Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Page 8

Frjáls verslun - 01.06.1951, Page 8
sj / //// Z/ycþ í/rsrt cts/ris/s c/ //. ///C///S//////é /tz/t Garðar Gíslason stórkau])maður varð 75 ára 14. júní s. 1. og þann sama dag var hálf öld liðin síðan hann hóf verzlunarrekstur sinu. Fæddur er hann að Þverá í Dalsmynni í Fnjóskadal árið 1876. Hann er einn af brautryðjendum íslenzkrar verzlunarstéttar á þessari öld og um mörg ár forvígismaður, og skipa) þau rúm með mikilli prýði. Hann hefur ávallt hafi óbiiandi trú á getu og dugnaði íslenzkrar verzlunar- stéttar, hvatt hana til dáða og afreka og rutt sjálfur brautina í mörgu. Arið 1901 stofnaði hann umboðsverzlun sina í Leith, og mun því vera fyrsti íslendingurinn, sem rak slíka verzlun á Bretlandi við ísiand. Áður hafði hann starfað eitt ár á skrifstofu firmans Coplands & Berrie í Leith, en það firma stofnaði verzlunina ,,Edinborg“ hér í Reykjavík l'yrir aldamótin síðustu. Upphaf verzlunarreksturs síns hefur Garðar lýst á þessa leið: „Eg sá, að verkefni var nóg fyrir höndum, og treysti mér til þess að reka venjuleg verzlunar- erindi fyrir landa mína, en mig vanlaði algjör- lega starfsfé. Byrjunin var því nokkuð örðug. Ég hafði tamið mér að halda reikning við sjálf- an mig og eyða ekki fram yfir efni. Varð ég því í fyrstu að bjargast við svefnherbergið mitt sem skrifstofu og skriffærin sem skrifstofuhúsgögn.“ Verzlunin dafnaði furðu fljótt, og árið eftir tók hann sér félaga. Afurðirnar, sem þeim félögum voru sendar héðan að heiman til sölu í Bretlandi, voru úr- gangsfiskur, ull, gærur .rjúpur, 'hestar og rjómabús- smjör, en frá Bretlandi keyjitu Islendingar fyrir milli- göngu þeirra matvörur, vefnaðarvörur, veiðarfæri. skófatnað, leirvörur o. fl. Á þessum árum var erfitt fyrir félausan mann að keppa við dönsku umboðsmennina um verzlunina á íslandi, sem gátu óspart veitt kaupmönnum gjaldfrest á vörum, sem þeir keyptu í ársbyrjun. þar lil íslenzku aíurðirnar léllu til seinni hlula sumars og á haustin. Varð Garðar oft í fyrstu að ferðast hingað út til ís- lands til að greiða fyrir viðskiptum svo og jafna reikn- inga við viðskiptavini sína. Brátt urðu verzlunarvið- skiptin það mikil, að óhjákvæmilegt var fyrir harin ao að opna skrifstofu liér í Reykjavík í ársbyrjim 1903. og var það vísir til núverandi umboðs- og 'heildverzl- unar hans. Brátt varð' verzlun þeirra félaga svo umfangsmikil, að ekki varð hjá því komizt, að hann ílendist hér á landi. Flutti hann því búferlum hingað 1909, en félagi hans sá áfram um verzlunina í Leith, þar til þeir slitu félagsskap 1922, en ‘þá opnaði Garðar skrifstofu í Hull, sem starfrækt er ennþá. ■ Auk þess hefur Garðar starfrækt útibú á mörgum stöðum úti á landi. 76 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.