þakkað hinum gegndarlausa mútuaustri til þingmanna og alls konar hrossakaupum. En happdrættið heppn- aðist ekki. Það var nú orðið opinbert leyndarmál, að Panama-félagið væri að þi’otum komið og í febrúar 1889 var það úrskurðað gjaldþrota af skiptarétti París- ar-borgar. Nú hófst eitt hið stórfeldasta fjársvikamál, sem þekkst hefir. Sparifjáreigendur urðu óttaslegnir og allir þeir, sem haft höfðu samband við félagið og' þegið af því fé, komust i slæma klípu. Fjöldi manna var hnepptur í varðhald og Lesseps gamli var dæmd- ur i fangelsi. Stjórnmálamennirnir ultu um koll hver af öðrum. Sjálft ráðuneytið varð að fai’a frá og um tíma leit svo út, að sjálft lýðveldið væri í hættu. Á þessum tíma var uppi í Frakklandi all-sterk hreyfing' um að koma á konungsveldi og fengu stuðningsmenn þess byr undir báða vængi, er upp komst um hina gegndarlausu spillingu, sem ríkti í herbúðum lýðveld- issinna. Panama-hneykslið, sem svo var kallað, var mest um talað af öllu því, sem gerðist i Evrópu á þess- um árum. Málareksturinn stóð lengi yfir og spillti áliti Frakklands út á við. Fi-akkar sögðu nú skilið við Panama og Bandaríkja- menn tóku skurðgi'öftinn í sínar hendur. En einnig þeim gekk erfiðlega, og 1907 var gripið til þess ráðs Framh. á bls. 25. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.