Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 13
bert veitti mönnum, er kvonguðust snemma og reistu bú, undanþágu frá skatti um nokkurra ára skeið og miklurn barnakörlum veitti hann ýms- ar skattaívilnanir. Colbert kom á fót mörgum konunglegum verk- smiðjum, er skyldu taka upp nýjan iðnað eða efla eldri iðngreinar. Frægar urðu glitvefnaðar- verksmiðjur og postulínsverksmiðjur hinna frönsku konunga, er gerðu Frakkland að hinu rómaða landi lúksusiðnaðarins. Colbert hafði vakandi auga með gæðurn franskra iðnaðaraf- urða og stóðst aldrei reiðari en þegar hann uppgötvaði vanhöld í þeim efnum. Iðnaður Frakklands var á þessum árum að rnestu í hönd- um iðngilda, sem voru að mestu sjálfráð um hagi sína og vinnubrögð. Colbert svipti gildin sjálfstæðinu og fól embættismönnum ríkisins umsjá með þeim. Reglugerðunum rigndi yfir iðnaðarmennina. 1 þessum tilskipunum var ná- kvæmlega skýrt frá framleiðsluaðferðum; þær höfðu að geyma fyrirmæli um stærð, gerð og lit vörunnar. Allar voru tilskipanir þessar skrif- aðar í harðorðasta skólakennarastíl. Fræg er tilskipun ein frá 1671, sem ræðir um vefnað og litun dúka. Ef dúkur var illa ofinn skyldi festa hann upp á staur á almannafæri ásamt nafni framleiðandans. Ef framleiðandinn bætti ekki ráð sitt skyldi hann fá áminningu og ofanigjöf á fundi iðngildisins. Ef þetta stoðaði heldur ekki, þá skyldi binda sökudólginn við staurinn ásamt dúknum öðrum til viðvörunar. Á slíka lund ætl- aði Colbert að ala upp í þjóð sinni virðingu fyrir vinnunni. En Colbert var ekki síðttr um það hugað að vernda þessi óskabörn sín gegn erlendum iðn- aði. Iiolland var um þessar mundir eitt hið mesta verzlunar- og iðnaðarland álfunnar. Það átti um 15 þúsundir skipa, eða % alls heimsflotans. Frakkland átti ekki nema um 700 fleytur. Col- bert vildi ekki una þessu, og 1667 setti hann ný tollalög, sem í flestum efnum veittust að verzlun Hollendinga. Ilolland svaraði í sömu mynt, og nokkrum árum síðar breyttist tollstríð beggja landa í verzlunarstyrjöld. Colbert reyndi einnig að koma á betri skipan á tollakerfið í Frakklandi sjálfu. 1 þeim efnurn var allt í hinni mestu ringulreið á Frakklandi eins og í öðrum þjóðríkjum Evrópu, sem höfðu ekki enn velt af sér reiðing miðaldanna. Frakk- land var sundrað í óteljandi tollaumdæmi. Þótt landið allt lyti sameiginlegri stjórn að nafninu til, þá skorti mikið á að það væri atvinnuleg heild. Á öllum þjóðbrautum landsins og fljótum var urmull tollstöðva, er hækkuðu vöruverðið og lögðu hömlur á blóðrás. atvinnulífsins. Col- bert glímdi við þessar miðaldaleifar alla ævi, en féklc lítið að gert. Einni öld síðar, er franska stjórnarbyltingin batt enda á þessar atvinnulegu firrur, voru fljótstollarnir einir saman 1600 tals- ins. Colbert fékk aðeins samræmt tollakerfið lítilsháttar, en hann fékk ekki unnið bug á því. En Colbert reyndi á annan hátt að ýta undir innanlandsverzlun F'rakklands. Hann bætti sam- göngur Frakklands meira en nokkur annar mað- ur á síðari öldum. Hann lagði fleiri vegi um Frakkland en gert hafði verið síðan á dögum Rómverja og hann stóð að greftri hins mikla skipaskurðar í Suður-Frakklandi, sem tengir Biscajaflóa og Miðjarðarhaf. Skipaskurður þessi er eitt hið voldugasta minnismerki urn stórhug Colberts, og er án efa rnesta mannvirki 17. ald- ar í Evrópu. Colbert var yfirleitt lánsamari í verklegum framkvæmdum en í fjármála- og atvinnupólitík sinni. Hann reyndi að koma á sameiginlegum mæli og vog í landinu, hann reyndi einnig að setja á sameiginlega verzlunar- og atvinnulög- gjöf, en í öllu þessu fór hann halloka fyrir þjóð- félagsöflum, sem hann fékk ekki við ráðið. Og það er eitt af hinum hlálegu fyrirbrigðum sög- unnar, að franska stjórnarbyltingin, sem boð- aði óskorað atvinnufrelsi og hafnaði afskiptum ríkisins af atvinnu manna, framkvæmdi flestar þær hugsjónir, er Colbert hafði unnið að. — Franska byltingin gerði landið að atvinnulegri heild, sem Colbert hafði barizt fyrir, en ekki tek- izt. I þessu efni mættust því formælendur frjáls- hyggjunnar í atvinnumálum og hinn harðhenti konungsþjónn ríkisvaldsins og hins franska ein- veldis. Sverrir Kristjánsson. FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.