Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 46
(Jr gamalli eðlisfræði AriS 1853 kom úl á vegum Hins íslenzka llók- menntafélags eölisfrœði eftir J. G. Fisher, þýdd af Magnúsi Grímssyni. Bólcin er a<> mörgu leyti ágcett rit og málið prýðisgott. Enn í dag eru not- uS fjölda mörg lieiti í eðlis- og efnafrœði, sem sennilega hafa fyrst verið telcin upp í þessari eðl- isfrœði. Ymislegt skrítið er þó að finna, og skulu Jiess nejrnl nokkur dœmi: í kafla um „kveiking hita“ segir svo: „Það er ekki einungis flest öll efnablöndun, heldur og mörg önnur blöndun, sem vekur hita. Það er mjög áríðandi fyrir hvern mann, að kynna sér sem bezt hverjir líkamir það eru, sem kviknað getur í af sjálfu sér, og hvernig eldfimi líkam- anna er varið, því með því getur maður oft forðast eldsvoða. Vér ætlum að sýna hér dæmi þess, að slíkt er sjaldan of vandlega hugað, né of varlega farið með. bannið var í algleymingi. Það er verið að reyna að halda í áfengið og mylgra því út á hinn smá- smugulegasta hátt. Á bannárunum var það svo, að löghlýðnustu menn þóttust góðir að geta krækt í vínflösku fyrir okurverð — og því fleiri því betra. Nú er það svo, að þá er menn hafa fengið sig til að „fara inn í Nýborg“, freistast þeir til að hafa pöntunina sem stærsta, til þess að hlífa sjálfum sér við þeirri sérstæðu reynslu að þurfa að fara þangað aftur næsta daginn. Nú sækja menn ekki lengur áfengið í flöskuvís, heldur í bílavís. Á vitund og hugsunarhátt vei’kar þetta á- stand mjög svipað banni. Með vínbanninu voru sett lög, sem flestir töldu sjálfsagt að brjóta. Hér er reynt að hafa uppi einhverjar óljósar reglur, sem allir virða að vettugi. Á vínbanns- árunum kitlaði það og hvatti til athafna að gera það, sem bannað var. Það getur hver og einn reiknað út, hvernig þetta kemur út nú á dögum. Það getur verið viturleg ráðstöfun að banna auglýsingar áfengis, og það er jafnvel hugsan- legt að hægt verði að finna upp einhverja skyn- samlega aðferð til að skammta áfengi. En ó- skynsamlegri aðferð til skömmtunar er víst áreiðanlega ekki hægt að finna, ef með þessu fyrirkomulagi er stefnt í skömmtunarátt. Sé hinsvegar stefnt í auglýsingaáttina, þá skal það viðurkennt að auglýsingin er áhrifamikil. En hitt er jafnvíst, að hún er áreiðanlega að sama skapi óviðfeldin og ógeðsleg. Bjarni Guðnwndsson. 46 62. ára gömul greifafrú nokkur, að nafni Cornelía Bandi, fann einhvern dag til óvana- legs máttleysis og sljóleika, einkum undir borð- um. Hún fór því snemma inn í sængurhús sitt og var þar hérumbil 3 stundir á tali við her- bergismeyju sína. Þar næst las hún kvöldbæn- ir sínar og fór svo að hátta og sofa. Morgun- inn eftir gekk mærin inn í svefnherbergið, eins og hún var vön, og ætlaði að vekja frúna. En henni brá í brún, þegar hún kom inn. Frúin var horfin, en á gólfinu var öskuhrúga, og þar sá hún 3 hálfbrunna fingur, dálítið neðan af fót- unum og nokkuð af höfði hennar. Eftir öllum líkindum var þessi voðalegi dauði hinnar öldr- uðu konu kominn af þeim vana hennar að bcra á sig Icamfóru-vínanda. Á rúminu, rúmtjöldun- um og víðar í herberginu fundu menn einskon- ar sót, sem var mjög eftirtektarvert og frá- brugðið öllu öðru sóti. Brauð, sem þar var inni í skáp nokkrum, var kolsvart af þessu sóti, og ekki var svo hungraður rakki til, að hann vildi líta við því. Af gluggunum í húsi nokkru yfir svefnherberginu, draup niður fitukend, gulleit og viðbjóðsleg vilsa, og loftið inni í því hafði andstyggilegan daun, sem smátt og smátt dreifðist um öll herbergi í húsinu. Um leið og vér bendum lesendum vorum enn einu sinni á þetta óttalega dæmi, sem hinn frægi læknir Bianchini hefur sagt nákvæmlega frá, hvetjum vér alla menn til, að athuga vand- lega, hversu ill og skaðvæn áhrif ofmikil nautn af áfengum drykkjum hlýtur að hafa á heilsu manna, og varast því alla ofdrykkju eins og hina verstu drepsótt. Það eru of rnörg dæmi til að vín hafi logað upp í drykkjumönnum, og þeir hafa á þann hátt orðið að láta lífið á hrylli- legan hátt og kvalafullan. Slík dæmi ættu að vera hverjum heilvita manni nóg til þess, að varast alla ógætilega nautn áfengra drykkja“. (Skyldi ekki mörgum hœtt nú til dags?) Margir munu hafa heyrt lirökkáls getið, þó ekki væri nema fyrir það, að híta rithöfund nokkurn, ágætan, í viðkvæman stað, hérna um árið. Um hrökkálinn segii í eðlisfræðinni, þar sem getið er „rafurmagnaðra“ fiska: „Hið fyrsta högg hrökkáls þessa, sem lifir í stöðuvötnunum í suðurhluta Vesturálfunnar, og er 5 eða 6 feta langur, ekki mikið. En þau högg, sem þar kom á eftir eru meiri, og því meiri, sem állinn hreyfir sig meira og verður reiðari, eða æsist meira. Þegar æði er komið á hrökkál- inn, þá eru högg hans óttaleg, slær hann þá aðra fiska í óvit á einu augabragði, og leggur bæði hesta, múldýr og jafnvel hraustustu menn að velli. Það er og oft, að hann lamar bæði fót- leggi og armleggi manna og dýra“, (og þá ekki FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.