Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 27
Hann fór snemma að láta almenn mál til sín taka. Árið 1884 stofnuðu nokkrir ungir menn í Þingeyjarsýslu „Þjóðlið Islendinga“ og var Pétur formaður þess. Þjóðliðið gerðist brátt athafnasamt um landsmál, styrkti tvö blöð, ann- að á Akureyri en hitt x Reykjavík og gekkst fyr- ir Þingvallafundi 1885. Pétur varð formaður Kaupfélags Þingeyinga að föður sínum látnum og gengdi því starfi, sem löngum var erfitt og umfangsmikið, samfellt í 30 ár. Hann var for- maður S. I. S. frá 1910—1920. Árið 1894 var hann kosinn þingmaður Suður- Þingeyinga og var uppfrá því þingmaður kjör- dæmisins. Hann var jafnan talinn í röð nýtustu þingmanna. Var hann löngum framsögumaður fjárlaganefndar. Hann sat í ýmsum milliþinga- nefndum. Árin 1920—22 var hann atvinnumála- ráðherra. Pétur á Gautlöndum var frábærlega sam- vizkusamur, athugull og sanngjarn, starfsmað- ur mesti, drenglyndur og tillagnagóður. Vin- sældir hans í héraði ogt raust sýslubúa á hon- um, má nokkuð af því marka, að hann var óslit- ið þingmaður kjördæmisins til dauðadags. Gerð- ust þó ýmsar greinir í stjórnmálum um hans daga, ekki sízt 1908, þegar kosið var um ,,upp- kastið“. Guldu heimastjórnarmenn mikið afhroð við þær kosningar, en Pétri varð ekki haggað. Á þingi átti hann vitanlega andstæðinga marga, en ekki óvini. Hann var virtur af öllum, jafn fylgismönnum sem öði’um. Hann skrifaði mikið, bæði í málgögn kaupfélaganna og landsmálablöð, einkum um samvinnumál, fjár- mál og landbúnaðarmál. Þótt hann ætti langan stjórnmálaferil að baki, kæmist til æðstu met- orða og lenti oft í hörðum sennum, reyndi eng- inn að varpa skugga á mannoi’ð hans. Hann dó í Reykjavík 20. jan. 1922. Var lík hans flutt norður og greftrað með mikilli viðhöfn í Skútu- staðakii’kjugarði. Jón Jónsson frá Múla. 1 grein, sem birtist í „Óðni“ í október 1911, segir svo um hann: „Hann er fæddur 23. apríl 1855 á Grænavatni, einum þessum yndislegu blettum í Mývatns- sveit, sem er svo sumai'fríð, að fáar eða engar munu sveitir á landi hér unaðslegri álitum á sólfögrum sumardegi, þótt hrjóstug sé. Faðir Jóns er skáldið Jón Hinriksson (f. 24./10. 1829, sem er enn á lífi, í föðurætt kom- inn af hinni alkunnu Hrólfsætt, í móðurætt af eyfirzku bændakyni*). Móðir hans, Friðrika, var dóttir Helga á Skútustöðum, sem mikill ætt- bálkur er frá kominn þar nyrðra (var þrígiftur og eignaðist um 20 börn), en móðir Friðriku var Helga Sigmundsdóttir, „kraftaskáldsins", þess er eitt sinxx kvað niður mývarginn með þessari einkennilegu, hjax’tnæmu bæn til flugna- höfðingjans: Af öllu lijurta eg þess bið andskotaim grátandi, að flugna’ óbjarta forhert lið fari í svarta helvítið. Fi’á Gi’ænavatni fluttist Jón tvævetur að Stöng í sömu sveit, og hafði faðir haixs byggt upp býlið; þar var hann í níu ár og missti á því tímabili móður sína, sem andaðist í desembei’- mánuði 1865; eirði þá faðir Jóixs eigi lengur þar og flutti sig búferlum að Litlustx’önd; þar b.jó haixn í 10 ár, en síðan fluttist Jón yngri að Hól- um í Eyjafii’ði, var þar í 3 ár og kvæntist þar Valgerði Jónsdóttur fi'á Reykjahlíð Jónssonar pi’ests Þorsteinssonar. Móðir frú Valgerðar var Kristbjöi’g, systir Kristjáns amtmanns og séra Benedikts Kristjánssonar frá Illugastöðum, bróður Bjarnar í Lundi. Frá Hólum fluttist Jón búferlum að Anxar- vatixi; tók þó aðeiixs hluta af jörðinni, enda eigi ái'ennilegt fyrir fátækaix mann að færast mikið í fang á þeiixx árunx (byi’jaði búskap vorið eftir „harða veturinn“). Á Ai’narvatni var Jón í 8 ár. Á hjúskaparárum hans þar, þeim síðustu, kynnt- ist sá, er þetta ritar, hoixunx og fann fljótlega, að í þeinx nxanni bjó nxiklu nxeira en vanalegur Þingeyingur. Árið 1887 fluttist Jón að Skútustöðum; var þar þó aðeins — ef ég íxxan rétt — eitt ár og flutti því næst að Reyk.junx í Reykjahverfi. Svo tók hann pi’estssetrið Múla til ábúðar, eftir 4 ára veru á Reykjunx í Reykjahverfi. Er það góð jörð og skemmtileg, eixda mun hoixum hafa liðið þar bezt í búskap síixunx og við þá jöi’ð ei’u haixix og hans síðan kenndir. Frá Múla fluttist Jón vorið 1899 austur á FEJÁLS VERZLUN ) Jón Hinriksson dó 20. febr. 1921 á 92. ári. 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.