Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Side 19

Frjáls verslun - 01.06.1941, Side 19
Ársfundur Verzlunaráðs íslands Ársfundur Verzlunarráðs íslands var haldinn dag- ana 4. og 5. maí síðastl. Fyrir fundinum lágu, auk ven.iulegra ársfundar- starfa, eftirfarandi mál: Breyting á lögum V. I. ^Jcattamál. Framkvæmd gjaldeyris- og innflutningshaftanna. Milliþinganefnd í gjaldeyrismálum. Störf Viðskiptanefndar. Póstsamgöngur. Á fundi þessum gengu úr stjórn ráðsins, samkvæmt kjöraldri, þeir Hallgrímur Benediktsson, stórkaupm., Sveinn M. Sveinsson forstjóri og Garðar Gíslason stórkaupm. Voru þeir allir endurkosnir. Til vara voru kosnir þeir Eggert Kristjánsson stórkaupm. og Sigur- liði Kristjánsson kaupm. Skrifstofustjóri ráðsins gaf skýrslu um starfsemi seinasta árs, og las upp reikninga starfsársins, sem voru samþykktir í einu hljóði. Skýrði hann frá þvi, að i árslok 1940 hefði ónafngreindur meðlimur komið á fund formanns og afhent honum sparisjóðsbók með kr. 10.000,00 innstæðu, sem gjöf til Verzlunarráðs ís- lands. Lagði skrifstofustjóri fram eftirfarandi tillögu frá stjórn V. í. — „Stjórn V. í. leggur til, að með g'jöf þeirri, sem ráðinu barst 31. des. 1940, frá ónafngreindum þátt- takenda, að upphæð kr. 10,000,00, að viðbættum vöxt- um, verði myndaður húsbyggingarsjóður, er nefnist Húsbyggingarsjóður Verzlunarráðs Islands, að í hann verði lagt til viðbótar kr. 10,000,00 af tekjum ráðs- ins á árinu 1940. Stjórn ráðsins sé falið að búa út skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og leggja hana fyrir næsta aðalfund“. Var tillaga þessi borin undir atkvæði, og samþykkt með samhljóða atkvæðum. Fundarstjóri bað að hinum ónafngreinda gefanda yrðu færðar þakkir fundarins, og sagðist hann vona, að gefandinn yrði ánægður með ráðstöfun fundarins á gjöfinni. Sveinn M. Sveinsson forstjóri, sem var formaður laganefndar þeirrar, sem stjórn ráðsins skipaði sam- kvæmt samþykkt síðasta ársfundar, til þess að gera tillögur um breytingar á lögum V. í., fylgdi frum- varpi nefndarinnar úr garði. Lítilsháttar umræður urðu um frumvarpið, en afgreiðslu var frestað' til næsta dags, svo að fundarmönnum gæfist kostur á að kynna sér einstök atriði laganna. Næsta dag hófust umræður um skattamál. Frum- mælandi var fjármálaráðherra, Jakob Möller. Gaf hann ítarlegt yfirlit yfir starfsemi Alþingis í skattamál- um, en lýsti því jafnframt yfir, að ekki bæri að líta á endanlegar samþykktir sem stefnumál sjálfstæðis- flokksins, flokkur sinn væri minnihlutaflokkur, sem undir núverandi kringumstæðum yrði að láta sér lynda að bjarga því, sem bjarga mætti. Urðu talsverðar umræður í sambandi við skatta- málin, og kom eftirfarandi tillaga fram: FRJÁLS VERZLUN „Fundurinn samþykkir, að fela stjórn ráðsins að skipa nefnd til þess að athuga skatta- og útsvarslög ríkisins, sérstaklega með tilliti til hinna miklu hlunn- inda, sem samvinnufélögum er veitt umfram öll önnur fyrirtæki. Nefndin skal skila áliti svo fljótt sem unnt er“. Ræðumenn studdu allir tillöguna og hvöttu stéttina til þess að láta sig þetta mál miklu skipta. Eggert Kristjánsson stórkaupm. gaf skýrslu um út- svarsgreiðslur verzlunarfyrirtækja og starfsmanna þeirra hér í bæ. Heildarupphæðin er kr. 1.685,000, eða 37—38% af greiddum útsvörum. Sagði Eggert Kristjánsson, að þegar útsvarsálagningu væri þannig komið, væri ekki nema eðlilegt, að kaupsýslumenn fylgdust vel með þessu máli. Var þá gengið til at- kvæða um tillöguna, og hún samþykkt með samhljóða atkvæðum. Oddur Guðjónsson skrifstofustjóri gaf yfirlit yfir framkvæmd gjaldeyris- og innflutningshaftanna, og rakti gang þessara mála á síðastliðnu ári. Benti hann á, hver sjónarmið stofnunarinnar hefðu verið á hverj- um tíma, og hvei'nig ytri aðstæður hefðu nú um bil torveldað frekari róður til frjálsari viðskipta. Auk þess gerði hann gi'ein fyrir því samkomulagi, sem náðst hefir við Breta um innflutning, og hvernig þeim inn- flutningi yrði háttað. Björn Ólafsson stórkaupm., sem átt hefir sæti í milli- þinganefnd í gjaldeyrismálum, rakti störf nefndai'- innar, og sýndi fram á, hvernig kringumstæður allar hefðu breytzt frá því, er nefndin settist á rökstóla. Skýrði hann frá aðalatriðum úr áliti minni hlutans. Viðskiptanefnd, en i þeirri nefnd hefir Björn einnig átt sæti, hefði hins vegar haft mjög erfiða samninga með höndum. Vegna þess rasks, sem orðið hefir á við- skiptalifinu, hefði oft orðið að taka upp samninga á nýjan leik, og oft gengið erfiðlega að fá greið svör við málaleitunum, sem frá okkar sjónarmiði lægju aug- Ijós fyrir. Eggert Kristjánsson stórkaupm. hafði framsögu um póstmál. Rakti hann gang þeirra mála frá styrjaldar- byi-jun, og sýndi fram á, í hvert öngþveiti mál þessi væru komin. Lagði hann fram þessa tillögu: „Ársfundur Verzlunarráðs íslands, haldinn í Kaup- þingssalnum i Reykjavík, dagana 4. og 5. maí 1941, samþykkir að beina því til stjórnar V. I., að hún beiti sér fyrir því við rikisstjórnina, að póstsamgöng- um við útlönd verði komið í betra horf en nú er“. Þá var haldið áfram umræðum frá deginum áður um lög V. I. Voru þau síðan boi'in undir atkvæði og samþykkt breytingarlaus með samhljóða atkvæðum. í fundarlok þakkaði formaður ráðsins fundarmönn- um þann áhuga, sem þeir höfðu sýnt á störfum fund- arins, og lét í ljós þá ósk, að allir kaupsýslumenn á landinu, sem starfa í anda frjálsrar verzlunar, sam- einuðust í eina órjúfanlega fylkingu, svo þeim mætti verða auðið að standa af sér allar skúrir rangsleitni og hafta, og mætti takast að halda vörð um þann arf, sem þjóðinni væri hvað dýrmætastur, frjáls, haftalaus viðskipti i anda Jóns Sigurðssonar forseta. (Heimild: Skrifstofa V. í.). 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.