Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 37
Gústav Cassel, prófessori Atvinnumálaviðfangsefnin Meðan þjóðarbúskapur er rekinn með stöð- ugum, jöfnum framförum, svarar framleiðsla raunverulegra verðmæta til þess, sem hægt væri að kaupa fyrir samanlagt sparifé, er safnast hefur á sama tíma. Þetta jafnvægi raskast, ef myndun nýrra verðmæta, eða það, sem kaup- sýslumaðurinn kallar rekstursfé, kemst að sam- anlögðu í ósamræmi við spariféð. Það kemur fyrir að rekstursfé er á tímabili hærra en spari- féð. Það stafar þá af nýju og tilbúnu fjár- magni,sem veldur síðan aukningu á almennri kaupgetu og verðbólgan hefst. Þetta eru venju- leg einkenni verðlagshækkunar. Ef rekstursfé, er hinsvegar um tíma lægra en spariféð, takmarkast gjaldeyrisforðinn, kaupmáttur þverr og verðlagslækkun skellur yfir með tilheyrandi almennu atvinnuleysi. Hvernig ráða á bót á þessu erfiða þjóðfélags- vanamáli, hlýtur auðvitað að ver aundir því komið hverjar orsakirnar eru, sem valda jafn- vægisskorti milli veltufjármagns og sparifjár- söfnunar. Þeir, sem vilja rannsaka og vinna á móti truflunum af þessu tagi, verða fyrst að gefa því gætur, að spariféð er ólíkt ábyggilegri þáttur í þjóðarbúskapnum. Orsakanna að jafnvæg- isskorti milli sparifjársöfnunar og veltufjár- magns, verður þá fyrst og fremst að leita á veltufjárhliðina. Gagnstætt þessu hefur nú í seinni tíð brytt á tilraunum til, að haga sparn- aðinum eftir breytileik veltufjármagnsins, þannig, að rninnka sparnaðinn þegar veltuféð lækkar. Það er aðeins hægt að skoða slíkar til- raunir sem mjög bágborin misgrip á múgsál- fræði. Sparsemishvötin er árangur af mörg þúsund ára uppeldi og í innsta eðli sínu mikils- in varð sú, að í stað útþenslu kom stöðvun í at- vinnu og viðskipti, en um samdrátt í viðskipta- lífinu sem heild var ekki að ræða frá því, sem orðið var á árinu 1942“. Síðar segir að telja megi að þjóðfélaginu hafi bætzt mikil ný raunveruleg verðmæti á árinu, ,,en tiltölulega lítill hluti þeirra voru eiginleg framleiðslutæki. Sama er að segja um þá fjár- festingu, sem átti sér stað þrjú stríðsárin á undan“. Innganginum lýkur með þessum orðum: „Að öllu samanlögðu má segja að afkoma þjóðarbúskaparins á síðastliðnu ári hafi verið mjög góð og betri en við er að búast á þeim tímum, sem nú eru“. Það er eftirtektarvert að talað er um stöðv- un í atvinnu og viðskiptum á árinu 1948, frá því sem var, þó án þess að viðskiptalífið í heild hafi dregizt saman. Þá er það og ekki síður athygl- isvert að fjárfesting síðustu fjögurra ára hefur ekki nema að litlu leyti farið til nýrra fram- leiðslutækja. FRJÁLS VERZLUN I sjálfu sér þarf engu hér við að bæta. Hver sá, sem um málið hugsar, hlýtur að spyrja hverju fram muni vinda á næstunni. Hvað kem- ur eftir „stöðvunina", eins og hér er í pottinn búið? Samdráttur? Hvernig verður atvinnulíf þegar framleiðslutækin eru ónóg? Hvernig fer um viðskipti þegar kaupgeta minnkar vegna atvinnuleysis og skorts á framleiðslu? Þess er að vísu að gæta, að innstæður lands- manna í bönkum hafa aukizt síðastl. ár. Ef til vill bendir þetta til þess, að menn hugsi sér að bíða betri tíma með það að festa fé í fram- leiðslutækjum. Um það skal engum getum leitt, né yfirleitt nokkru spáð um framtíðina. Hitt er víst, að ástand það í fjármálum Islendinga, sem styrjöldin skapaði, er óðum að breytast. Hvort þeim breyttu aðstæðum verður mætt á viðeigandi hátt, er atriði sem framtíðin ein get- ur svarað til hlýtar, því að nú er hætt að fara eftir draumaráðningum um feitar kýr og magr- ar, jafnvel þótt einhvern dreymdi siíka drauma og fengi þá ráðna. 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.