Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 19
síðum, og nota síðan Aðurnefnda fiskkassa-planka og negla þá hvern utan yfir annan framan á skips- stefnið með tjörguðum striga milli laganna, og hætti eigi við fyr en stefnið var orðið fullbreitt. Meðan á þessari viðgerð stóð, sá ég að lekinn minnkaði með hverju flóði, og þóttist af þvi mega ráða að cigi væru fleiri göt á skipinu. Um miðja vikuna frétti ég að „Grána" væri komin til Seyðisfjarðar. Fékk ég þá mann á Fáskrúðsfirði til að bregða við og fara með bréf til Gránu-Petersens, þar scm ég l)að hann að koma suður á Fáskrúðs fjörð og búa út segl og reiða á skonnortunni. Petei sen varö við þessum tilmælum og hélt til Fáskrúðs- fjarðar á báti með mörmum sínum. Kom hann þang að á laugardagsmorgun. Var skipinu nú kornið á flot með flóðinu og reyndist það pottþétt. Verkfæri hafði ég ekki önnur við aðgerðina en sög. skaröxi og „kalfakt“-járn til að þétta skipið með. Ilafði ég fengið þotta að láni, en auk þess hafði ég nafai' sem ég smíðaði sjálfur. Við þetta vcrk koin mér það í góðar þarfir, að ég hafði áður fyr fcngist við þilskipasmíði við Eyja- fjörð. Alla vikuna fór ég ekki úr fötum, lagðist aldrei fyrir né sofnaði, en fann þó hvorki tii þreytu nó svefns. Á sunnudagsmorgun var blíðalogn og sólskin, og þegai- ég sá skipið fljóta þarna í blíðviðrinu og langt var komið að koma fyrir seglum, þá fór að draga úr mér, ætlaði ég heim á bæ til að sofa, en á heimleiðinni sofnaði ég standandi þrem sinnum á rennisléttu túninu. jlegar heim kom á bæinn, lagðist ég til svefns og svaf mestallan sunnudaginn og mánu- dagsnóttina. A mánudag fékk ég mér hesta og liélt til Eskifjarð- ar. Á leiðinni þangað kom ég við á Kolfreyjustað hjá séra Hákoni Espólín. — Vildi prestur endilega að ég kæmi inn og þæði hjá lionum kaffi, og varð það úr. Var prestur mjög ræðinn og skemmtilegur, svo að tíminn leið fljótt, en eftir hálfa aðra klukku- stund var hvorki konan né kaffið komið og beið ég þá ekki lcngur, fór af stað kaffilaus og hélt yfir Staðarskarð og inn Reyðarfjarðarbygð allt að Eyi i. F.n þessi bið á Kolfreyjustað varð mér bagaleg, því að Eyri kom óg ekki fyrr en eftir háttatíma, og varð að vekja upp til þess að fá mig fluttan yfir fjörðinn til Eskifjarðarkaupstaðar. Var þá komin á köld næturgola utan fjörðinn, og var mér kalt þar sem ég sat á þóftunni og stýrði bátnum; bað ég róðrarmennina að lofa mér að róa, svo að mér hitn- aði, en það vildu þeir ekki, að ég færi að róa. þegar ég kom til veitingahússins á Eskifirði, var kominn í mig kölduhrollur, og um nóttina vaknaði ég upp með liitásótt og taksting. Morguninn eftir kom Zeuthen læknir tii mín og sagði hann, að ég Iiefði tekið lungnabólgu og mætti ég ekki róta mér þann dag. I þessum svifum kom til mín sendimaður frá Sig- urði -lónssyni verzlunarstjóra Gránufélagsins á Vest- dalseyri. I-Iafði sendimaður meðferðis bréf frá Sig- urði, þess efnis að komið sé lil Seyðisfjarðar vcstur- faraskip og muni fara með því vestur um liaf á ann- FRJÁLS VERZLUN að hundrað manns úr verzlunarumdæminu. Meðal þein-a muni vera ýmsir sem ætli sér að hlaupast (il Vesturheims með óborgaðar skuldir við Gránufélags- voi'zlunina. Biður Sigurður mig að lircgða við hið fyrsta og koma sér til aðstoðar. F.g læt nú kalla á Guðmund fylgdarmann minn. Hafði hann beðið á Eskifirði með hestana allan tím- ann, meðan ég var á Fáskrúðsfirði. Spurði ég hann um hestana og segir hann að þeir séu þar upp í brekkunum. Segi ég honum að taka hestana svo lítið beri á og leggja lmakk minn á bezta liestinn, á bak við liúsið. Meðan A því stóð, fór ég að klæða mig. þegar Guð- mundur kom aftur og sagði að lagt væri á og allt búið til ferðar, sendi ég hann til veitingamannsins til þess að borga næturgreiðann, en fór sjálfur út til hestanna. Einmitt þegar ég er ;tð stíga í ístaðið, ber þar að Zeuthen lækni. Spyr hann mig fyrst, liyort ég sé vit- laus. Eg tók því fjarri, cn sagði að mér lægi mjög A að komast til Seyðisfjarðar, ef unnt væri. „þú kemst þangað aldrei", sagði Zeuthen, „þú verður að snúa aftur einlivcrs staðar liérna frammi í hlíðinni. „Jæja“, sagði ég, „ég reyni hve langt ég kemst og sný aftur þegar ég kemst ekki lengra". Gömul staksteinótt gata lá frá bænum fram að þjóðveginum. Var takið svo slæmt, meðan ég fór eftir henni, að í hvert sinn sem hesturinn skriplaði á steinunum, varð ég að stinga fingrunum sem fast- ast í síðuna, þar sem takstingurinn var. En þcgai' kom á þjóðveginn dansaði klárinn upp brekkurnar og fór þá svo, að þegar komið var upp á heiðarbrún- ina, var takið horfið og beinverkirnir. Ég hafði þrjá hesta til reiðar, skipti um hesta á hverjum klukku- tíma og fói' ærið hart yfir. Lögðum við af stað frá Eskifirði kl. 11 Ardegis og komum til Seyðisfjarðar kl. 6 síðdegis og höfðum þannig farið leiðina yfir Eskifjarðarheiði og Fjarðarheiði á sjö klukkustund- um. Þegar til Seyðisfjarðar kom, fór ég A fund Einars Thorlaciusar sýslumanns og tók hann með mér út á Vestdalseyri. Ilittum við nú Sigurð verzlunarstjóra og bað ég hann að ná í þá vesturfara, sem ætluðu að tráss ast við að borga Gránufélaginu skuldir sínar. Gerði hann það og þcgar þeir komu, hótaði ég þeim því að ég léti sýslumann kyrsetja þá, ef þcir borguðu ekki. Og varð þá sá endir á, að þeir borguðu allir og fóru svo með skipinu um nóttina. Na'st dag var ég orðinn heill lieilsu. Kom þá Peter- sen með skipið frá Fáskrúðsfirði til Seyðisfjarður. Var skipið skírt „Rósa“. Tveim dögum síðar sigldi Petersen með skipið til Rudköbing A Langalandi til viðgerðar. — Skip þetta hefir verið eitt hið fai'sælusta og bezta siglingaskip sem verið hefir í ferðum milli Islands og Danmerk- ur. Sigldi það fyrir Gránufélagið, meðan það starf- aði og er enn (1917) í förum milli Islands og Dan- merkur. Ekki reiknaði ég Gránufclaginu þetta starf mittj kaupin og viðgerðina. Félagið fékk skipið með upp- 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.