Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 31
er kenndur vib. Einnig settust þeir
að við ósa Missisippi og nefndu það
svæði Louisiana. Seinna seldi Napo-
leon I þetta svæði til Bandaríkjanna.
Á þessum tíma var Colbert ráðherra
í Frakklandi, en hann var hinn slyng-
Colbert,
sem efldi við'-
skipti Frakka.
asti fjármálamaður. Colbert reyndi
af öllum mætti að efla verzlunar-
flota Frakka, og urðu Frakkar brátt
hinir þriðju í röðinni. En ekki leið
á löngu þar til Frakkar lentu í styrj-
öld við Englendinga, sem ásældust
nýlendur þeirra, og urðu að lúta í
lægra haldi. Bæði Hollendingar og'
Frakkar urðu því að sjá af ávöxt-
unum af hinu stórfellda brautryðj-
endastai'fi sínu í hendur Englend-
inga. Sjálfir lögðu Englendingar
ekki mjög mikla áherzlu á að stofn-
setja nýjar nýlendur. Þeir kusu held-
ur að grípa gæsirnar, eftir að aðrir
höfðu alið þær. En verzlun Englend-
inga við löndin handan hafs, gerðu
Atlantshafið að hinum mikla vegi
viðskiptanna milli hinna tveggja
heimsálfa. Sú verzlun hefir jafnan
síðan verið lífæð Englands. Og í dag
stendur orustan um Atlantshafið, or-
ustan um það, hvort þessi lífæð verð-
ur sundur skorin eða hvort England
fær bjargast enn á þeim viðskipt-
um, sem þeir komu á fót sjálfir með
vopni í hönd fyrir mörg hundruð ár-
um síðan.
Ludvig XV.,
er steypti Frakk-
landi út í stríð,
sem eyðilagði ný-
lenduveldi þess.
Þótt svo hafi verið talið á síðari
tímum, að Englendingar hafi flest-
um þjóðum betra lag á að stjórna
nýlendum, þá fórst þeim ekki vel
við nýlendurnar vestan hafs. Þeir
léku þær illa, líkt og Spánverjar
verkum, að verzlun nýlendnanna var
ekki eins ill og við hefði mátt búast,
einn skeifunagla", sagði enski stjói'n-
málamaðurinn Pitt, hinn eldri. Heima-
landið átti að sjá fyrir öllu slíku.
Þó var ýmislegt sem gerði það að
höfðu gert. í upphafi var verzlun
nýlendnanna frjáls, en smátt og
smátt voru settar fleiri og fleiri
hömlur og svo fór, að England fékk
algerlega einokun á allri verzlun.
Nýlendunum var þess utan strang-
lega banað að reka nokkurn iðnað,
sem gat orðið til þess að þær yrðu
sjálfum sér nógar og þyrftu ekki á
enskum vörum að halda. Þannig
máttu nýlendurnar í Ameríku hvorki
vinna járn né stál. „Ameríkumenn
hafa ekki einu sinni rétt til að smíða
Helztu heimshafnir og hlutföll við-
skipta þeirra á friðartímum.
því bæði var það svo, að skip frá
nýlendunum máttu sigla til Eng-
lands eftir vörum og svo var smygl-
að ógrynni af varningi til landsins.
Talið er að níu tíundu af öllu því
tei, sem fluttist til nýlendnanna,
hafi verið smyglað.
Svo kom frelsisstríðið og Englend-
ingar misstu nýlendur í Norður-
Ameríku. Bjuggust menn þá við, að
verzlunin milli landanna færi minnk-
andi, en svo varð ekki. Fjandskapur-
inn gleymdist og viðskiptin yfir haf-
ið margfölduðust.
Á Napóleonstímunum óx mjög
verzlunarfloti Bandaríkjanna. Ensk
skip gátu þá ekki sýnt sig í höfnum
meg'inlandsins, en aftur var vinátta
með Napóleon og Bandaríkjamönn-
um. Skip að vestan sigldu nú til
meginlands Evrópu með nýlenduvör-
ur og jókst þannig í sífellu þýðing
viðskiptaleiðarinnar yfir Atlantshaf.
Síðan komu gufuskipin, sem breyttu
siglingunum svo mjög. Árið 1819
fór fyrsta gufuskipið yfir Atlants-
haf og 1840 stofnaði Cunard-félagið
til fastra ferða með farþega og póst
milli Liverpool og Bandaríkjanna.
„Savannah",
fyrsta gufu-
skipið, sem
fór yfir At-
lantshafið.
Fjölda margir af þeim íslendingum,
sem um og eftir miðja seinustu öld
leituðu vestur um haf, fóru einmitt
með þessum skipum vestur. Um þetta
leyti fundu menn upp skipsskrúfuna
og hjólskipin voru lögð niður. Á
síðustu tímum komu svo mótorskip-
in til sögunnar. Árið 1914 var lokið
við Panama-skurðinn, sem tengir
Atlantshaf og Kyrrahaf. Suður-Amer-
íkuríkin hafa einnig á síðustu árum
oi'ðið verulegur liðui' í heimsverzl-
uninni.. Spænsku nýlendurnar héldu
lengi tryggð við heimalandið, en svo
fór þó, að þær urðu þreyttai' á hinu
þunga verzlunaroki og brutust til
frelsis með vopnum. Englendingar
viðurkenndu óðara sjálfstæði þeirra
og létu í té mikið fjármagn til að
koma atvinnuvegunum á laggirnar.
Að Atlantshafi liggja þær heims-
Panamaskurðurinn.
álfur, sem lengst eru komnar á sviði
iðnaðar og viðskipta. Atlantshafið
hefir orðið þjóðleið stórverzlunarinn-
ar og svo mun það verða um fyrir-
sjáanlega framtíð.
(Meira.)
FRJÁLS VERZLUN
31