Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 19
en hann afþakkaði boðið. Af öðrum forvígis-
mönnum Kaupfélags Þingeyinga, frá fyrstu ár-
um þess eru þeir mér sérstaklega minnisstæðir
Benedikt próf. Kristjánsson og Benedikt Jóns-
son frá Auðnum. Hinn síðarnefndi hafði með
höndum skriftir fyrir félagið og var sönn fyrir-
mynd að hirðusemi og nákvæmni. Síðar bættust
við Pétur Jónsson á Gautlöndum og Jón Jónsson
í Múla. Meðan ég þekkti til var Kaupfélagi Þing-
eyinga afbragðsvel stjórnað".
Vegna þess að Kaupfélag Þingeyinga er fyrsti
viðskiptavinur Louis Zöllners á Islandi og auk
þess élsta Kaupfélagið á landinu þykir hlýða að
fara um það nokkrum orðum. Þess er þá fyrst
að geta, að félag þetta verður um skipulag og
starfshætti til fyrirmyndar öðrum þeim kaup-
félögum, sem upp rísa. Hér gæti verið um til-
viljun að ræða, en sennilegra er, að þessi forusta
Þingeyinga, sé bein afleiðing þess, að þeir áttu
um þessar mundir, og raunar bæði fyrr og síð-
ar á öldinni sem leið, meira liði og samhentara
á að skipa í félagsmálum en flest, ef ekki öll,
önnur héruð landsins. Þetta er svo alkunnugt,
að tæplega verður dregið í efa. Ég ætla að eins
að nefna eitt atriði, sem mér er ekki kunnugt
um að áður hafi verið bent á. I Alþingismanna-
talinu, sem út var gefið 1930, eru skráðir allir
þeir menn, sem setið höfðu á Alþingi frá 1845
til 1930, og auk þessa Þjóðfundarmennirnir frá
1851. Alls eru þetta 305 menn. Af þessum 305
mönnum, er 31 (full 10%) fæddur í Þingeyjar-
sýslu og langflestir þeirra þaðan kynjaðir í ætt-
ir fram. Þá eru í Alþingismannatali þessu nefnd-
þeir 17 ráðherrar, sem setið höfðu að völdum
frá því við fengum heimastjórn (1904) til 1930.
Af þessum 17 ráðherrum eru 5 fæddir í Þing-
eyjarsýslu. Þótt talið sé, og vafalaust með nokkr
um rétti, að vegur Þingeyinga hafi verið meirl
fyrir aldamót en eftir, bendir þessi tiltölulega
mikla þátttaka í æðstu stjórn landsins til þess,
að til skamms tíma hafi menn þótt hlutgengir
úr þeirra hópi.
Segi nú einhver að þessar tilvitnanir mínar í
Alþingismannatalið sanni það eitt — sem allir
hafi vitað — að Þingeyingar séu allra manna
montnastir, mun ég svara þeim góða manni á
þessa leið: Vera má að svo sé. En mundu aðrir
landsmenn vera síður upp með sér — ef þeir
væru Þingeyingar?
Þetta var nú í gamni talað, en þó eigi svo, að
engin alvara fylgdi. Hefði verið freistandi að
geta nokkru nánar ýmissa þeirra manna er
„settu svip á Þingeyjarsýslu" frá því um miðbik
síðastliðinnar aldar. En ég mun geta þeirra
einna, er beinlínis koma við stofnun Kaupfélags
FRJÁLS VERZLUN
Þingeyinga og þar með viðskiptasögu Louis
Zöllners á Islandi, og aðeins örfárra.
Fyrst er þá að nefna Jón Sigurðsson á Gaut-
löndum. Er varla ofmælt að hann hafi verið
sýslu sinni það sem nafni hans frá Rafnseyri
varð landinu í heild — „sómi, sverð og skjöld-
urí“. Enda svipar þeim nöfnum talsvert saman
um forystuhæfileika, starfsþrek og raunhæfni
og kapp með forsjá.
Hann fæddist á Gautlöndum 11. maí 1828,
sonur Sigurðar bónda Jónssonar, er þar bjó,
og þriðju konu hans Kristjönu Aradóttur. I And-
vara 1890 birtist æfiminning Jóns á Gautlönd-
um, eftir Jón Jónsson alþm., síðar í Múla. Þar
segir svo: „Þau Sigurður og Kristjana áttu
saman börn mörg; komust engin þeirra á legg,
heldur dóu þau jafnharðan. Jón var hið síðasta
barn þeirra, og munu menn eigi hafa búist við,
að honum yrði langra lífdaga auðið, fremur en
hinum öðrum börnum þeirra. Enda var hann
skírður samdægurs í kirkju og er þó eigi all-
skammt frá Gautlöndum til kirkjunnar að
Skútustöðum. Kerling ein gamalóra var á Gaut-
löndum, er Jón fæddist; hún mælti þá er hún sá
sveininn: „Væri ég guð, skyldi ég láta þennan
dreng lifa“.
Hann var eigi settur til mennta, nema ef telja
skyldi það, að hann var eitthvað lítið að heiman
til að læra skrift og reikning; þá hefir hann ef
til vill, fengið einhverja tilsögn í að skilja
dönsku, því víst er um það, að snemma var hann
farinn að lesa danskar bækur sér til gagns.
Við fráfall föður síns varð Jón að taka við
búsforráðum með móður sinni; var hann þá að
eins 16—17 ára að aldri. Þá lýsir sér brátt,
19