Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.05.1944, Blaðsíða 45
Áfengisbannið var afnumið hér á landi fyrir ellefu árum, samkvæmt þjóðaratkvæði. Síðan hefir ekkert komið fram, sem bent geti á að þjóðin óski eftir nýju vínbanni. Þrátt fyrir þetta ríkir hér í reynd æðistrangt áfengisbann. Til þess að kaupa áfengi verður að fram- kvæma býsna furðulegt rítúal. Kaupandinn verður að gefa sig fram á nokkurskonar skrif- stofu í pakkhúsi Áfengisverzlunar ríkisins. Þar verður hann að undirskrifa plagg, sem inni- heldur pöntun hans og þar með upplýsingar um til hvers áfengið eigi að nota. Segja kunnugir að rnjög varasamt sé að láta þess getið, að það eigi að nota til drykkjar, og stappi nærri að það varði synjun kaupanna. Það var til dæmis alsiða, að menn gæfu upp fáránlegustu lygar að ástæðu fyrir áfengiskaup- um. Ósjaldan var afmælum skrökvað upp á framliðið fólk eða giftingu upp á saklausa. 1 seinni tíð hefir sem betur fer tekið fyrir þenn- an leiða sið, og mun nú í flestum tilfellum nægja að skrökva upp einhverjum mannfagn- aði, sem ekki þarf nánar til að greina. En hversvegna þennan penpíuhátt? Er nokk- ur ástæða til að afsaka, þótt mig eða aðra langi til að eiga viskýlögg á flösku, eða borðvín til þess að gera sér dagamun? Það þarf ekki lengi að leita svarsins. Þrátt fyrir hina herfilegustu reynslu af áfengisbanni, bæði hér á landi og annarsstaðar, er enn haldið fast við þá ein- stæðu hugsanavillu, að leiðin til að bjarga of- drykkjumönnum frá glötun, sé sú að banna öll- um að neyta áfengis. Ef slíkri kenningu væri fylgt út í æsar, yrði talsvert fyndið um að lítast í heiminum. Það eru nefnilega óneitanlega til menn, sem eta sér til skaða og skammar. Aðrir eru haldnir of- næmi — margir mega til dæmis ekki koma í námunda við levkoj eða bókhveiti, án þess að fá af því eczem eða astma. Með tilliti til hinna fyrstnefndu ætti þá að banna öllum mönnum að eta, af tilhliðrunarsemi við hina síðarnefndu að banna algerlega ræktun á levkoj og bókhveiti — Þess er þá enn ógetið, að allajafna eru hinir ofnæmu í algerum minnihluta, og á þetta einn- ig við ofdrykkjumenn og átvögl. Það hefir verið barizt öldum saman fyrir frelsi: málfrelsi, ritfrelsi, athafnafrelsi og hugsanafrelsi. Þær skorður, sem reistar eru við einstaklingsfrelsi, þykir heppilegast að komi innan að, frá hverjum um sig, eða séu lögfestar í almennu siðalögmáli. Bann stefnir á móti frelsi. Skerðing prent- frelsis er ekki einungis takmörkun á rétti manna til að setja fram rétt mál og satt, heldur og skerðing á rétti þeirra til að halda fram FRJÁLS VERZLUN röngu máli. Svo langt er þeirri hugsjón fram haldið, að sjálfsagt þykir einnig að heimila þeim málfrelsi, sem allt frelsi vilja afnema. Það þykir ekki næg ástæða til að skerða prentfrelsi að sumir skrifa dellubækur og aðrir froðufellandi illyrði. Slíkir menn eiga heima á geðveikraspítala. Á sama hátt er seilst langt yfir skammt til að vernda ofdrykkjumenn með því að banna öllum að drekka. Ofdrykkjumenn eiga heima á drykkjumannahæli, unz þeir eru læknaðir. Athugum nú hina hlið málsins. Það mun vera afsökun fyrir hinum einstæðu verzlunar- háttum Áfengisverzlunarinnar, að reyna verði með öllu móti að stemma stigu við sölu áfengis af því meðal annars, að innflutningur þess sé takmarkaður. En hefir þá salan minnkað? Nei, salan hefir aukizt. Er þá haldið meira af veizl- um og oftar haldið upp á afmæli ömmu sálugu ? Eða er ástæðan eingöngu sú, að menn kaupa nú meir í einu en meðan vínbúðin var opin á venju- legum verzlunartíma og á sómasamlegum stað í miðbænum? Mér er nær að halda að það sé rétta svarið. Til hvers ættu annars bílarnir að vera, sem jafnan bíða utan við hið óvirðulega musteri Bakkusar? Maður varð þess aldrei var að bílar biðu í löngum röðum eftir viðskiptamönnum, meðan vínbúðin var rekin í gamla gathúsinu. Og nú er mér spurn: Eru ofdrykkjumenn nokkru bættari ? Eru góðtemplarar nokkru ánægðari ? Munurinn er enginn annar en sá, að það er aftur orðið svipað að kaupa áfengi og að stela rófum. Áfengisverzlunin er komin á pukurs- stigið. Það er ekki lengur hægt að hegða sér sæmi- lega frjálsmannlega við áfengiskaup — þegar af þeirri ástæðu, að verzlunarstaðurinn er orð- inn að rónabæli. Þar safnast þeir saman allii*, sem ekki vantar nema fimmkall eða tíkall upp á flöskuna, og þeir hafa nógan og góðan tíma til að liggja í viðskiptavinunum, því að skýrslu- gerðin og prútt afgreiðslumannanna veldur því, að jafnan þarf að bíða talsverðan tíma. En það er nóg til dægradvalar. Drukknir menn halda til í biðsalnum og hafa þar uppi alls- konar óskemmtan, og vini og óvænta dúsbræð ur vantar fimmkall.. Ég sæi ekki ástæðu til að orðlengja þetta svo mjög, ef hér væri aðeins um að ræða ahnennt sleifarlag hins opinbera, slíkt sem vér blaða- menn erum vanir að átelja með fáeinum orðum. Málið er alvarlegra en svo. Hér er stefnt að því að koma inn sama and- rúmslofti og hugsunarhætti og hér var meðan 45

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.