Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 3
Verzlunarmenn á gönguför Fáir hafa meiri þörf fyrir útiveru en verzl- unarmenn og skrifstofufólk. Það er þess vegns engin tilviljun að það voru einmitt slíkir menn, sem einna fyrstir tóku upp þann góða sið að nota frístundir til gönguferða um byggðir og óbyggðir. Benedikt kaupmaður Waage, sem í senn er velþekktur verzlunarmaður og íþróttamaður, bæði fyrr og síðar, hefir látið blaðinu í té þá frásögn sem hér fer á eftir: Það eru ekki meira en rösk 30 ár síðan það fór að tíðkast að Reykvíkingar færu í langar gönguferðir sér til hressingar. Það voru verzl- unarmenn og skrifstofumenn, sem tóku upp þennan sið. Um aldamótin síðustu var það algengt að fólk fór um helgar í „reiðtúra" upp fyrir bæ, en sjaldan var farið lengra en upp að Lækjarbotnum en langoftast létu menn sér nægja að fara að- eins upp að Árbæ. Á þessum tíma bjuggu þar hjónin Eilífur og Margrét. Þau voru góðgerða- söm og gestrisin, enda var það orðtak þeirra, að allir væru velkomnir að Árbæ. Þetta var áð- ur en bifreiðarnar komu og nú þætti slík ferð ekki merkileg. En það voru ekki allir, sem höfðu tækifæri til að leigja hestvagna eða hesta til slíkra ferðalaga. Þegar Friðrik VIII. kóngur vor kom hingað 1907 fór hann til Þingvalla í fylgd með mörgu stórmenni, erlendu og innlendu. Þá Gömul mynd frá JJingvöllum. FR.TÁLS VERZLUN fóru margir gangandi til Þingvalla til að sjá konungsins dýrð og allt hans fylgdarlið. Hver hestur og kerra var á ferð og flugi og þeir sem ekki höfðu aðgang að slíkum farartækjum urðu að fara gangandi eða á reiðhjóli. Þetta mun vera í einna fyrsta skiptið, sem Reykvíkingar fóru í stórum hóp gangandi til Þingvalla, og það þótti alls ekki í svo lítið ráðist. En einmitt á þessum árum tók að vakna ný hreyfing meðal yngra fólksins. Þótt Reykjavík væri engin stórborg, með þeirri óhollustu, sem þeim fylgir, fundu menn samt til þess að gott Frásögn Ben. G. Waage væri að hrista af sér bæjarrykið við og við. íþróttafélög tóku að blómgvast. Ungir íþrótta- menn tóku að fara í stuttar gönguferðir um nágrenni Reykjavíkur. Lengri gönguferðir tíðk- uðust lítið og það þótti þess vegna nýlunda, þeg- ar ýmsir verzlunarmenn og skrifstofumenn fóru í gönguferðir til Þingvalla og gengu svo um sveitina. Göngumennirnir fóru svo smám saman að gerast djarfari og gengu á fjöll við Þing- vallasveitina, svo sem Ármannsfell, Arnarfell og Súlur. Útbúnaðurinn var ósköp einfaldur. — Menn höfðu góða gönguskó, ullarföt og ullar- sokka. Síðar tók enskur sportklæðnaður að flytj- ast til landsins. Eftir að konungshúsið svonefnda var reist á Þingvöllum 1907, höfðust nokkrir gestir við þar og svo í Valhöll. Lítið hús var bak við Valhöll, sem kallað var ,,Folaldið“ og gistu ýmsir þar. Margir gengu inn á Ilofmannaflöt, að Skóg- arkoti, að Hrauntúni og í Ölkofradal. Hjá Skóg- arkoti er hellir, sem mjög var heimsóttur af göngufólki, en sá hellir var kenndur við enska skáldið Ilall Caine, sem hér var á ferð, og nefnd- ur Caines-hellir. Það var þannig til komið, að 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.