Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 41
hann hefur lánað ríkinu. í áróðrinum fyrir ríkislánum stríðstímabilsins hefur líka verið lögð áherzla á það, að nú sé hagkvæmt að spara vegna þess, að almenningur muni geta fengið svo mikið meira fyrir peningana eftir stríðið. Þar sem stór ríkislán falla í gjaíddaga strax eftir að stríðinu er lokið, fær almenningur kaupmátt, sem hann óskar eindregið að nota til að bæta úr þörfum, sem lengi hefur verið frestað, t. d. til klæðnaðar og endurbóta á íbúð- um og búslóð, ennfremur til betri hitunar á hús- um sínum, að ekki sé talað um þær óskir að fá meiri pg betri mat. Slík óeðlileg aukning á eft- irspurn eftir neyzluvörum skapað auðvitað til- hneigingu til verðhækkunar, eða verðbólgu- hættu. Bezta aðferðin til að vinna á móti þessu, er sú, að beina þeim starfskröftum, sem völ er á, að aukningu á neyzluvörum. Með því móti má fullnægja raunverulegum óskum almenn- ings og notfæra jafnframt á skjótastan hátt þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru. Með því að beita slákri aðferð, verður sparnaður almenn- ings mjög lágur, og vissulega engin ástæða til að kvíða því, að innlánsfé liggi ónotað. Á eftirstríðstímabilinu þurfum vér hins veg- ar ekki heldur að vænta óeðlilegrar lækkunar á veltufjárþörfum. Þvert á móti skapast ósjálf- ráðar og sérstaklega miklar kröfur um nýja eignamyndun. Fyrst er þá auðvitað að hin beina verðmætaeyðilegging af völdum stríðsins verð- ur áreiðanlega hundraðfalt meiri en verðmæta- eyðilegging síðustu styrjaldar, sem þó hefur verið mikil látið af. Við þetta bætist umfangs- mikil fjárþörf, sem skapazt hefir vegna frestun- ar á viðhaldi bygginga, orkuvera og til endur- bóta á jarðspjöllum. Auk þess hafa vörubirgðir gengið til þurrðar og búpeningi verið fækkað. Þar sem ýmsum þörfum almennings hefur verið frestað í mörg ár, verður þetta aðkallandi úr- lausnarefni á sama hátt og átti sér stað um amerískt eigna og lausafjárviðhald, sem var orðið úrelt eftir langt kyrrstöðutímabil frá 1930. (Sbr. grein mína í þessu tímariti jan. 1941). Það verður líka mikil þörf fyrir fjármagn til læknislegrar nýsköpunar. Meðan á stríðinu stóð, hafa vísindi og tækni safnað mildum forða af möguleikum, sem keppa um að kom- ast í framkvæmd. Verður þá ekki nauðsynlegt undir slíkum kringumstæðum að reyna að halda aftur af rekstursfjárnotkun til samræmis við sparifjár- innlögin? Hvað sem öðru líður, virðist heppn- in um að auka rekstur hins opinbera án tillits til aðkallandi þarfa og aðeins í þeim tilgangi að skapa atvinnu,, vera í litlu samræmi við þá FRJÁLS VERZLUN hugmynd um ástand þjóðféiagsmála eftir stríð- ið, sem vér nú með nokkrum líkindum getum gert oss. Veltufjáraukning, sem ekki er endur- goldin jafnóðum með sparifjárinnlögum, hefur óhjákvæmilega í för með sér verðlagshækkun, og teflir jafnframt verðgildi peninganna í mikla hættu. En sé þessu þannig farið, er það aug- ljóslega af ítrustu nauðsyn, að vér tökum upp alt aðra stefnu í undirbúningsaðgerðum vorum en þá, sem vér hingað til höfum viðtekið, til þess að mæta væntanlegum friði. Með tilliti til hins takmarkaða sparifjár er augljóst, að fyrst og fremst verður að beina eftirstríðstíma veltufé í framleiðslu, sem greið- ist strax aftur, svo að fjármagn verði fljót- lega handbært til þess að fullnægja frekari' þörfum af þessari tegund. Það ætti að vera al- mennt áhugamál að rannsaka, hvers konar fyr- irtæki hér er um að ræða. Ef til vill liggur þá næst að athuga nýskipan iðnaðarins, hvort ekki sé rétt að skipta um úreltar eða. útslitnar vélar, og hafa þá hliðsjón af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á eftirspurninni. Jafnvel á sviði iandbúnaðarins ætti að opn- ast möguleikar til ávöxtunar á fé, sem endur- greiddist fljótlega. Reksturshæfur landbúnaður eftir stríð verður að vera rekinn með fyrir- myndarsniði. Fullkomið skurða- og áveitukerfi með miklum aðfluttum áburði, ásamt nýtízku vélabúnaði, verður ef til vill fyrirtæki, sem fljótlega borgar sig með þeirri framleiðslu, sem almenningur sækist eftir að kaupa. Eigi rnenn góðar bifreiðar, sem hafa þann ókost að hjólbarðana vantar, þá er augljóst, að útvegun á nýjum hjólbörðum er fyrirtæki, sem borgar sig mjög fljótlega. Þetta getur ver- ið táknrænt dæmi um þær framkvæmdir, sem eftir stríð eru, hvað mest aðkallandi. Meðan stríðið stóð hafa atvinnuvegirnir orðið fyrir róttækum truflunum og verið neyddir til þess að stunda einhæfari framleiðslu. Eftir stríðið koma þannig í ljós margvíslegar gloppur á út- búnaði framleiðslunnar, sem er annars í mörgu tilliti í ágætu ásigkomulagi. Veltufjáraukning í framkvæmdir til að fullnægja aðkallandi þörf- um, ætti að ganga fyrir almennum veltufjár- framlögum til langs tíma. Undirbúningsrann- sókn viðvíkjandi eftirstríðstíma veltufjármagni verður því að byrja með ítarlegri athugun á að- kallandi veltufjárþörfum. Án umhugsunar um hið raunverulega ástand þjóðarbúskaparins eftir stríð, ræðamenn á viss- um stöðum þegar hvað mest um það, að fyrst eftir að friður kemst á verði nauðsynlegt að takmarka neyzluna. Óviðráðanlegir örðugleikar á aðflutningi frá öðrum löndum geta ef til vill 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.