Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Síða 15

Frjáls verslun - 01.12.1941, Síða 15
teið, en það fæst aðeins með mjög margbreyttri með- ferð á te-grasinu. Eftir gæðum tesins er það greint niður í þrjá flokka: Pecco, Souchong og Kongo. Eins og áður er sagt fæst bezta teið af fyrstu uppskerunni þegar blöðin eru enn mjög smá og óþroskuð. Blöðin eru þá mjög hæð og kallast þessi tegund Pecco, sem er Svissneskt orð og Teblöðin moluð. þáðir hár. Næst bezta teið er af blöðunum er þau hafa þroksast meir og breitt sig út og kallast það Souchong. Af eldri blöðum fæst Kongu eða Kongo te. Ekki er það svo að skilja að teið sé frá Kongo í Afríku, heldur er það afbökun úr kínverska orðinu kongo. Hér á landi var í fyrri daga oft talað um Kongo-te og héldu menn það vera fínasta te frá Kongó. En það er raunar hin lak- asta af þrem höfuðtegundum tes. * Eins og áður sagt er Kina mesta te-landið og er teið íæktað þar mest af smábændum. Hver bóndi hefir sinn akur þar sem hann ræktar rís, hveiti og te. Teið selur hann kaupmanninum en hann lætur það aftur til hinna miklu te-firma, sem taka við því til endanlegrar með- ferðar áður en það verður útflutningsvara. Mesta te- borg í Kina er Hankow við Jangtsekiang. Kínverjar framleiddu fyrir styrjöldina meira en 300 millj. kg. af tei og af því var 1/3 fluttur úr frá Hankow. Þangað komu á hverju ári ótal tekaupmenn og „tesmakkarar" úr víðri veröld. Það er svipað með „tesmakkarana“ og „vínsmakkarana“ að þeir eru sérfræðingar hvað við- víkur hinu rétta bragði, sem á drykknum skal vera. Hversvegna betri sölumennsUa? Ein af ástæðunum fyrir því, hversvegna við verð- um að bæta sölumennskuna, eru hinar stöðugu fram- farir á vélasviðinu. Ef sölumenn hafa ekki við vél- unum, verður framleiðslan of mikil. Það eru til dæmis nú til vélar, sem geta framleitt 1800 rakvélablöð á klukkustund, í staðinn fyrir 900, sem eldri vélar gátu framleitt. Svona mætti lengi telja upp nýjar vélar, sem geta framleitt miklu meira en eldri vélar sömu tegundar. Þessi avka framleiðsla krefst þess, að meira sé selt en áður. Sá maður, sem mest veltur á nú, er sölumaðurinn. FRJÁLS VERZLUN Ef umsetnlngin minn kar Stundum minnkar umsetning fyrirtækis um 15—20%. Það getur dregið mjög úr hagnaðinum eða þurkað hann út með öllu.. En menn eiga ekki að taka því með þögninni eða aðgerðarleysi. Það krefst skjótra aðgerða. Hvað ætti að gera? Það fyrsta, sem komast verður að, er staðreynd- irnar um þetta.. Það má kalla þetta vísindalegu að- ferðina" — að leita að orsökunum, skoða þær í krók og kring, finna ráð til úrbóta og hrinda þeim í framkvæmd. Aðalorsök þessarar minnkuðu umsetningar getur ver- ið kenna dugleýsi fyrirtækisins sjálfs, eða utanað- komandi orsökum, sem fyrirtækið ræður ekki við, Það hefur t. d. komið fyrir, að viðskipti í Banda- ríkjunum hafa hrapað skyndilega og umsetning bæði duglegra og duglausra fyrirtækja minnkað stórkostlega. íþessu landi hafa skrif blaðanna orsakað að við- skipti allra fyrirtækja hafa minnkað. En hver sem orsökin er, getur duglegt fyrirtæki alltaf gert eitthvað til þess að auka viðskiptaveltu sína. Ef einhver hlekkur fyrirtækisins er veikur, verður að styrkja hann. Ef einhver deildin gefur ekki hagnað, verður að endurskipuleggja hana, eða hætta við hana. Framleiðandi getur virt fyrir sér framleiðsluvör- ur sínar og hætt við þær, sem ekki gefa arð. Hann getur þá einbeitt sér við þær, sem arðinn gefa. — Með þessu móti getur hann ííka dregið úr fram- leiðslukostnaðinum. Ilann getur líka byrjað baráttu fyrir sparnaði á efni og tíma meðal starfsmanna sinna. Framleiðandi getur ef til vill komizt að raun um, að hann hagnist ekkert á tuttugu af framleiðslu- vörum sínum. Þegar viðskipti ganga ekki sérlega vel, hefur hann ekki ráð á að framleiða þær. Þegar viðskipti smásala dragast saman verður hann að hugsa meix-a um gluggasýningar sínar. — Hann verður að fá fleiri af vegfarendum til þess að koma inn í verzlunina. Hann á líka að láta kenna afgreiðslufólki sínu, hvernig komizt verði hjá að missa viðskiptamenn út úr höndunum á sér. Með öðrum orðum: Þegar viðskipti fyrirtækis di’agast saman, verður kaupmaðurinn að gera eitt- hvað frdbrugðið og aukdlega. Þá má ekki hjakka í í sama farinu. Þegar viðskipti verða óvenjuleg, verða menn að grípa til óvenjulegra ráða. Það er mikilsvert að hafa það hugfast. Ef fyrirtæki leggur árar í bát, þegar þörf er alveg sérstakra ráðstafana, er hætt við að umsetn- ingin haldi áfram að minnka og þá má búast við óhagstæðum reikningum um næstu áramót. 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.