Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 5
stéttarinnar verður stéttin að hagnýta sér til að koma málunum í höfn, en gjalda jafnframt varúðar við óheilindum og misjöfnum skilningi og túlkun manna á hugtakinu. Frjáls verzlun og jafnrétti verzlunaraðilanna er grundvöllur þess, að heilbrigð verzlun fái þróast al- menningi til lieilla. íslenzk verzlunarstétt og Verzlun- armannafélag Reykjavíkur mun því halda baráttu sinni áfram. Það er hið almenna verkefni. það er ut- anríkismál Verzlunarmannafélagsins. En innanríkismál V.R., afmælisbarnsiiis í dag, og íslenzkrar verzlunarstéttar, er það sama og orðað var í fyrstu lögum félagsins fyrir sextíu árum, „að efla samheldni félagsmanna“. Án samheldni íslenzkrar verzlunarstéttar er ekki þess að vænta. að hún komi hinum almennu málum sínum fram, þjóðinni og sjálfri sér til hagsbóta og vegsauka. Oft hefur verið ráðizt á verzlunarstéttina bæði í ræðu og riti og með opinberum stjórnarráðstöfunum. Slíkt vexður að verða til þess að þjappa verzlunarmönnum saman, ef þeir eiga að vera nokkurs megnugir til varnar og sóknar mála sinna. Sundurlyndið hefur aldrei verið til styrkt- ar, klofningur aldrei til gæfu, og hvorugt veitt þáð baráttuafl, sem þarf til þess að fá fram leiðréttingu mála. Aðeins samheldni og eindrægni í baráttu að takmarki, sem enginn ágreiningur er um. duga til þess að hafa áhrif og ná árangri. Án slíkrar samheldni getur verzlunarstéttin held- ur ekki verið sú fyrirmynd, sem ég held, að hún hafi að nokkru leyti verið fram á J)ennan dag í samskipt- um starfsmanna og húsbænda, atvinnurekenda og Iaunþega. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur verið J)að til ótvíræðs gildisauka að hafa báða þessa aðila innan sinna vébanda .Atvinnurekendur í verzl- unarstétt hafa flestir verið áður launþegar, og undir frjálsum verzlunarháttum getur liver launþegi átt þá vissu von, að verða sjálfstæður atvinnurekandi, ef vilji og geta hans sjálfs er fyrir hendi. Af beggja hálfu á því að vera hægt að líta á málin frá tveim hliðum, og skammvinnir hagsmunir annarshvors að- ilans verða þá að víkja fyrir J)ví, sem verzlunarstétt- inni í heild, er til góðs, þegar til lengdar lætur. Það væri vérzlunarstéttinni til ævarandi sóma, ef hún gæti sýnt öðrum stéttum og starfshópum í þjóðfélag- inu fram á, að í vinnufriði megi sætta fjármagn og vinnu, án þess að annað hvort beri skarðan hlut frá borði. Þegar við nú óskum Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur til hamingju með afmælið og þökkum því það, ERLENDAR KAUPSTEFNUR APRÍL — IÚNÍ 1951. Basel, Sviss. Iðnaðarsýning 7.—17. apríl. Milanó, ítalíu. Alþjóða vörusýning 12.—29. apríl. Frankfurt, Þýzkalandi. Alþjóða vörusýning 21. apríl—G. maí. Liege, Belgíu. Alþjóða vörusýning 21. apríl — 6. maí. Briissel, Belgíu. Alþjóða vörusýning 21. apríl —G. maí. París, Frakklandi. Alþjóða vörusýning 28. apríl —14. maí. Hannover, Þýzkalandi. Iðnsýning (þungaiðnað- ur) 29. apríl—8. maí. London & Birmingham. Brezka iðnsýningin 30. apríl—11. maí, Milanó, Ítalíu. Alþjóða sýning nýtízku skraut- og listiðnaður, svo og húsagerðalist 5. maí—30. sept. Valencia, Spáni. Alþjóða vöru-sýnishornasýn- ing 10.—25. maí. Bergen, Noregi. Norðursjávarsýningin 15.—31. maí. New York. Skrifstofuvéla- og áhaldasýning 20. —23. maí. Prag, Tékkóslóvakíu. Alþjóða vÖrusýning 20. maí—3. júní. Frankfurt, Þýzkalandi. Landbúnaðar- og véla- sýning 27. maí—3. júní. Toronto, Kanada. Alþjóða vörusýning 28. maí —8. júní. London. Tízkusýning 30. maí—13. júni. London. Brezka plastic-vörusýningin G.—16. júní. Chicago. Alþjóða matvœlasýning 9.—15. júní. sem það hefur gerl fyrir íslenzka verzlunarstétt og þjóðina í heild, þá er það von okkar og trú, að ár- angur framtíðarstarfsins megi annars vegar leiða til frjálsrar verzlunar með ])jóð vorri og hins vegar, og því samhliða, efla órjúfandi samheldni íslenzkrar verzlunarstéttar. Þetta’hafa verið og hljóta að verða tveir höfuðþættir, markmið í lífi og starfi íslenzkra verzlunarmanna. — Þá mun og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og íslenzkri verzlunarstétt vel vegna, ,,því aldurinn deyðir engan mann. sem á það verk sem Iifir.“ FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.