Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.12.1941, Qupperneq 21
utan um hann og spurðu þeir hann spjörunum úr. Um 1935 kom Pedersen með þá uppástungu, að mönnunum yrði kennt að fara eftir teikning- um og að smíða í málma, svo að mennirnir gæti lært grundvallarreglurnar, sem þeim tókst ekki að læra vegna þess að kreppan skall á og hætt var við iðnnemafyrirkomulagið. Svo margir menn komu til þessarar kennslu, að félagið varð að leigja stærsta samkomusalinn í Burbank fyr- ir hana. Þegar fyrsta 10 vikna námskeið Pedersens var á enda, heimtuðu nemendurnir meira. Hinn framtakssami Dani varð því fyrsti námsstjóri félagsins og gat boðið hverjum starfsmanni að læra betra starf á félagsins kostnað. Kaliforníu- fylki og skólastjórnin í Burbank sýndu málinu þann stuðning að lána skóla bæjarins eftir venjulegan skólatíma. Nú ganga 9000 Lockheed- starfsmenn á námskeið, sem standa í sex mán- uði. Það er algengt að sjá hópa verkamanna standa og bíða þess að börnin fari heim úr skól- unum. Nokkur þúsund logsuðumanna, sem byrjuðu með 60 centa tímakaup, hafa nú komizt í flokka, sem gefa helmingi hærra kaup, en 200 fyrrver- andi vélsmiðir eru nú orðnir teiknarar og upp- finningamenn. Mennirnir hafa ekki gengið á skóla hjá Lockheed og látið svo ginnast í vinnu hjá öðrum fyrirtækjum. Þeir hafa sýnt tryggð sína með því að vera fastheldnastir allra verka- manna í iðnaðinum. Flugvélar eru smíðaðar af flokkum, þúsund- um flokka og þarf hver þeirra að hafa fyrirliða. Það var erfitt að finna fyrirliðana, meðan aukn- ingin var sem örust. En nú sér Pedersen um að alltaf sé nóg til af þeim. Fyrst var það oft versti þröskuldurinn, að viðvaningarnir áttu erfitt með að venjast því að vinna í flokkum. Þeir voru annaðhvort of seinir á sér eða fljótir, eða kom ckki saman. Margir hættu eftir nokkrar vikur. Þá leitaði fé- lagið til Robert C. Storment, sem var í þjónustu menntamálanefndar Los Angeles. „Þenna vanda á að leysa áður en maðurinn er ráðinn“, sagði hann og síðan hafa allir menn, sem leitað hafa vinnu hjá Lockheed, orðið að finna náð fyrir augum hans, því að hann ræð- ur allt starfsfólkið. „Skapferlisprófið", segir Storment til skýr- ingar, „vinsar úr þá menn, sem eru uppstökkir og eyðileggja samvinnuna innan vinnuflokk- anna“. Níutíu af hundraði af þeim, sem segja upp eða er sagt upp, hafa ekki hið rétta skap- ferli fyrir vinnuna. Gáfnaprófið er til þess að skilja hina gáfuðu frá heimskingjunum. Það kemur fyrir að mað- ur er of gáfaður fyrir verksmiðjuvinnu og þá- er hann látinn vinna á teiknistofunni. En áhugi félagsins er ekki á enda, þegar búið er að velja starfsmanninn. Eitt af því, sem sann- færir Bill Clark um að atvinnurekandinn er maður eins og hann, er „táradeildin", eins og það er kallað. Starfsmenn geta alltaf leitað til yfirmanna sinna, ef þeir eru í vanda staddir — vilja byggja hús, kaupa bíl o. s. frv. Félag starfs- mannanna á í sjóði 385.000 dollara, sem starfs- mennirnir geta fengið lán úr, ef þeir þurfa á að halda. Ef Bill Clark heldur að hann hækki ekki eins ört og hann á skilið, getur hann krafizt þess, að rannsókn fari fram á vinnubrögðum sínum. Ef hann kann ekki við starfið, getur hann fengið eitthvað annað, sem hann telur sér falla betur. Hann getur óskað þessa sjálfur eða fyrir milli- göngu verkalýðsfélags síns. í Lockheed-verksmiðjunum er deild af A. F. L.1) og eru um 60% starfsmannanna í henni. Þessi aðferð hefir reynzt hin þarfasta við að finna menn í nýjar stöður, sem skapazt hafa vegna vígbúnaðarins. En það eru fleiri hæfir og fúsir til að ganga undir Stormentspróf en þeir, sem hafa ráð á að bregða sér til Burbank, og því er hægt að láta reyna sig í 1500 skrif- stofum víðsvegar um landið. Kennslan kostar Lockheed-félagið 300.000 dollara á ári og þykir ódýr. Eitt af því bezta, sem leiðir af henni, er hið ágæta samkomulag milli starfsmanna og atvinnurekenda. „Maður þarf ekki að gera verkfall til að fá hærri laun“, segir Pedersen. „Hann fær þau á auðveldari hátt með því að læra starf, sem er betur borgað“. 1) American Federation of Labor —'eldra og hæg'- fara fagsamband Bandaríkjanna. Hið róttækara er Con- gress for Industrial Organisation. FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.