Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 31
Horfur: Matvæli og vefnaðarvörur. Félag matvörukaupmanna hélt aðalfund sinn hinn 20. marz s.l. Formaður félagsins, Guðm. Guðjónsson, gaf ýtarlega skýrslu um hag fé- lagsins og störf þess á liðnu ári. Formaður minntist kaupmannanna Símonar Jónssonar og Halldórs Jónssonar, sem látizt höfðu á árinu. 1 stjórn félagsins voru kosnir þeir Guðm. Guðjónsson, formaður, Sigurliði Kristjánsson og’ Sigurbjörn Þorkelsson. Allir þessir menn voru endurkosnir. í stað Símonar heitins Jónssonar kaupm. var kosinn gjaldkeri Sæmundur Jóns- son kaupm. Ritari félagsins er Sigurbjörn Þor- kelsson. Samkvæmt því sem formaður félagsins, Guð- mundur Guðjónsson, hefir skýrt blaðinu frá, er aðalverkefni þess nú að vinna að innflutningi á þurrkuðum og niðursoðnum ávöxtum og nið- ursoðnu grænmeti. Kaupmenn telja nauðsyn á að birgðir af þessum vörum séu fyrir hendi. JSÍeytendur eiga hægt með að geyma þær og af hálfu hins opinbera hefir verið lögð áherzla á, að almenningur gætti þess að eiga ætíð heima hjá sér nokkrar matvælabirgðir, sem þola geymslu og eru um leið næringargóðar. Nú þeg- ar er búið að veita innflutningsleyfi fyrir nokk- urri pöntun af niðursoðnum ávöxtum, aðallega rúsínum og sveskjum, og góðar vonir um að árangur fáist með fleiri tegundir. * Samkvæmt því sem Árni Árnason, formaður Félags vefnaðarvörukaupmanna, hefir skýrt blaðinu frá, fór afkoma félagsmanna batnandi á hinu síðastliðna ári. Iieimiluð er aðeins mjög lág álagning og álagningin hefir verið lækkuð hvað eftir annað, þannig að með normal-um- setningu hefði orðið ómögulegt að reka verzl- anirnar, en vöruveltan hefir mjög aukist. Þó ekki sé hægt að segja að mikið sé fyrir- liggjandi af vefnaðarvöru í landinu ætti þó að vera ástæðulaust að óttast skort fram eftir þessu ári. En óvissan um framtíðina er mikil og ó- mögulegt að segja hvað við tekur. Frá áramót- um hafa sumar vörutegundir verið ófáanlegar í Englandi og fleiri og fleiri tegundir bætast við. Kaupmenn hafa ekki fengið tækifæri til að gera reynslupantanir í Ameríku, þrátt fyrir ítrekað- ar beiðnir til Gjaldeyrisnefndar. Það hefði þó verið mjög nauðsynlegt að kaupmenn hefðu get- að undirbúið sig með vörukaup að vestan. Vel getur svo farið að algerlega teppist sambandið FRJÁLS VERZLUN „FRJÁLS VERZLU N“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. — Formaður: Egill Guttormsson. Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Ritnefnd: Adolf Björnsson,. Björn Ólafsson, F. O. Johnson, Ólafur H. Ólafsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason. — Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1 hæð. Áskriftargjald: 10 krónur á ári, 12 hefti. — Lausasala: 1 króna heftið. - Prentsmiffja: ísafoldarprentsmiðja h.f. við England og hefði þá verið nauðsynlegt að geta vitað að hverju er að ganga á Ameríku- markaði. Vefnaðarvörukaupmenn búast við því að vel geti svo farið, að þeir þurfi enn einu sinni að reyna nýjar leiðir og beina viðskiftun- um vestur á bóginn. Engar vefnaðarvörur hafa enn verið fengnar frá Ameríku, en það er vitað að sumar af þeim vörum, sem þar voru fáanleg- ar fyrir stríð, eru nú lítt fáanlegar. Landvarnamál Islendinga. Frli. aí bls. 9 an á mannafundum, svo nokkurr hátíðabragur vœri að, og væri veitt en falligustu skotvopn til verðlauna þeim, sem frœgastii' yrðu, þá virðist mér líkindi til að skotvarnalið mætti komast á fót svo hægliga, að menn fyndi varla til kostnaðarins, og væri þá hæft að taka til slíkra manna hvenær sem við lægi. pað er alkunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög það dirfir menn og hvetur, að kunna að fara með vopn, og að sama skapi mundi það lífga þjóðaranda og hug manna, að vita, að sá liðskortur væri í landinu, að það væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum. Með slíku móti gæti menn og áunnið sér nokkra virðingu, og er það sætniligra og hressiligra enn að vera haldinn örkvisi, og ann- aðhvort aumkvaður eða forsntáður, af því að menn hafa ekki framtak tii að taka upp á því, sem ekki þykir landsvenja, og kannast ekki við afl það, sem t sjálfum þeim liggur, ef þeir vildi til þess taka. Að öðru leyti þarf kvíðhogi fyrir árásum útlendra ekki að vera meiri á nokkurn hátt fyrir það, þó verzlanin yrði látin laus, og dæmi þau, sem tckin eru frá mið- öldunum, eiga sér alls ekki stað nú í líking við þaö sem þá var, enda munu enir íslenzku höfðingjar ekki hafa verið saklausir i hvert sinn sem deilur urðu, þegar þeir voru bæði tollheimtumenn og virð- ingarmenn á vöru kaupmanna; en þó ég viti ekki nákvæmliga hvernig stendur á dæmum þeim, sem tekin eru frá Noregi, þá er það víst, að Norðmenn munu ekki iteiðast að eiga verzlun bundna við Dan- mörku eða nokkurt annað land þarfyrir, og munu þeir segja að slíkrar brigðu gæti ekki í miklum vcf. ]>að er og eitt eptirtektarvert, að menn vita ekki dæmi til annars enn að viðskipti enna útlendu fiski- skipa og íslendinga fari fram í allri vinsemd, og óknyttir þessara manna eru ekki tiðari enn meðal landsm. sjálfra og hvar annarstaðar sem vera kann. 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.