Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 6
I MARKAÐSLEIT Spjallað við Kristján Einarsson framkvæmdastjóra S.Í.F., um síðustu markaðsferð hans. íslendingar hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera víðförulir, og það svo, að varla mun vera til orð- inn sá staður á hnettinum, þar sem íslendingur hefur ekki einhverntíma stigið fæti. Þessi útþrá okkar er að vísu skiljanleg, þegar þess er gætt, að legu landsins er þannig háttað, að umheimurinn hefur til skamms tíma verið svo til lokuð bók fyrir allan almenning, sem hefur orðið að láta sér nægja að fletta blöðum hennar í dagdraumum sínum. Þá höfum við orðið að sækja mikið af lífsnauðsynjum okkar til annara þjóða sökum fábreytni framleiðslunnar heima fyrir, og það eitt út af fyrir sig á ekki svo lítinn þátt í því hvað við íslendingar gerumst víðförulir. Utanríkisverzlun okkar íslendinga er sennilega meiri en hjá nokkurri annari þjóð (miðað við fólks- fjölda), og er óhætt að skrá það heimsmet á okkar „konto“ eins og svo mörg önnur. Snemma hafa ís- lenzkir kaupsýslumenn ýtt úr vör og leitað markaða erlendis, bæði til sölu á afurðum okkar og eins til kaupa á lífsnauðsynjum landsmanna. Þeir eru orðn- ir margir, sem lagt hafa land undir fót í þessum til- gangi, og þá sérstaklega síðasla áratuginn eftir að samgöngur okkar við umheiminn tóku þvílíkt stökk til framfara að slík eru engin dæmi. Unnið að afurðasölu. Einn er sá íslenzkur kaupsýslumaður, sem víða hef- ur farið í leit að mörkuðum fyrir afurðir okkar ís- lendinga, og óhætt má segja, að fáir hafi lagt leið sína til jafn fjarlægra staða og hann til að brjóta ís- inn fyrir afurðasölu okkar. Kristján Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, hef- ur löngum haft orð á sér fyrir að vinna ötullega að afurðasölu okkar íslendinga, hvort sem það hefur ver- ið í Reykjavík, New York eða Rio de Janeiro. Hefur starf þetta oft á tíðum verið vanþakkað og misskilið, en óhætt má fullyrða, að Kristján hefur unnið mikið og vandasamt verk í þágu markaðsöflunar fyrir fisk- afurðir okkar erlendis. Eins og áður er sagl hefur Kristján víða farið til að kanna markaði, bæði á nýj- um og gömlum slóðum, enda er mikil nauðsyn að við- halda samböndum okkar sem bezt má vera og skapa ný, þar sem kostur er á. Af stað burt i ijarlœgð. Seinni hluta febrúarmánaðar lagði Kristján upp í einhverja þá lengstu markaðsferð, sem nokkur kaup- sýslumaður íslenzkur hefur áður farið. Var ferðinni aðallega heitið til hinna gömlu markaðslanda saltfisks- ins okkar, Argentínu, Brasilíu og Kúbu í því augna- miði að kanna markaðshorfur þar. Ennfremur var ætlunin að koma við í eyríkjunum Trinidad, Puerto Rico og Jamaica, athuga sölumöguleika þangað og út- vega umboðsmenn fyrir S.Í.F. Kristján hóf ferð sína með því að fljúga með „Gull- faxa“ frá Reykjavík til Prestvíkur, en þaðan hélt hann áfram til London. Frá London lá leiðin um Nizza til Rómaborgar og Neapel og þaðan til Inssabon, en þangað fór Kristján í viðskiptaerindum, en hafði að- eins skamma viðstöðu. Síðan var haldið yfir Atlants- hafið til New York með viðkomu í Azoreyjum, Gander á Nýfundalandi og Boston. Kristján lagði því nokkra lykkju á leið sína til Suður-Ameríku sökum viðskipta- erinda, sem hann þurfti að ljúka í Róm og Lissabon. Víða mó hitta Islendinga. Eftir stutta dvöl í New York flaug hann þaðan í einum áfanga til borgarinnar Port of Spain í Trini- dad. Eyja þessi er brezk nýlenda og stjórnar henni brezkur landsstjóri. Meirihluti þjóðarinnar eru blökku menn, en þó er þar margt Breta, eða um 100 þúsund. Kristján segir loftslagið í Trinidad vera gott, enda þótt hitamælirinn geti stundum stigið nokkuð hátt. T. d. komst hitinn ujjj) í 38 stfg einn daginn, sem hann 98 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.