Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 4
próf. B. M. Ölsen fór með Caine að hellinum og fannst honum mikið til um. Nokkrir af hinum ungu göngugörpum stofn- uðu félag með sér og nefndu það „Hvatur“. Mun Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður í Vísi hafa verið einn aðalmaðurinn ásamt Helga Jónas- syni frá Brennu. Ég var aldrei í þessu félagi, en var þó oft með þeim félögum. Skammt frá Hafnarfirði er Hvatshellir, sem við félagið er kenndur. Man ég eftir, að er ég kom þar eitt sinn, stóð nafnið Hvatshellir letrað með bronse- stöfum á einn vegginn. Af hinum fyrri gönguferðum, sem ég tók þátt í, eru mér sérstaklega minnisstæðar tvær ferðir. I annað skiptið var það, að við Helgi og Einar bróðir minn gengum í Þjórsárdal. Það þótti hálfgerð býsn, að við skyldum leggja út í þessa ferð, því að Þjórsárdalur þótti mönnum mjög fjarlægur. Þegar við kcmum að bæ einum á leið- inrd, mælti gamall bóndi þannig til okkar í með- aumkvunartón: „Eigið þið nú ekki aura fyrir hestum, strákagreyin“„ Hann hélt að það hlyti að stafa af fátækt að við værum gangandi í stað þess að þeysa á hestum. Við vorum hálfan mán- uð alls í þessari ferð. Við fórum nokkuð um Þjórsárdal, en eftir að við höfðum skoðað okk- ur um, fórum við upp úr dalnum yfir Kónga- vörður og niður að Brúarhlöðum við Hvítá. Síðan fórum við upp með Hvítá að Gullfossi, þaðan að Geysi og síðan í Laugardalinn og það- an til Þingvalla. Hin ferðin, sem mér er minnisstæð, er Skjald- breiðarferð 1911. Þeir Indriði Einarsson rithöf- og sra. Jens Pálsson í Görðum, höfðu gengið á Skjaldbreið um 20 árum áður. Indriði var annálaður léttleikamaður og göngugarpur. Son- ur hans Einar Viðar var í Skjaidbreiðarferðinni auk Helga Jónssonar frá Brennu og mín. Á Þing- völlum þótti það hálfgert óráð að fara gangandi alla þessa leið. Indriði og séra Jens höfðu farið á hestum að fjallinu og frá, en það varð úr, að við veðjuðum um það í Valhöll, að við skyldum komast fram og til baka á 12 klukkustundum hestalausir. Við gerðum þetta og gekk vel. — Langar þóttu okkur og margar brekkurnar upp Skjaldbreið. Okkur fannst þær aldrei ætla að taka enda, en útsýnið, sem tó kvið þegar við komum upp, var dásamlegt. Þó að ég nefni ekki fleiri ferðir, er það ekki Sæluhús á fjöllum. vegna þess, að ekki væri oft lagt land undir fót. Við félagarnir fórum í marga ánægjulega fero og ógleymanlega. Þessar ferðir okkar félaga og ferðir ann- ara, sem á þessum tima gengu um fjöll og firn- indi, sýndu að fólkið var að vakna til vitundar um, hve heiðaloftið er dýrmæt heilsulind og gönguferðir um bygðir og óbyggðir fróðlegar og skemmtilegar. Svo hefir sagan haldið áfram. Ferðafélag íslands var stofnað og skipulagði slíkar ferðir, svo sem kunnugt er. Á seinni ár- um hefir verið farið í margar hópferðir. Sem dæmi nefni ég, er félagar úr Iþróttafélagi Reykjavíkur fóru gangandi frá Akureyri til Reykjavíkur 1923, en þeirri ferð hefir verið lýst á prenti og hirði ég því ekki um að rekja hana nánar hér í blaðinu. Það er gott til þess að vita, að það voru fyrst og fremst ungir verzlunar- og skrifstofumenn, sm hófu gönguferðir um Suðurland fyrir rös>' um 30 árum. Nú er þetta orðin almenn íþrótt karla og kvenna. Nú er sumsstaðar í blöðum og ritum farið að tala um að ísland hafi sennilega aldrei átt þróttmeiri og glæsilegri æskulýð en' nú og nefna menn í því sambandi afrek sjó- manna okkar og annarra þeirra Islendinga, sem við erfiðleika kljást, til lands og sjávar. Ég held að þetta sé alveg rétt. Islenzk æska er nú glæsilegri en fyr og ég held að ein helzta ástæð- an sé sú, að fólkið hefir meira notið náttúru og fegurðar landsins en nokkru sinni fyr, en það er víst, að íslenzk náttúra er hörð en heilsusam- leg. — Það er útivistin og íþróttirnar, sem styrkir alla bezt. 4 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.