Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 27
ANTON ZISCHKA: Vísindin rjúfa hringana Framhald. Gúmmí það sem fékkst var ckki ætíð hreint. ]tað var heimtað svo mikið af hverjum safnanda, að hann komst ekki yfir að leysa verkið skaplega af hendi. En þá var það ráð fundið, að láta þá svertingja, sem komu með óhreint gúmmí, gleypa klumpana. petta ráð dugði. Bclgiski sakadómurinn í Boma lýsti yfir því, „að það að kingja teygjanlegu cfni niður í magann lia.fi engar illar afleiðingar", en samt fór það svo, að óteljandi gúmmíþrælar létust af þcssaii meðferð. pað liafði þó enginn áhyggjur af slíku í Evrópu, því að Kongó lét í té milli 1899 og 1900 gúmmí fyrir 14 milj. punda. Hlutabréfin í Abir- félaginu stigu úr 4% pundi í 700 pund eftir tvö ár og seinast komust þau upp í 1000 pund. pýzka ríkisstjórnin, sem hafði undirritað samkomu- lagið um Kongó, ásamt öðrum ríkjum, varð einna fyrst allra til að gera athugasemdir út af ástand- inu i Kongó og krafðist þess af Leopold II., að hann efni loforð þau, er hann gaf, þegar honum fengið foríæði Kongó-landanna. Mannúðarstofnanir um alla Evrópu kröfðust þess, að tekið yrði í taum- ana og sérstakt félag var stofnað til að koma til leiðar endurbótum á stjórninni í Kongó. Raunveru- lega urðu það hvorki stjórnmálamenn né líknar- stofnanir, scm rithöfundar eða ræðumenn, sem urðu til þess að bæta úr þeim hörmungum, sem ríktu í gúmmíhéröðum Kongó. prælarnir í Kongó og Suður- Ameríku voru þá fyrst leystir úr ánauð, þegar brezku gúmmíekrurnar tóku að hlómgast og verðfallið mikla kom á gúmmiínu, en þetta verðfall stafaði af hin- um vísindalegu framförum, sem urðu á framleiðslu þessa mikilvæga efnis. pegar gúminíið hætti að vera gagnslaus óþarfa- varningur og varð þýðingarmikil verzlunarvara, þá voru það tvær ólíkar tegundir manna, sem lcit- uðu sér fjár og frama í viðskiptunum mcð gúmmíið. Sumir voru algjörlega forsjárlausir og skammsýnir. peir hugsuðu ekki um neitt annað en moka saman sem mestu af peningum á sem skenunstum tíma. peir upprættu heila pjóðflokka og gúmmíið, sem þeir framleiddu, var nefnt „rautt gúmmí“ eða „blóð- gúmmí". Aði'ir voru aftur framsýnir og breyttu skógarflæmunum og mýrlendum frumskógarheltum í gróðurstöðvar. pessir menn gerðu Singapore og FRJÁLS VERZLUN Medan að stórbæjum, en þessir staðir voru áður af- skekkt og lítilsmetin frumskógaþorp. pegar það kom í ljós, að cftirspurnin eftir gúmmí jókst stórlega um allan lieim en hinum villtu gúmmí- trjám í skógum suðurlanda fækkaði óðum, tóku Brazilíumenn að rækta gúmmítré. Maður var nefnd- ur Henry Wickham og var hann einn hinn fyrsti hvítra manna, sem tók að rækta gúmmítré. Wick- ham fórst ræktunin vcl úr hendi, en í Brazilíu voru margir erfiðleikar. Verkafólk vantaði tilfinnanlega. Indíánarnir höfðu lært það af reynslunni að forðast hvíta menn og þá ekki sízt gúmmísafnara, og þeir fólu sig í skógunum og.voru alls ófáanlegir til að starfa á ekrunum. Brazilía var mikið byltingaland á stjórnmálasviðinu og fjárhagurinn þröngur. Grei]) þá landsstjórnin til þess að leggja nýja og nýja út- flutningstolla á gúmmí. Wickham datt í hug, að það mundi mikið hægara að koma á stofn stórum gúmmí- ekrum og starfrækja þær annarstaðar en i Brazilíu og datt honum eyjan Ceylon þá helzt í hug. Hann sendi teikningar, skýrslur og fræ til sir Joseph Hooker, sem á þeim tíma var forstjóri fyrir Kcw Gardens, en það var mesta gróðurstöð og tilraunastöð í Eng- landi. I-Iooker leizt þegar vel á áætlanir Wickhams! I-Iann sá að liér var um hið mesta framtíðar mál að ræða. Honum var það ekki dulið, að það mundi hafa hina mestu þýðingu fyrir England, ef það liefði yfir- ráð yfir mikilli gúmmíframleiðslu. En sá þröskuld- ur var í vegi, að það var algerlega bannað að flytja gúmmiplöntur eða fi-æ frá Brazilí)i. pað var lagt strangt útflutningshann á slíkan varning, því að Brazilía vildi varðveita sérstöðu sína sem lengst. — Wickham fékk nú i lið með sér kauphallarmenn i Liverpool, sem verzluðu með % allrar gúmmífrani- lciðslu, cn brezkt fé var í nær öllum Suður-amerísk- um gúmmífyrirtækjum og brezk skip komu i allar gúmmíútflutningshafnir. Og brátt hófst bardaginn við einokunina og útflutningsbannið í Brazilíu. pað var 1873 að þessi bardagi hófst fyrir alvöru. pá var það, sem jurtafræðingurinn og veiðimaðurinn Farris kom til Brasiliu. Farris kom til gúmmí-hér- aðanna. 1-Iann skaut þar fugla, krókódíla og slöngur og safnaði plöntum í frumskógunum. Hann tróð svo út dýrabelgina sjálfur og komst með þá án nokkurra hindrana gegnum tollgrindur embættismannanna í 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.