Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 29
Brasilíu. þegar hann var svo kominn út á rúmsjó tók hann þrjú þúsund gúmmíplöntur út úr dýra- l)elgjum sínum. En slíkar plöntur eru viðkvæmar verur. JJcgar Farris kom til Englands voru þær allar orðnar að kolsvörtum graut. Aðeins sex plöntur lifðu. Bretar eru seigir og láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. þegar svo illa tókst fyrir Farris tók AVick- ham sjálfur upp bardagann. Hann stofnaði nýja gróðrarstöð á afskekktu sva'ði, þar sem hvítir menn ferðast litt um. En plönturnar og fræin af hinuin ungu trjám eru viðkvæm og þola illa allt volk og hitabreytingar. Frá gróðrarstöðinni til hafnarinnar í Para var þriggja vikna ferð með fljótabátnum. En þá komu Liverpool-mennirnir til hjálpar og stofnuðu skipafélagið Iinan, sem túk að sér ferðir á fljótum Brasilíu, og að nokkrum tíma liðnum kom skipið Amazonas til staðar nærri gróðurstöð Wickhams. Og skipið kom einmitt á þeim tíma þegar gúmmí- plönturnar voru í beztum vexti. Wickham leitaði um skógana dag og nótt að hin- um beztu trjám til að fá sem bezt fræ. J)au voru svo flutt til afskckkts Indíánabæjar og búið um þau í bananablöðum og þessir pakkar síðan bundnir sam- an í stórar ldyfjar. Nú hófst æsandi kapphlaup við tímann. Fyrst varð að flytja þennan farangur um langan veg til skipsins og síðan með því um 2000 km. langan veg, en skipið var gamalt og fullt af rott- um og óþverra. Skipið var alltaf í stöðugri hættu fyrir sandrifum í ánni og rotturnar nöguðu banan- blöðin án afláts. Svo var það Para og tollskoðunin. það var ekki neinn smáræðis „spenningur" í Wickham livort takast mundi að koma hinum 70 þúsund fræ- um úr landi. En hann hafði undirbúið smygl sitt í mörg ár og þótzt vcra að safna lyktar- og litsterk- um blómum til útflutnings. Tollverðirnir kærðu sig ekkert um að skoða mjög nákvæmalega þessar ólögu- legu bananaklyfjar og allt gekk vel. þar við bættist að Wickham liélt stórveizlu og kampavínið flaut í stríðum straumum. Skipverjar á Amozenas þurftu ekki að grípa til vopna eins og þeir höfðu þó ætlað sér, cf í hart færi. En þótt hinn dýrmæti farmur væri sloppinn út úr Brasilíu var þó bardaginn ekki unninn þar mcð. Vikur liðu í angist og ótta. I Kew Gardens var allt undirhúið undir móttökuna og gróðurhús tæmd til að taka við hinum nýju gestum. Skipið skreið áfram yfir hafið og alltaí fúlnaði og fúlnaði meira og meira af farminum. þeg- ar til Le Havre kom fór Wickham af skipinu og fór til Parísar og þaðan til London. Sérstök járnbrautar- lest var fengin til að fara til Liverpool, og 10 mínút- um eftir að Amazonas kom í höfn var farmurinn kominn á lcið til Kew Gardens. Sir .Toseph Hooker og aðstoðarmenn hans sváfu ekki vel í júlímánuði 1876. Hve mikið skyldi nú spíra af hinum dýrmætu fræum? Tólf dögum eftir að þeim var sáð skaut fyrstu frjóöngunum upp og brátt voru grænar spírur koninar í fallegum röðum upp úr moldinni. það var farið með þessa anga bet- ur en kóngabörn, en þrátt fyrir það týndu þeir töl- unni. Óþekktir sjúkdómar sóttu á