Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 5
Hluti mannfjöldans í Fánabrekku 17. júní.
undir þungbúnum himni, réðist í það að
stofna sjálfstætt ríki, hið minnsta í heimi, á
sama tíma og mestur hluti jarðarinnar skelfur
af hergný og logar af heift og hatri. Og margur
mun hafa óskað að andi hinna beztu Islend-
inga, allt frá Ingólfi og Úlfljóti til Jóns Sig-
urðssonar og Hannesar Hafsteins, mætti halda
verndarhendi yfir þessum nýgræðingi í samfé-
lagi þjóðanna.
IV.
Þegar lýðveldisstjórnarskráin hafði gengið í
gildi, kaus Alþingi forseta íslands. Sveinn
Björnsson, ríkisstjóri, var kosinn forseti til
eins árs. Hinn nýkjörni forseti íslands vann eið
að stjórnarskránni, og flutti síðan ræðu. Þá
fluttu sendimenn erlendra ríkja ávörp og kveðj-
ur, en með því lauk þessum hluta hátíðahald-
anna. Síðar um daginn hófst nýr þáttur hátíð-
arinnar á „Völlunum“ svonefndu. Þar fluttu
ræður Alexander Jóhannesson, próf., formað-
ur þjóðhátíðarnefndar, prófessor Richard Beck,
FRJÁLS VERZLUN
forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi, fulltrúi Vestur-fslendinga í boði ríkis-
stjórnarinnar á hátíðinni, og Benedikt Sveins-
son, fyrrverandi alþingismaður og forseti neðri
deildar Alþingis. Brynjólfur Jóhannesson, leik-
ari, flutti hátíðarljóð Huldu, en Jóhannes úr
Kötlum hátíðarljóð sitt. Þjóðhátíðarkór Sam-
bands íslenzkra karlakóra söng, Pétur Jónsson
söng einsöng, lúðrasveit lék og Þjóðkórinn söng.
Þá voru og fimleikasýningar, en vegna veðurs
þó ekki eins og til var ætlast. Síðari hluta dags
tók mannfjöldinn að dreifast og fækka, og er
líða tók að óttu, var umferð orðin lítil, og Öxar-
árfoss farinn að slá hörpu sína, einráður í ríki
hinnar kyrrlátu júnínáttar.
V.
Hátíðahöldin héldu áfram í Reykjavík, og
raunar víða um land, hinn 18. júní. Veðrið var
mun léttara en daginn áður. Var og annar blær
yfir hátíðahöldunum síðari daginn, án þess þó
að veðrið ætti þar verulegan hlut að máli.