Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Síða 27

Frjáls verslun - 01.12.1941, Síða 27
MEÐAl ANNAR Úr verzlunardálkum Times Þann 1. okt. birtist í Times Weekly í kaflanum Ex- port Notes (Smávegis um útflutningsverzlunina) eftir- farandi klausa: THE BELLES OF ICELAND. The British Troops who ivent to Iceland seem to liave been respensible for starting a small export trade there. Before the war the local Icelandic ladies had only begun to use those adventitious aids to beauty deemed so ne- cessary by girls in this higlily socialized age. In other words, they were just getting acquainted with lip stick, vanishing cream, cold cream, face poivder and what are rather brutally called “skin fresheners”; indeed, in the Faroes these things were unknown in the blissfid days before Hitler had “arrived”. Now, however, one London firm alone is shipping hundreds of pounds worth of these commodities to these northern outposts. Eins og sést af klausu þessari hefir Times fengið þær upplýsingar, að rétt fyrir stríðið hafi íslenzkar konur aðeins verið farnar að þekkja notkun fegurðarmeðala, en fyrir áhrif setuliðsins hafi stúlkunum farið stórlega fram í fegrunarmenntinni, en það leiði aftur af sér, að Lundúnafirma nokkurt flytji nú út til íslands og Fær- eyja snyrtivörur kvenna fyrir hundruð sterlingspunda, en i Færeyjum kváðu stúlkur, að sögn blaðsins, hafa gengið ómálaðar allt til hinna síðustu og verstu tíma, er Hitler kom til sögunnar, eins og blaðið orðar það. Lað verður sjálfsagt að teljast nægilega sannað með utkomu fjögurra nauðrakaðra blaðamanna til Englands s-l. sumar, að íslenzkir karlmenn raki yfirleitt af sér skeggið og það jafnvel þótt Ólafur Friðriksson og allt bans skegg slægist með i förina. Það má því telja ólík- legt, að Times finni upp á því að þakka setuliðinu, að það hafi útvegað aukinn markað fyrir enskar rakvélar °g sbeggsápu á íslandi, með því að kenna eyjarskeggj- um að raka sig! John Gunther: Panama-shurðurinn Það er dálítil kaldhæðni í því, að eini æðsti maður ^ikis í Ameríku, sem er vinveittur möndulveldunum, er sa, sem ræður ríkjum sitt hvoru megin við Panama- skurðinn, en hann er dýrmætasti hlekkurinn í varna- keðju álfunnar. Áður en þessi maður, dr. Arnulfo PRJÁLS VERZLUN Arias,1) varð forseti Panama, var hann um langt skeið sendiherra þess rikis i Berlín og Róm. Bezti vinur hans er dr. Antonio Isaza, sem var um tíma ræðismaður Panama i Hamborg og hafði mjög mikil áhrif á Arias i einræðisátt. Dr. Arias er i gamni nefndur þjóðleiðtoginn. Hann er fertugur, myndarlegur, þægilegur í viðmóti, öruggur í framkomu og framgjarn. Hann lagði stund á læknis- fræði í háskólanum í Chicago og Harvard, en var því næst læknir í sjúkrahúsi í Boston i nokkur ár. Að því búnu varð hann heilbrigðismálastjóri í Panama, en und- ir það embætti heyrir ríkishappdrættið og því fylgja auðvitað stjórnmálaáhrif. Dr. Ai'ias varð forseti árið 3.940 og af ræðu, sem hann hélt þegar hann tók við em- bættinu, og ýmsu öðru, er hann hafði látið sér um munn fara, mátti skilja að hann aðhylltist einræði: Sú skoðun, að frelsi einstaklingsins eig'i að vera ótakmarkað og óheft, verður að víkja fyrir þeirri skoðun, að frelsið takmarkist af nauðsyn þjóðfé- lagsins. Hugmyndin að allir menn sé frjálsir og jafnir fær ekki staðizt líffræðilega. Arias tók þegar upp þá stefnu, að sýna Bandaríkj- unum þá óvirðingu, sem hann gat. Þegar háttsettir em- bættismenn frá Bandaríkjunum tóku þátt í opinberum athöfnum, voru þeim alltaf ætluð verstu sætin. Þegar einn af flotaforingjum þeirra kom í heimsókn til utan- í'íkisráðherra Panama, vildi hinn síðarnefndi eingöngu tala spænsku, enda þótt hann talaði ensku ágætlega. Dr. Arias samdi nýja stjórnarski'á fyrir Panama, en samkvæmt henni varð hann næstum einvaldur. Stjórn- arskráin heimilaði stjórninni (þ. e. dr. Arias) að koma á fót ríkiseinkasölum og að gera eignir manna upptæk- ar. Æskan í Panama, bæði drengir og stúlkur, hefir verið skipulögð í félag, sem starfa á sama hátt og „Hitlers-æskan“. Auk þess hefir Arias stofnað „Guardia Civica“, eina herinn í Panama og í rauninni einkaher hans. Þegar ég átti tal við dr. Aras sagði hann, að Panama gætti og mundi gæta „strangasta hlutleysis“ gagnvart syrjöldinni. Þetta átti að vera hnefahögg í 1) Snemma í vetur var gerð bylting í Panama og Arias settur af. Hann heldur því fram, að Bandaríkin hafi staðið að baki byltingunni, en þau viðurkenndu hina nýju stjórn. 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.