Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Side 4

Frjáls verslun - 01.12.1941, Side 4
Dei iiuma f yri x 100 arum Á því herrans ári 1941 er deilt um Alþingi. Það er deilt um virðingu þess og starf þess og rísa þær deilur hátt. En það mun hafa farið fram hjá mörgum að einmitt fyrir 100 árum voru ákafar deilur um Alþingi — mun ákafari deilur en þær, sem nú standa, en þá var Alþingi þó raunar ekki ennþá til í hinni nýju mynd sinni. Eins og kunnugt er var Alþingi hið forna lagt niður um aldamótin 1800, en 1841 sat nefnd á rökstólum í Reykjavík og var sú nefnd skipuð af konungi til þess m. a. að athuga fyrirkomulag nýs Alþingis og var þá ásamt öðru rætt um hvar Alþingi skyldi háð og var deilan illvígust um það. Vegna þess að verzlunarstéttin í Reykjavík, eins og hún var þá, kemur hér nokk- uð við sögu á ekki ófróðlegan hátt, skal hér skýrt dálítið frá þessari áköfu deilu, sem kem- ur nútímamönnum harla einkennilega fyrir sjónir. ★ I nefnd þeirri, sem konungur skipaði, voru 10 embættismenn. í skipunarbréfinu telur kon- ungur þá upp og setur Vor elskanlegi framan við öll nöfn nema tveggja sýslumanna, sem ekki cöldust nógu hátt settir til að hljóta svo náðar- áamlegt ávarp frá kónginum. Efstur á blaði, sem formaður nefndarinnar var: Vor elskanlegi Carl Emil von Bardenfleth, kammerjúnkur vor, stiptamtmaður yfir íslandi og amtmaður í suð- urumdæminu. Nefndin kom saman 1839 og 1841 og síðara árið stóð deilan um þingstaðinn. Nefndin klofnaði um þetta atriði. Kammer- herra Hoppe var nú orðinn forseti nefndarinn- ar í stað Bardenfleth. Um Hoppe var þetta kveð- ið á þessum árum: Hvis vi endelig skal ha et Bæst til Stiftamtmand og Övrighed heroppe, saa giv os dog en veritabel Hest i Stedet for en dum og doven Hoppe. Hoppe þessi kammerherra var ákveðinn stuðningsmaður þess, að Alþing skyldi haldið í Reykjavík og með honum voru 6 menn, þar á meðal Steingrímur Jónsson biskup og Árni Helgason stiftprófastur. Einn stakk upp á Bessastöðum, en tveir vildu hafa þingið á Þing- völlum og voru það fyrst og fremst Bjarni Thor- arensen skáld og amtmaður og Jón Jónsson sýslumaður í Strandasýslu. Tókust nú hinar hörðustu deilur. Reykjavík- urmennirnir færðu fram mörg rök og gild. Þeir sögðu að það yrði kostnaðarsamara að hafa þingið eystra, þar yrði að byggja hús og aðbún- aður yrði þar laklegur, því þar gætu þingmenn ekki haft sömu „aðhjúkrun í mataræði“ og heima. Síðar töldu þeir að öll söfn væru í Reykjavík, þar væru æðstu embættismenn, en þeir yrðu vafalaust á þinginu og gætu því ekki gegnt embættum sínum á meðan. (Þetta þætti vafalaust ekki merkileg röksemd nú á dögum.) Ekki var það léttast á metunum að meiri hlut- inn taldi það vilja konungsins að þingið væri í Reykjavík. Segja þeir samkvæmt fundaskýrsl- um: „Ef það væri nú ósk konungs, þótti þeim að vísu, er mæltu fram með Reykjavík, það vera sjálfsagt, að henni bæri að fullnægja, er það bæri með lotningarfullri þakklátssemi að taka við náðargjöf þeirri, sem rétt væri að föður- landinu, undir hvörjum sem helzt kostum, er konunginum hefði þóknast að setja eður óska, þó menn gætu ekki verið sannfærðir um, að þeir væru vel tilfallnir----- Bjarni Thorarensen var höfuðandstæðingur 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.