Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.06.1951, Qupperneq 10
Kitstj. blaðsins hafa farið þess á leit við Sveinbjörn Árnason verzlunarstjóra að skrifa nokkrar greinar um Kluffgasýninffar, ok hefur hann góðfúslega orðið við þeim tilmælum. Birtist hér fyrsta ffreinin, sem er nokkurs konar forspjall að þeim síðari, or almennt rabb um sýningarffluKíia. I þessari fyrstu grein minni mun ég ekki fara út í einstök atriði varðandi gluggasýningar, en vil benda þeim verzlunarmönnum, sem eru að byrja að fást við þessa grein verzlunar, á greinar um þessi efni í 1. og 2. árgangi „Frjálsrar Verzlunar.“ Óvíða sjáum við jafn fallegan fjallahring og þann sem umlykur borgina okkar. Hér hafa verið reistar margar fallegar byggingar, bæði íbúðarhús, söfn, kvik- myndahús, ’bankar og glæsilegt þjóðleikhús, en því miður alltof fá falleg verzlunarhús. En eru það ekki einmitt verzlunarhúsin með sýningargluggum sínum, sem sitja tilbreytilegan og lífrænan svip á þær götur, sem þau standa við, og gera borgina glæsilegri? Hver vildi vera án þeirra verzlana, sem nú setja svip á mið- bæinn og Laugaveginn? Mikið hefur verið ritað og rætt um fegrun Keykja- víkur og töluvert gert til umbóta í þeim efnum, fyrir forgöngu bæjaryfirvaldanna og fegrunarfélagsins. Nú er röðin komin að okkur. kairu verzlunarinenn. Hjál])- umst nú að við að fegra borgina okkar og tökum hönd- um saman og gerum sýningarglugga okkar hreina og fallega. Það getur ekki gengið lengur að sýna saman WC- pappír og silfurborðbúnað, varalit og vélahluti. mat- vörur og olíur, svo að nokkuð sé nefnt. Okkur ber að hafa fáar vörutegundir til sýnis í einu og aðeins þær, sem eiga saman. Og umfram allt skiptið oft um vörur í gluggunum. Sumarið fer í hönd og hingað er von á fleiri er- lendum ferðamönnum en nokkru sinni áður .Þessir ferðamenn koma frá löndum, þar sem öll verzlunar- menning er á mjög háu stigi. Það er því áríðandi, að við verzlunarmenn látum ekki hlut okkar eftir liggja. Sýningargluggar verzlana bæjarins eiga að vera vel skreyttir, hreinlegir og formfastir. Reynum að koma með eitthvað af íslenzkum uppruna í gluggana, en ekki eingöngu stælingar af erlendum verzlunarglugg- um, þótt margt megi af þeim læra. Hér í Reykjavík eru margir velgerðir sýningar- gluggar, og ég treysti íslenzkum verzlunarmönnum enn einu sinni til að sýna í verki hvað þeir geta. Sagt er, að sýningargluggarnir séu augu hverrar verzlunar. Látum augu verzlana bæjarins verða að augum Reykjavíkur, og umfram allt látum þau augu Ijóma tær og hrein, svo að sérhver ferðamaður megi dást að þeim og lengi minnast þeirra. Hér fylgja með nokkrar myndir af sýningarglugg- um frá vöruhúsum Stokkliólmsborgar, sem eru afai einfaldir og gott að útfæra. Sveinbjörn Árnason. 78 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.