Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.03.1942, Blaðsíða 5
Rostoy CYRIL FALLS H ERN AÐARSÉRFRÆÐl NGU R TIMESs LJtlitið í Rússlandi Munurinn á mótstöðuþoli Rússa nú og í síð- ustu styrjöld er mikill. Þá stóðu Þjóðverjar á bak við hina sundurleitu heri Austurríkis og Ungverjalands, sem börðust í Austurvegi og þó náðu þýzkir herir því að vinna mikla sigra á Rússum og höfðu Þjóðverjar þó fyrir öðrum vígstöðvum að sjá í vestri. 1 yfirstandandi styrjöld hafa Þjóðverjar snú- ið öllu sínu mikla afli gegn Rússum, og hafa að mestu ekki þurft um aðrar vígstöðvar að hugsa á meðan. — I meira en átta mánuði hef- ir styrjöldin við Rússa staðið og þó hafa Þjóð- verjar ekki unnið úrslitasigur. Þjóðverjar hafa þó notið stuðnings herja frá fimm eða sex lönd- um og nú virðast þeir vera að reyna að fá þenn- an stuðning aukinn. Það er glöggt, að hjá Rússum er nú um að ræða betri vopn og herstjórn, betri framleiðslu og betri aga en 1914—18, og væri þó synd að segja að Rússar væru ekki seigir og þolgóðir þá. Rússar eru því hættulegri óvinir nú en þá, en enginn skyldi halda að Þjóðverjar sjái þaö ekki. Keitel marskálkur hefir nýlega verið í Budapest til að fá Ungverja til að senda öfl- ugri liðskosti. Það er mjög sennilegt, að í vor muni 30 herdeildir (divisionir) úr öðrum lönd- Evrópu berjast með Þjóðverjum. Sá möguleiki er fyrir hendi, að Búlgaría bætist í hópinn, en líklegra er þó að svo yrði fyrst, ef styrjöld brytist út við Tyrkland. Hér við bætist svo, að Þjóðverjar bjóða út afar miklu liði heima fyrir til að fylla upp í skörðin, sem orðin eru. Menn athugi, að 1917, þegar álitið var að Þjóðverjar FRJÁLS VERZLTJN væru í mannahraki, tókst þeim enn að senda nýjar herdeildir út á vígvöllinn. Það væri mjög mikil villa að halda, að hinar nýju herdeildir Þjóðverja verði ekki vel útbúnar og hermenn- irnir hraustir. Þýzkú sveitamennirnir, sem hingað til hafa verið á ökrunum, verða nú marg- ir hverjir teknir í herinn og Pólverjar og ítalir og ýmsir slíkir látnir koma í þeirra stað. Menn úr öllum löndum Evrópu vinna nú í þýzkum verksmiðjum og vafalaust verður aukið við þennan hóp, þótt líklegt sé að flestir útlend- ingarnir verði látnir vinna landbúnaðarvinnu. Það er talið að nú séu 2.500.000 erlendir verka- menn í Þýzkalandi. Verkflokkar þeir, sem hinn nýlátni dr. Todt myndaði, nota einnig mikið af erlendu vinnuafli. Það er ekki svo að skilja að þetta komi Þjóðverjum að fullu gagni. Land- búnaðurinn græðir auðvitað ekki á því að skifta á þýzku verkafólki og fá pólskt og ítalskt í stað- inn. Framleiðslan minnkar og versnar. Verk- smiðjur Tékka og Frakka vinna nú nótt með degi að hergagnaframleiðslu fyrir Þjóðverja. En þótt gengið hafi á ýmsu um gagnið af hin- um erlendu liðssveitum til vinnu og bardaga, er þó víst að Þjóðverjum er að þeim mikill stuðn- ingur og að þarna er um að ræða verulega hættu fyrir Rússa. Þegar á þetta er litið, er von þótt mönnum þyki ekki horfa með öllu vænlega fyrir Rúss- um, þrátt fyrir það þótt þeir hafi staðið hraust- lega á móti hingað til. í fréttum hefir verið getið um að Rússar hafi umkringt mikinn þýzk-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.