Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 23
Sigurbjörn Meyvantsson. sölumaSur, var einn þeirra, er fórust í hinu sviplega flugslysi þ. 31. janúar s.l. Hann var fæddur 26. júní 1913, sonur hjónanna Mey- vants Sigurðssonar og El- ísabetar Jónsdóttur, en ólst upp að mestu leyti hjá afa sínum og ömmu. Hugur Sigurhjörns sner- ist snemma að verzlunar- störfum. Eftir að hafa braul- skráðst úr Verzlunarskólanum vorið 1932 réðist hann til firmams H. Ólafsson & Bernhöft í Reykjavík. Starfi hans hjá því fyrirtæki var sölumennska, en það verk fórst honum jafnan síðan sérstaklega vel úr hendi. Góður sölumaður verður að hafa marga góða eigin- leika til að bera, en þá virtist Sigurbirni sízt skorta. Prúðmannlega framkomu, glaðlyndi, greind og hóf- lega mælsku -— alla þessa eiginleika átti hann í rík- um mæli. Um skeið rak Sigurhjörn sjálfstætt fyrirtæki hér í bæ, fyrst í félagi við annan mann, en síðar einn. Við- iskiptahöft og ýmsir aðrir örðugleikar, sem steðjað hafa að verzluninni undanfarin ár, orsökuðu það, að hann varð að láta fyrirtæki sitt hætta störfum. Gerð- ist hann þá starfsmaður hjá heildverzl. Ásbjörns Ól- afssonar og ferðaðist mikið víða um land í söluferð- um fyrir firmað. Sigurbjörn heitinn starfaði talsvert að félagsmálum innan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. M. a. var hann einn af aðalhvatamönnum að stofnun sérstakr- ar isölumannadeildar innan félagsins. Hann var sér- staklega samvinnuþýður maður og boðinn og búinn til starfa, þegar til þurfti að kalla. Kvæntur var Sigurbjörn Unni Guðnadóttur, og eign- uðust þau hjónin tvær dætur, sem enn eru á aasku- skeiði. — Minningin um hinn látna félaga mun ávalb gevmast í hugum hinna fjölmörgu vina hans. Hans Adolf lijartarson, /rarnkvæmdarstjóri lézt h. 28. janúar s.E, eftir mjög þungbæra sjúkdómslegu. Hans var fæddur og upp- alinn lleykvíkingnr, sonur þeirra hjónanna Hjartar Hanssonar, stórkaupm. og Unu Brandsdóttur. Ævi- skeið hans varð ekki langt. en hugljúft þeim sem hann þekktu. Hann var aðeins 38 ára gamall. er hann lézt — fæddm 29. sejitember 1912. Burtfararprófi frá Verzlunarskóla íslands lauk hann vorið 1932, en fór skömmu síðar til framhaldsnáms í Englandi. Eftir að heim kom hóf liann verzlunarstörf hjá klæðaverzlun Andrésar Andréssonar, og var hann starfsmaður þess fyrirta»kis, þar til fyrir fáum ár- um, er hann réðst sem framkvæmdastjóri smjörlíkis- gerðanna í Reykjavík. Hans heitinn Hjartarson var gjörfulegur maður, svipurinn hreinn, viðmótið og framkoman þannig, að ekki var um að villast, að hér var á ferðinni einstakt prúðmenni. Það er vandfyllt skarð, sem Hans skilur eftir í verzl- unarstétt. Vinir hans og félagar í V. R. votta konu hans, frú Guðrúnu, börnum þeirra tveim, foreldrum og öðrum ættingjum isína dýpstu hluttekningu. FRJALS VERZLUN 63

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.