Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 9
LANGÞRAÐUM afanga náð. BYGGINGARSAMVINNUFÉLAG V.R. Viðtal við CARL HEMMING SVEINS. Eitt af fjórum Ntærstu kounileitum í sötfu V. R. síðasta áratu^inn má hiklaust telja stofnun WyKffinKarsamvinnufélaffs V.R. Nú, þeRar fyrsta húsasamstæðan er langt á veg komin or; l»ar með lanffþráðum áfanga náð, þótti blaðinu tilhlýðilefft að kynna mönnum ítarle^a þetta mynd- arle«;a fósturbarn V.R., og má ekki seinna vera, því að það er komið á fimmta ár. Ekki hefur ofeldinu verið til að dreifa til styrktar þessu myndarle^a tósturbarni af hálfu móðurfélagsins, o«; ræður þar fjárþröng mestu. En í þess stað hefur það búið við góða 0«; ötula forustu. Carl Hemming Sveins, sem var einn helzti hvatamaður að stofnun þess, hefur verið formaður félagsins frá upphafi or; unnið þar mikið og; óeiffinRjarnt starf. Ritstjóri ,,Frjálsrar verzlunar,“ sneri sér fyrir skömmu til Hemmings ok bað liann að sepja lesendum blaðsins eitthvað frá uppvexti og þroskaskeiði fósturbarnsins. — Hver voru tildrögin a8 stofnun Byggingarsum- vinnufélags V.K. og hvaö er jrekar aS segja frá stofn- un þess? Við kynni mín af byggingarsamvinnnfélögum, með- al annars sem félagi í Byggingarsamvinnufélagi Reykjavíkur, vaknaði oft hjá mér sú spurning, hvort ekki mundi gerlegt að stofna til slíks félagsskapar innan verzlunarstéttarinnar. Þegar ég var í stjórn V.R. 1945—47, átti ég oft tal um þetta við formann V.R., Guðjón Einarsson. Árangur þeirra viðræðna varð svo sá, að borin var up]> tillaga á stjórnarfundi í V.R. nm, að félagið gengist fyrir stofnun byggingarsam- vinnufélags. Var ég, ásamt þeim Agnari Lúðvígssyni og Gunnari Péturssyni, kosinn til að undirbúa stofn- un slíks félagsskapar, var boðað til stofnfundar 20. nóv. 1946, sem af tilviljun bar upp á fæðingardag Skúla landfógeta Magnússonar. Á þeim fundi var bor- ið upp frumvarp að lögum fyrir félagið, og það samþykkt og undirritað af 102 manns, sem stofnend- ur félagsins. í skírninni hlaut félagið nafnið Bygg- i ngarsamvi nnuf él ag Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. — FjárhagsráS synjaSi ykkur um fjárfestingarleyfi í byrjun, er ekki svo? Blessaður vertu. Sú heiðursstofnun var nú ekki lið- legri við okkar nýstofnaða félag en efni stóðu til. Fyrsta beiðni félagsins um fjárfestingarleyfi var send „Ráðinu“ 1947, en henni var synjað. Aftur var sótt um fjárfestingarleyfi 1948. Þá var fjórum meðlim- FRJÁLS VERZLUN um félagsins veitt fjárfestingarleyfi, sem þó voru sundurleit, það vill segja, að veitt voru leyfi fyrir misjafnlega stórum íbúðum. Var nú í nafni félagsins, fyrir hönd leyfishafa, sótt um samræmingu á leyf- unum, sem og fékkst eftir nokkra fyrirhöfn. Enn var sótt til „Ráðsins“ 1949, en þeim umsóknnm var synjað. Á síðasta ári var svo ekki sótt til „Ráðsins“. — Skortur á fjármagni hefur veriS Þrándur í Götu hjá ykkur, eins og svo mörgum öSrum? Mjög erfitt hefur verið um öflun lánsfjár. Löngu áður en byggingarframkvæmdir hófust voru gerðar ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að tryggja sölu hinna ríkistryggðu skuldabréfa. Einnig var síðar leitað til samtaka kaupsýslumanna um aðstoð við sölu bréfa, en ennþá hefur eigi tekizt að selja nein bréf á þeim vettvangi. Hafa það orðið stjórn félags- ins mikil vonbrigði. Hinn 1. desember 1950 voru loks gefin út hin ríkistryggðu skuldabréf að uþpha^ð kr. 600,000. — Fyrir velvilja fárra kaupsýslumanna hef- ur nú tekizt að selja bréf fyrir kr. 410,000. — Kunn- um vér þeim aðiljum, sem bréfin keyptu, beztu þakk- ir fyrir skilning þeirra á málefnum félagsins. Við vonum að okkur takizt fljótlega að selja þær kr. 190.- 000 í skuldabréfum, sem óseld eru, að við bættu því sem þarf til viðbótar vegna aukins kostnaðar sem orð- ið hefur frá því sem áætlað var. — Hvernig hafa svo verklegar framkvœmdir geng- iS? Þegar lokið var teikningum af húsunum, sem fram- 49

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.