Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 29
Seyðisfjörð og gerðist pöntunarstjöri Pöntunar- félags Fljótdalshéraðs; þar var hann þar til um haustið 1905, er hann fluttist til Akureyrar. Eftir þriggja ára veru á Akureyri flutti hann sig því næst búferlum til Reykjavíkur (haustið 1908) og þar var hann í tæp 3 ár, þar til hann fluttist alfarinn með fjölskyldu sína í öndverð- um ágústmánuði síðastl. aftur á fornar stöðvar, til Seyðisfjarðar. Meðan Jón bjó búi sínu norður í Þingeyjar- sýslu, tók hann mikinn og góðan þátt í margs konar félagsskap norður þar, jarðabótafélögum, estrarfélögum o. fl., og hann var fyrstur sveita- blaðsritstjóri í Þingeyjarsýslu, en þó mun hluttaka hans í kaupfélagsmálum og stjórnmál- um lengst halda nafni hans á lofti. Svo sem kunnugt er, byrjaði kaupfélags- hreyfingin fyrst í Suður-Þingeyjarsýslu (1882). Varð Jón sál. Vídalín snemma við hana riðinn, fyrst sem umboðsmaður Lauritzens kaupmanns í Newcastle (1884—85) og því næst sem um- boðsmaður og síðar félagi L. Zöllner, sem nú er danskur konsúll í Newcastle. Jón frá Múla tók snemma þátt í þessari hreyfingu innan sýsl- unnar, og árið 1889 gerðist hann starfsmaður þeirra Zöllners og Vídalíns annars vegar og kaupfélaganna hins vegar við hrossakaup, fjár- útflutninga og ýmis ferðalög í þágu þeirra og kaupfélaganna. Þessum störfum gegndi hann allt til þess er þeir L. Zöllner og Jón Vídalín slitu félagsskap sínum árið 1901, en upp frá því gerðist hann fulltrúi Zöllners hér á landi og hefir verið það síðan fram á þennan dag. Þann vandasama starfa hefir Jón rækt með alúð og samvizkusemi og þeirri lagni og lipurð, sem hefir áunnið honum hylli fjölmargra manna um land allt. Alþingismaður var Jón fyrst kosinn fyrir Norður-Þingeyjarsýslu á aukaþingið 1886; var hann fulltrúi hennar á fjórum þingum (1886— 91). Haustið 1892 bauð hann sig þar aftur fram til kosninga móti Benedikt sál. Sveinssyni sýslu- manni og féll fyrir honum, en náði sama haust kosningu í Eyjafjarðarsýslu. Fulltrúi Eyfirð- inga var hann svo á 5 þingum (1893—1899). Að afloknu þingi 1899 bauð Jón sig ekki fram til þingmennsku, gat það ekki sakir verzlunar- anna, þar til haustið 1904; þá býður hann sig fram í Seyðisfjarðarkaupstað og var þar einn í kjöri. Sem fulltrúi Seyðfirðinga sat hann þingin 1905 og 1907, en 10. dag septembermán- aðar 1908 var hann kosinn þingmaður í Suður- Múlasýslu og hefir síðan verið þingmaður Sunn- mýlinga allt til þessa dags. Nú býður hann sig þar aftur fram við kosningarnar 28. okt. næst- FRJÁLS VERZLUN komandi, og væntanlega sjá Sunnmýlingar svo sóma sinn, að hafna honum ekki. Frá því er Jón kom fyrst á þing, fyrir 25 árum síðan, hefir hann jafnan staðið framar- lega í fylkingu hinna nýtustu þingmanna vorra, hefir t. d. um mörg ár verið skrifari og fram- sögumaður f járlaganefndarinnar í neðri deild alþingis og leyst það vandaverk prýðilega af hendi, enda hefir hann marga þá kosti til að bera, sem þingmann prýða. Hann er hreinskil- inn maður og einarður, og drengur góður, sköru- legur í máli, skilningurinn bæði skarpur og harður, þekking mikil og f jölbreytt. Jón er hár maður vexti og karlmannlegur, dökkur á hár, andlitið stórskorið og hreinlegt, ennið hátt, augun hvöss og snör. Á yngri árum var hann fjörmaður mikill og gleðimaður. Vin- sæll hefir hann verið alla æfi og vinfastur. Mun óhætt að fullyrða, að fáir eða engir hafa náð meiri og almennari hylli hér í Reykjavík á jafn skömmum tíma, en Jón, í þau tæp 3 ár, sem hann hefir verið hér búsettur, enda sýndu Reykvíkingar það á afmælisdegi hans 23. apríl síðastl. með fjörugu og fjölmennu samsæti, er þeir héldu þeim hjónunum til heiðurs, að mörg- um var hlýtt til þeirra.“*) Jón í Múla var síðan kosinn á þing í Suður- Múlasýslu haustið 1911, en gat ekki vegna sjúk- leika, annað þingstörfum sumarið eftir. Hann andaðist á Seyðisfirði 5. október 1912, 57 ára að aldri. Hér hefir þá stuttlega verið minnzt þeirra 5 manna, er Louis Zöllner voru sérstaklega minnisstæðir frá fyrstu íslandsárum sínum. En eins og að hefir verið vikið, má telja líklegt að þessi fyrstu kynni hafi átt mikinn þátt í því, að svo bjart er yfir minningu Islendinga í hug Louis Zöllners. Haustferð með „Súmatra’4 Við skulum nú, áður en lengra er rakið, bregða okkur sem snöggvast á fund Louis Zölln- ers og biðja hann að segja eina eða tvær sögur frá fyrstu viðskiptaárum sínum hér við land. Það hefir margt breytzt á þessmn 50—60 árum, sem síðan eru liðin. Þá var til dæmis ekkert símasamband við útlönd. Af þeim sökum hafði það komið fyrir, nokkrum árum áður en við- skipti Zöllners hófust, að bændur í Þingeyjar- sýslu höfðu rekið fjölda sauða inn í Eyjafjörð í þeirri von, að skip mundi koma að taka þá. En skipið kom aldrei. Urðu bændur síðan heim *) Greinin í „Óðni“ er undirskrifuð Jb., og er höfundnr- inn vafala'ust Jón Jacohsson, landsbókavörður. 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.