Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Side 31

Frjáls verslun - 01.12.1941, Side 31
kostaði 375.000.000 dollara, en þessi aukning á að kosta 227 milljónir. Setulið Bandaríkjanna nam áður 18.000 manna, en hefir nú verið stórlega aukið. Flotinn er við öllu búinn og flugvélar hans og hersins halda hinn stöðuga vörð sinn. Lögreglan hefir nánar gætur á því, sem undir hana heyrir. Það verður enginn hægðarleikur að gera árás á Panama-skurðinn. Það tekst engum viðvaningi að vinna á honum með dynamitsprengju. Spenningur er til það er ágætt fyrir heila og líkama, hressingar. að verða dálítið „spenntur" á hverj- um degi. Samkvæmt umsögnum blaðanna verða þær konur fremur heilsulausar og óhamingjusamar sem l)úa í kyrrlátum húsum. Rólegt, tilbreytingalaust líf getur verið hættulegt. það leiðir af þunlyndi og taugaveiklun, eins og allir læknar vita. Á hinn bóginn er það eins staðar í London, þar sem er sífelldur „spenningur" og það er Kauphöllin. Verð- bréfakaupmennirnir þar lifa löngu og skemmtilegu lífi. Átta hundruð og fjörutíu meðlimir Kauphallarinn- ar hafa verið það 35 ár eða lengur. Sá elzti — James Skinner — fékk inngöngu árið 1872 og í tæp 70 ár hefii' hann verið innan um allan „spenninginn". Hann hefir lifað tólf uppgangstíma og jafnmargar kreppur. Sjö aði'ir karlar hafa verið meðlimir í meir en 60 ár. það er því auðséð að „spenningurinn' er trygging gegn læknisvitjunum. „FRJÁLS VERZLU N“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — Formaður: Egill Guttormsson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson, Bergþór Þorvaldsson, Björn Olafsson, Pétur Ólafsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. --Slcrifstofa: onarstræti 4, 1 hæð. Áskriftargjald: 10 krónur á ári, 12 hefti. — Lausasala: 1 króna heftið.- Prentsmiðja: ísafoldarprentsmiðja h.f. Sérhver kaupsýslumaður ætti. því að hafa í huga, að dálítill „spenningur" — eitthvað nýtt og óvenju- legt — er góður í kaupsýslurekstri. Sölusamkeppni, útlega bílferð, danzleikur, hljómleikar — allt hefir þetta örfandi áhrif á yfirmenn og starslið. * Úr viðskiptalífinu — Hvað kosta bollurnar? — 25 aura. — En þessar með holunni niður í? — 35 aura. — Get ég fengið ber fyrir 35 aura? — Eg læt ekki minna en pund. — Já, það er alveg nóg. Oótt peningar falli í verði, þá halda góðar bækur gildi sínu, og eru ódýrasfar og bezfu skemmfanir, sem menn veifa sér. Islenzk úrvalsljóð þurfa að vera til á hverju heimili. I því safni er nú komið út: Jónaz, Bjarni, Maffhias, Hannes, Gröndal, Steingrimur, Einar Benediktsson og Grímur Thomsen. Auk þess eru í sama broti Kertaljós og Ljóð Guðfinnu frá Hömrum. Fást hjá öllum bóksölum. Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.