Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 1
3. TBL. 4. ÁRG. 19 4 2 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR VERZLUN Mitt i þeim rosaveðrum stjórnmálanna, sem gengið hafa yfir þetta land á seinustu mánuðum, hafir verið hljótt um verziunarmálin. Menn hata togast á um dýrtiðarmál, kaupgjald og kjördæmaskipan, en verzlunarmálin hafa legið í þagnargildi. Ymsar af hinum svonefndu dýrtiðarráðstöfunum koma hart niður á sumum kaupmönnum því þær urðu til þess að lækka laun þeirra verulega. Kaupmenn hafa reynt til að tá leiðreittingar á því, sem verst hefir farið og reynt að ná samvinnu við yfirvöldin um allt sem þá varðar. Verzlunarstéttin hefir sýnt fullan þegn- skap á allan háti og ekki komið annað til hugar. ¦Meðan stjórnmálamennirnir bítast um nauðsynleg og ónauðsynleg mál, vinnur verzlunarstéttin sitt verk. Hún dregur í landsbúið það sem hún getur og berzt ótrauð við erfiðleika ófriðarins, höft og samgönguteppu og annað sem stríðinu fylgir. Verzlunarstéttin þekkir sitt hlutverk og veit að landinu ríður á að þvi sé tull skil gerð. Hvort sem leita þarf til austurs eða vesturs hefir verzlunarstéttin sífelt auga á því, að mikið veltur á að ná sem hagkvæmustum viðskittum og atla markaða til kaupa og sölu. Island þarfnast þess að verzlunarmenn vinni verk sín trúlega og þeir munu ekki bregðast þvi trausti.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.