Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 7
Rússlands, hefðu verið notuð á þessum stöðum. Þó má vera að skortur á skiprúmi til flutninga hefði orðið Singapore að falli hvort sem var. Það er mjög mikið verra að átta sig á styrj- öldinni í Rússlandi en ástandinu eins og það er nú á Kyrrahafi og í Norður -Afríku. Þess vegna er svo erfitt að spá nokkru með vissu um hvernig Rússlandsstyrjöldin muni ganga í nán- ari framtíð. Afstaða Rússa er að sumu leyti erfið, en að surnu leyti góð, og hvort meira má sín, er ekki gott að segja um. Ég get ekki talið mig í tölu þeirra, sem eru svo bjartsýnir að telja að Þjóðverjar hafi nú þegar tapað í Rúss- landi og þeir hafi því ekki framar nokkra von um að sigra Rússa. Ég held að úrslitin séu enn öllum hulin og það veltur á mörgu hvernig fer. Til dæmis er allt í óvissu um hve baráttuhæfur hinn endurskipulagði her Hitlers verður. Og ekki er heldur vitað um þýzku vopnin. Ef til vill beita Þjóðverjar nýjum vopnum í vor, en hver þau verða og hvernig þau reynast veit enginn. * Ég býst við að það sé mjög almennt hér í Englandi að menn geri of mikið úr þeim ár- angri, sem Rússar hafa náð í vetur. Við vitum raunar að Rússar hafa haft betri útbúnað til að verjast vetrarkuldunum heldur en Þjóðverjar, enda eru þeir líka óvanari slíkum kuldum. Við höfum ennfremur ástæðu til að halda, að elds- neyti Rússa og vélaútbúnaður sé sérstaklega miðað við að þurfa að þola mikil frost. Hér við bætist, að við vitum með nokkurri vissu að Rússar hafa hlutfallslega fleira af hermönnum, sem hafa fengið sérstaka æfingu í vetrarhern- aði. En veturinn hefir í för með sér örðugleika, sem Rússum veitist allt eins erfitt að yfirstíga eins og Þjóðverjum. Þegar ég ritaði um Rúss- landsstyrjöldina s.l. haust, með sérstöku tilliti til vetrarhernaðarins, var það álit mitt, að sókn- araðgerðir mundu að vetrinum til vera fremur bundnar við ákveðna staði eða takmörkuð svæði, heldur en var sumarið 1941. Ég bjóst við því að ef gerð væri sókn langt inn í víglínu, mundi slík sókn jafnaðarlega verða framkvæmd af til- tölulega smáum herflokkum. Þessir smáu her- flokkar mundu geta fengið góð tækifæri vegna þess að öll víglínan mundi verða þunnskipuð nema á sérstökum stöðum, sem eru vel til bæki- stöðva fallnir fyrir mannmarga heri. Ég hygg að þetta hugboð mitt hafi ræzt. Rússar hafa getað framkvæmt sóknir all-djúpt inn í þýzku víglínuna á svæðinu frá Novgorod til Rzhev, en ég býst við að þessari sókn hafi verið haldið uppi af fremur fáliðuðum flokkum. Veturinn leyfir Rússum ekki að hefja sókn í stórum stíl og vorið, sem nú er víða komið, mun færa með sér frostleysu og aurbleytu, sem einnig hlýtur að tefja. I vetur hafa Rússar gert sókn hér og þar inn í víglínu Þjóðverja og myndað þannig smásprungur í hana og þeir hafa getað gert víglínu Þjóðverja beinni en áður með því að knýja þá til að hörfa all víða úr fremstu stöðv- um sumarsóknarinnar. * Nú er ekki langur tími eftir af vetrinum og Rússar verða því að skifta um bardagaaðferðir. Jafnvel norðarlega á vígstöðvunum tekur óðum að vora, en allra nyrzt er veturinn enn að kalla í algleymingi. Tvær spurningar vaka nú eink- um fyrir flestum. Sú fyrri er: hvort Rússar geti notað það sem eftir er vetrarins til að ná fleiri stöðvum á sitt vald, og sú síðari, hvort þeim tekst að halda sókninni áfram óslitið þótt veðrið breytist og sumar taki við af vetri. Hinni fyrri vil ég svara á þá leið, að Rússum ætti ekki að vera ofætlun að taka Vyasma, Khar- kow og Dnepropetrovsk fyrir sumarið og leysa Leningrad úr umsát. Það er sennilega til of mik- ils ætlast að Rússar nái Krím-skaga á sitt vald. Það eru miklar ástæður til að halda að Rússar eigi enn eftir að ná verulegum árangri á vetrin- um, enda er útlit fyrir að fyrir þeim vaki að gera mikið átak á mótum vetrar og sumars og má þá vera að þeir beiti mjög fyrir sig fall- hlífaliði, sem þeir hafa ekki notað mjög til þessa. Hin spurningin er þýðingarmeiri en ekki auð- velt að svara henni, því ég hefi ekki nægilega glögga yfirsýn yfir afstöðuna eins og hún er og verður er sumar hefst, til þess að geta borið fram rökstuddar ályktanir. Þjóðverjum hafa verið greidd þung högg. Það má líkja þeim- við virki, sem molað hefir verið út úr á mörgum stöðum, en er þó hvergi brotið eða sprungið nið- ur í grunninn. Þrátt fyrir það þótt Rússar hafi náð sér nokkuð á strik um vetrarmánuðina, hygg ég að þeir megi enn búast við þungum reynslu- tímum. Þetta þurfa bandamenn Rússa að gera sér ljóst og styðja þá og styrkja án afláts, þótt slík hjálp kunni að leiða til þess að hernaðar- máttur þeirra sjálfra minnki. FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.