Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 25
Thomas Johnson, er fyrstur var ráðherra í Kanadastjórn allra norrænna manna. Séra Benedikt Kristjánsson í Múla var fædd- ur 16. marz 1824. Hann var fyrst aðstoðarprest- ur í Múla 1851—’55, en gerist þegar á þeim ár- um einn af forystumönnum í verzlunarsamtök- um sýslunga sinna. Er um þessar mundir stofn- að samband með búnaðarfélögunum í sýslunni og voru verzlunarmálin einn þáttur í þeim fé- lagsskap. Samdi séra Benedikt lög þessa bún- aðarsambands, ásamt þeim mági sínum, Jóni á Lundarbrekku og Sigurði bónda Guðnasyni á Ljósavatni, sem mikið kemur við sögu fyrstu verzlunarsamtaka bænda í Þingeyjarsýslu. Næstu fimm árin er séra Benedikt prestur að Görðum á Akranesi og Hvammi í Norðurárdal. EN 1860 er hann skipaður prestur í Múla og gegnir því embætti nálega þrjá tugi ára (fékk lausn 1889). Flutti hann þá til Reykjavíkur og andaðist þar 6. des. 1893. Hann var 1. þingmaður Þingeyinga 1875—79, þm. Norður-Þingeyinga 1881—85, aftur þm. S,- Þing. 1886 (er Jón á Gautlöndum bauð sig fram í Eyjafirði) til 1891, og loks þingmaður Mýra- manna 1893. Hann var forseti sameinaðs þings 1889 og forseti neðri deildar 1889—91. Benedikt Jónsson á Auðnum var rúmlega hálffertugur að aldri, þegar Kaupfélag Þing- eyinga var stofnað (f. 28. jan. 1846). Engu að síður átti félagið eftir að njóta starfskrafta hans á .einn og annan hátt, hart nær sex áratugi, því Benedikt varð fjörgamall, 93 ára (d. 1. febr. 1939). Benedikt á Auðnum var svo ákafur starfs- maður, að honum féll aldrei verk úr hendi. Hann reis úr rekkju fyrir allar aldir, kynnti sér FRJÁLS VERZLUN allt, sem til náðist um félagsmál og var sífræð- andi um þau efni. Þegar fram liðu stundir varð hann einhver mesti áhrifamaður innan kaup- félaganna. Hann sá í þessum samtökum annað og meira en hversdaglega sjálfbjargarviðleitni. Samvinnan verður honum hugsjón, lífskoðun, trúarbrögð. Hún á að leysa öll vandamál þjóð- félagsins. Hann var í rauninni spámaður sam- vinnustefnunnar, en spámenn verða þeir einir, sem andheitir eru og einlægir trúmenn á mál- ' að sinn. Hitt er annað mál, að slíkum mönnum hættir stundum við að einblína svo á réttmæti kenninga sinna, að þeir geta ekki annað séð en þeir, sem ekki eiga með þeim fulla samleið, séu á rangri leið. En margar leiðir liggja til Róm. I frjálsu þjóðfélagi er borgurunum í sjálfs- vald sett, hverja leiðina þeir kjósa. Og af því að allir eiga það sameiginlegt að vilja komast klakklaust í áfanga, fer að jafnaði vel á því að þeir velji sér sjálfir leið. Hugtakið frjáls verzl- un, felur það í sér, að menn geti skipt þar sem þeim þykir bezt henta, hvort sem það er við kaupfélag eða kaupmann. Frá sjónarmiði al- mennings fer bezt á því að kaupmenn og kaup- félög starfi jöfnum höndum, og veiti gagnkvæmt aðhald um að vanda sem bezt allt sitt ráð. Benedikt á Auðnum var eldheitur áhugamað- ur og heill í starfi að hverju sem hann gekk. Hann stofnaði meðal annars sýslubókasafn Þingeyinga, valdi því bækur og veitti því for- stöðu, meðan honum entist aldur til. Mun hann jafnan verða talinn einhver mesti menningar- frömuður sinnar samtíðar í héraði sínu. Pétur Jónsson á Gautlöndum var sonur Jóns Sigurðssonar, er frá var sagt hér að framan. Hann var fæddur á Gautlöndum 28. ágúst 1858. 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.