Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 16
FRÁ SÉRGREINAFÉLÖGUNUM: Aöalfundur Félags Kjötverzlana í Feykjavlk - Verölagsmál kjötkaupmanna Þorbjörn Jóhannesson. Aðalfundur Félags kjötverzlana í Reykjavík var haldinn |)riðjudaginn 27. febrúar 1951 að Félagsheimili V.R. Formaður var endurkosinn Þorhjörn Jóhannesson. Tveir með- stjórnendur, þeir Johs. Klein og Sigurður Árnason, sem gengu úr stjórninni, voru einnig endurkosnir. Fyrir voru í stjórninni þeir Guðní Árnason og Þorvaldur Guðmundsson. Hagur félagsins var góður og full eining ríkti á fundinum, eins og ávallt hefur verið frá stofnun félagsins, en það var stofnað 15. febrúar 1934. Ákveðið var á fundinum, að minnast afmælis félagsins með ársboði eins og venja er til. Er það gert með þeim hætti, að meðlimir félagsins, en það eru verzlanimar sjálfar, bjóða hver um sig öllu sínu starfsfólki til ársboðsins. Er þetta góður sið- ur, sem önnur félög kaupsýslumanna mættu gjarnan taka upp, því að þannig eykst viðkynning og velvild húsbænda og starfs- manna háðum til góðs farnaðar. Kjötkaupmönnum eins og öðrum smásölum hefur oft verið horið |það á hrýn, að álagning þeirra væri of há og þannig ver- ið reynt að gera þá tortryggilega bæði í augum neytenda og framleiðenda. Til þess að flytja almenningi hið sanna í þessu máli hefur „Frjáls verzlun" aflað sér sundurliðaðra upplýsinga um innkaups- og útsöluverð nokkra kjöttegunda frá Félagi kjöt- verzlana í Reykjavík. Fara hér á eftir upplýsingar um verð- lagningu á nautakjöti: í byrjun fehr. f. á. barst Félagi kjötverzl. í Reykjavík hréf frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, þar sem tilkynnt var að eftirfarandi heildsöluverð á nautgripakjöti væri gengið í gildi. AK 1 kr. 12.00 pr. kg. AK II „ 11.00 „ „ N I 11.00 „ „ N 11 9.00 „ „ UK 1 „ 10.50 „ „ UK 11 „ 9.00 „ „ K 1 8.00 „ „ K 11 „ 6.50 „ „ K iii „ 4.00 „ „ í sama bréfi var farið fram á það, að tillögur kæmu frá Fé- lagi kjötverzlana um smásöluverð á hinum ýmsu pörtum skrokkanna, s. s. súpukjöti, heinl. steikum, huffi o. s. frv. í hréfi, er félagið sendi síðan Framleiðsluráði, er m. a. tekið fram, að til þess að finna iþann mismun er verður á kjöti frá því það er selt í Vz eða heilum skr. til kjöthúða og þar til þær dreyfa því aftur út til neytenda, oft í mjög smáum stykkjum og vandskornum, verður að gera sér Ijóst, að við slíkan skurð og sundurtekningu falla frá ýmis stykki, verðlítil eða með öllu verðlaus. Þar sem hetra væri, að allar útskýringar á slíkri niðurhrytjun færu frani á kjötsölustað, var óskað eftir, að trúnaðarmaður framleiðsluráðs, yfirkjötmatsm. Jónmundur Ól- afsson, yrði viðstaddur sundurtekninguna og kynnti sér þá hvernig verðlagningu væri hagað. Þann 1. marz voru svo nautakjötsskrokkar teknir í sundur, með það fyrir augum, að smásöluverð yrði ákveðið. Viðstaddir voru, auk kjötmatsmanns, Þorhjörn Jóhannesson, Jón Eyjólfs- son og Dagbjartur Lýðsson. Utreikningar á því, sem tekið var í sundur, fara hér á eftir: Innkaupsverö. Vi skr. AK I Nautakjöt 43 kg. á 12,00 516,00 1 Læri 201 kg. á 15,10 303,51 1 Framj) 229 „ „ 9,15 209,54 513,05 Smásöluverð. I.æri 201 fcg. 1. Steikur úr læri 6,15 kg. 29,50 181,43 2. Hryggstykki . 3,30 „ 20,00 66,00 3. Steikur úr læri • 4,20 „ 26,00 109,20 4. Bein ■ 2,25 „ 0,00 5. Skanki • 2,30 „ 5,00 11,50 6. Huppur ■ 1,65 „ 7,00 11,55 379,68 201 kg. Læri á 15,10+25% : 379,39 Meðalv . 18,88 Framp. 229 kg. 7. Súpukjöt & smásteik 141 kg. á 16,00 225,60 8. Bein 1,35 „ 0,00 9. Skanki og afg 7,30 „ „ 5,00 36,50 262,10 229 kg. Framp. á 9,15+25% smás. ál. : 261,92 Meðalv. 11,44 Innkaupsverö. Vi skr. AK II Nautakjöt 43 kg. á 11,00 473,00 1 Læri ................. 201 kg. 4 i3j60 273,36 1 Framp................. 229 ,, 8,67 198,54 471,90 Framhald á bls. 58 56 FRJÁLS ViERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.