Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 3
kvæði um það, hvort fella skyldi úr gildi dansk- íslenzka sambandslaga-samninginn frá 1918, og hvort stjórnarskrá sú fyrir lýðveldið Island, sem Alþingi hafði samþykkt, skyldi gild vera. Kjörsókn var svo mikil að dæmafátt mun vera, bæði hér á landi og erlendis. Atkvæði féllu á þá lund, að ekki varð í efa dregið hver vilji Is- lendinga var um bæði framannefnd atriði. Það var vitað, þótt nokkur ágreiningur væri um það atriði, að 17. júní myndi verða valinn gildistökudagur lýðveldisstjórnarskrárinnar. Endanlega var þetta þó ekki ákveðið fyrr en á fundi í sameinuðu Alþingi 16. júní. Á þeim sama fundi, ályktaði Alþingi einnig, í samræmi við forsögu og meðferð málsins, að niður skyldi fallinn dansk-íslenzki sambandslaga samningur- inn frá 1918. Meö þessari ályktun var endan- lega loki'ö því sambandi Islendinga viö erlendar þjóöir, sem hófst áriö 1262. Þessi fundur Al- þingis verður einn hinn sögulegasti, sem nokk- urntíma hefur verið haldinn. Eins og áður segir, var það nokkurnveginu fullvíst, að 17. júní yrði gildistökudagur lýð- veldisstjórnarskrárinnar, þ. e. þann dag skyldi stofnaö lýöveldi á íslandi. í höfuðstað landsins, kaupstöðum, kauptún- um, héruðum og einstökum sveitum, var hafist handa um undirbúning til þess að fagna degin- um, fæðingardegi þjóðskörungsins Jóns Sig- urðssonar — og stofndegi hins íslenzka lýðveld- is. Sú vinna og það fé sem einstaklingar, félög og hið opinbera inntu af höndum í þessu skyni, verður hvorki mælt né talið. En þegar 17. júní rann upp, má segja að allt hafi skartað á Is- landi, það er mannlegur máttur réði við. En ís- lenzk náttúra er bellin. Allir landshlutar áttu ekki blíðviðri að fagna, og svo var bæði um höf- uðstað landsins og höfuðstað dagsins — Þing- velli við Öxará. Þar skiptust á rosatætingur og skúrir, loft var þrútið og hvergi skýjaskil. Það verður að vísu ekki neitt um það fullyrt, hvern- ig hátíðin hefði orðið, ef veðrið hefði verið ákjósanlegt. En að því er bezt varð séð hafði veðrið furðanlega lítil áhrif á hátíðaskap og hrifningu almennings á Þingvöllum. Það var eins og innri ylur bætti upp það, sem á skorti hið ytra. íslendingar á Þingvöllum 17. júní, virt- ust ráðnir í því, að vera í sólskinsskapi — í rigningu. III. Hátíðahöldin hófust í Rvík kl. 9 hinn 17. júní með því, að forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, lagði blómsveig á fótstall styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, og flutti stutt á- varp. Viðstaddir voru: ríkisstjóri, alþingis- FRJÁLS VERZLUN menn, ríkisstjórn og sendimenn erlendra ríkja. Var athöfn þessi látlaus og virðuleg. Viö styttu Jóns SigurÖssonar 17. júní 19UU. Næsti þáttur hátíðahaldanna fór fram að Lögbergi á Þingvelli við Öxará. Þar hafði Al- þingi verið stefnt saman til fundar, og gengu alþingismenn og ríkisstjórn til Lögbergs kl. 13.15, en ríkisstjóri Islands og biskup gengu í fararbroddi. Björn Þórðarson, forsætisráð herra, setti hátíðina, en biskupinn, herra Sigur- geir Sigurðsson, flutti stutta ræðu. Voru sálm- ar sungnir á undan og eftir. Á Lögbergi hafði verið komið fyrir pöllum fyrir þingmenn, ríkisstjórn, erlenda sendi- menn og fleiri. I brekkunni neðan við pallana, báðum megin og aftan við þá og í Almannagjá, safnaðist mikill mannfjöldi. Er þess til getið að þarna hafi verið um 25 þúsund manns, eða einn fimmti hluti allra íslendinga, og má nærri einstakt heita, þegar litið er á aðstæður. Kl. 13.55 sló forseti sameinaðs Alþingis í bjöllu, og sagði fund settan í sameinuðu Al- þingi. Skýrði hann frá verkefni fundarins í fá- um orðum, og lýsti síöan gildistöku hinnar nýju stjórnarskrár og stofnun lýöveldis á íslandi. Þá var hringt kirkj uklukkum, en síðan var þögn í tvær mínútur og lauk þessari sögulegu athöfn með því, að sunginn var þjóðsöngurinn. Þessum þætti hátíðarinnar var útvarpað, og munu menn um land allt hafa fylgzt með því sem gerðist. Þetta var og sá þáttur hátíðarinn- ar, sem hreif hugi allra, sem á horfðu og hlýddu, hvað sem öllu öðru leið. Hafi íslenska þjóðin nokkru sinni verið samstillt heild, þá var það á þessari stundu. En mörgum manni mun hafa verið undarlegt innanbrjósts, þegar hann leit yfir þennan litla hóp á fornhelgum stað kaldrar eyju í norður- höfum. Hóp, sem einstæðingslegur og um- komulaus í hinu blakka og tröllslega umhverfi 8

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.