Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 9
kerfis, sem flytur afurðir þeirra ár eftir ár með föstu verði til samningsbundinna kaup- enda.“ „Reglubundið kerfi”, „fast verð“, „samnings- bundinn kaupandi" — þetta eru girnileg orða- tiltæki. En hvað þýða þau þegar til kastanna kemur, þegar um tilteknar raunhæfar fram- kvæmdir er að ræða? Eitthvert land á að kaupa uppskeru Balkanlandanna með föstu verði, hvað svo sem uppskerumagni annara landa líður. Hvaða land? Bersýnilega eitthvert „korninn- flutningslanda" Evrópu, og þá líklega annað- hvort Bretland eða Þýzkaland eða þá Italía, þar sem þetta eru helztu innflytjendur korns. En á Bretland að bindast samningum um að kaupa uppskeru Balkanlandanna um alla eilífð með „föstu verði“? Ef svo er, hvaða afstöðu eiga Bretar þá að taka til kornframleiðslu sam- veldislandanna, Kanada og Ás'tralíu, eða til kornræktarlands, sem kaupir brezkar iðnaðar- vörur, t. d. Argentínu? Eiga Bretar að bindast samningum um að kaupa með föstu verði til- tekið magn hveitis af hverju þeirra um sig? Og í því tilfelli, hvað á að ske, ef uppskera eins eða fleiri þessara landa nær hámarki, og þau sitja uppi með stórar birgðir, eftir að hinir samningsbundnu viðskiptavinir hafa tekið sinn skammt? Mundi ekki viturlegt undir þvílíkum kringumstæðum að lækka verðið, í þeirri von að koma af stað aukinni eftirspurn í einhverju landi? Verða framleiðendur ánægðir með „fasta verðið“, ef uppskerubrestur verður, og þeir þar af leiðandi bera í heild mikið minna úr býtum fyrirkorn sitt? Eða eiga það á hinn bóginn að vera Þýzka- land eða Ítalía, sem eiga að verða samnings- bundnir kaupendur að kornvörum Balkanland- anna eftir stríðið? Margt má færa fram því til stuðnings sem hugsjón, að Balkanlöndin myndi hluta af stórri fjárhags- og viðskipta- samsteypu í Mið-Evrópu, en hver getur búizt við því, þegar litið er á sögu síðari ára, að þau séu að styrjaldarlokum fús til þess að beygja sig undir fjárhagslegt ok Þýzkalands? Við þessum spurningum eru engin fullnægj- andi svör, og það verður að álykta, að setningin í „New Statesman“ sé í raun og veru hrein hug- sjón, sem ekkert á skylt við hagnýta möguleika til framkvæmda. Því miður er þessi tegund þokukenndra hugsjóna ennfremur hættuleg, því að hún sýnist rökstyðja þann allt of almenna hugarburð, að hægt sé að öðlast velmegun eftir uppskrift. Sannleikurinn er sá, að alþjóðleg viðskipti (ef ekki má lengur kalla það „frjálsa verzlun"), sem eru langt frá því að vera „grafin og gleymd“, eru eitt af undistöðuatriðum þess, að velmegun geti orðið mikil og almenn. Sanngjörn skipting náttúrugæða og vinnu er jafn nauðsyn- leg; og rétt dreifing bendir til þess, að ríkis- stjórnir hafi tekið upp hæfilegt fæðuval fyrir þjóðir sínar. En að halda í tilbúnar hindranir á heimsverzl- uninni, hvort sem það eru verndartollar, inn- flutningshöft eða viðskiptaeftirlit, hlýtur óhjá- kvæmilega að stríða gegn sköpun sæmilegra líf- ernishátta, og er andstætt skynsamlegu dreif- ingarkerfi í Evrópu. Ég segi ekki að hægt sé eða það verði að sópa burtu öllum tálmunum á þeirri stundu, sem friður kemst á. En ég segi, að Halifax lávarður hafi haft rétt fyrir sér, og næsti friður „glatist“ eins og sá síðasti og sáð verði til þriðju heimsstyrjaldarinnar á sama hátt og sáð var til annarrar eftir þá fyrstu, nema því að eins að stjórnmálamenn, vitandi vits og með raðnum hug taki upp sem markmið „hin mestu viðskipti, sem möguleg eru með vörur og þjónustu.“ —- Þú segir, að konan þín hafi fengið nafnlaust bréf, þar sem sagt er frá einhverju, sem þú gerðir áður en þú giftist? Nú, það bezta, sem þú getur gert, er að játa. — Ég veit það, en hún vill ekki lofa mér að lesa bréfið, svo að ég veit ekki, hverju ég á að játa. ★ Bandaríkjahermaður á íslandi skrifaði foreldrum sínum: „Það er svo kalt hér, að íbúarnir verða að lifa annarsstaðar." ★ Fjögur skip, sem Mountbatten lávarður, foringi strandhöggsveita Breta, stjórnaði, hafa verið skotin í kaf í þessu stríði, án þess að lávarðurinn fengi skrámu í þessu.m svaðilförum. Fyrsta sárið hlaut FRJÁLS VERZLUN Mountbatten þegar skip hans var til viðgerðar í höfn í Bandaríkjunum. Með skipshöfninni var þá heillagripur, og var það geit. Geitin læddist aftan að lávarðinum og beit hann óþyrmilega í — bak- hlutann. ★ Bóksali í París tæmdi sýningarglugga sinn af bókum og setti í staðinn gríðarstórar myndir af Hitler og Mussolini. Milli myndanna setti hann litla bók. Tólf dágar liðu þar til nazistar skipuðu honum að taka bókina burtu. Bókin var eftir Victor Hugo og heitir: „Vesalingarnir“. ★ Til þess að kommúnisti sé hamingjusamur, þarf ekki annað en að einhver fæði hann og klæði. 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.