plönturnar. Hooker sat mánuðum sainari yfir smásjánni og gruflaði. Hann gei'ði tilraunir með breytingu á hita, loftraka og gróðrarmold. Og loks var sigurinn unninn: 1100 svolítil tré lifðu og urðu stærri og sterkari með hverj- um degi. Svo hófst ný barátta við tíma, loftslag og stórsjói. Wickham flutti plöntur sínar lil Ceylon. Ekki grun- aði nokkurn mann i Bi'asilíu hvernig komið var. Ekrueigendurnir neyttu einokunar sinnar svo sem framast þeir gátu og hækkuðu verðið jafnt og þétt, eins og þeir gátu. En á sama tima var gúmmí-veldi Englcndinga grundvallað á hinni fjarlægu Ceylon-ey. Meðan Indíánar voru svipum barðir til dauða i Putumayo og blóðið rann í stríðum straumum í gúmmíhéruðum Kongó, uxu gúmmítré Wickliams jafnt og þétt. .Turtafræðingar, efnafræðingar og sljórnmálamenn unnu nú að því að ræktaða gúmmí- ið gæti rutt blóð-gúmmíinu burtu. Frá Ccylon fluttust gúmmí-trén til Malakkaskaga. Singapore varð að krossgötum austursins. Kátsjúkið brcytti frumskógasvaiðunum, þar sem tigrisdýr rifu í sig hina hjátrúarfullu Malaja, í auð- ugasta land Bretaveldis. í byrjun 20. aldar var aðeins (il villikátsjúk, 50.000 af þeim 54.000 smálestum, sem framleiddar voru í heiminum, komu frá Brazilíu og liitt frá Kongólandinu. En 1907 komu í fyrsta sinn 6000 smálestir af ræktuðu kátsjúki á markaðinn. Af- leiðingin varð óstjórnlegt felmtur. Verðlagið hrapaði niður úr ölu valdi. Heil tylft braskara skaut sig. En þetta verðhrun, sem framkallað var af vísindalegum framförurri og skipulagningu, bjargaði milljónum mannslífa. þrátt fyrir öll diplomatisk mótmæli, þrátt fyrir bækur, fyrirlestra og uppljóstanir hafði morð- nnum í Putumayo og Iíongó haldið áfram í tuttugu ár. Hin tryllta eftirsókn eftir frumskógagúmmíi leiddi af sér tortímingu íbúanna á bökkum stærsfa fljóts Afríku, þrátt fyrir öll mótmæli: á því svæði, þar sern húið höfðu 40 miljónir svertingja á dögum Stanleys. voru ekki eftir nema 16 miljónir við talninguna 1911. Síðan kom gúmmíhrunið. þegar verðbréfin, sem Leo- pold konungur hafði gefið, féllu úr 1000 pundum niður í fáeina skildinga, sáu riiútuþegarnir að sér. Jfegar hagnýting villikátsjúksins var naumast orðin arðbær lengur, þegar hvarvetna var spurt eftir rækt- uðu kátsjúki, sem bæði var hreinna og betra, kast- aði Belgía eign sinni á Kongóríkið 1908, gerði þetta víðáttumikla land að nýíendu. Var nú loks hafizt handa um róttækar umbætur. Líf gúmmísafnaranna er reyndar ekki orðin nein paradísarævi, en tortím- ing heilla þjóðflokka á sér að minnsta kosti ekki lengur stað. Ræktað kátsjúk er komið í stað villi- kátsjúks, ræktun í stað rányrkju. Hinar 6000 smál. af ræktuðu kátsjúki, sem framleiddar voru 1907, voru orðnar að 71.000 smál. 1914, 317.000 smál. 1920, 850.000 smál. 1929. Hlutdeild Braziliu í þessari framleiðslu féll úr 80% niður í 3%. Nú er svo komið, að villi- kátsjúkið í Afríku og Suður-Ameriku skiptir ekki máli lengur. Einokun „blóðgúmmísins“ var brotin á bak aftur og stórt skref stigið fram á við. Meira. FRJALS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.