Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 21
Nokkur orð um ágóða Úr myndasafnl V.R. XXXIII. Lúðvík Hjálmtýsson. ..Fleiri „túrista“ og sterkara öl!“ Það verða ávallt margir til þess að tala um nauðsyn þess, að ágóði fyrirtækja sé takmarkaður- F.n hvað vilja þessir menn raunverulega og hver er afleiðingin, þegar þeir fá vilja sínúm framgengt? Þessu svarar ameríska tímaritið ,,The Freeman“ á eftirfarandi hátt: ..Auðvitað eru það alltaf einhver fyrirtæki, sem skila ágóða, í skipulagi samkeppninn- ar. En hvað um það? Þau selja vörur sínar á sam- keppnisfæru verði og borga sömu laun og hin fyrir- tækin, sem rekin eru með tapi. Og þá kemur spurningin: Hvað er ágóði ? Annað hvort selja fyrirtækin, sem sýna ágóða hetri vöru á samkeppnisfæru verði og öðlast því fleiri viðskipta- vini, eða framleiðslu- og dreifingarkostaðurinn er lág- ur. í báðum tilfellum er ágóðinn laun fyrir hagkvœm- ari rckstur. Laun eru ekki greidd með ágóðanum. Saml sem áð- ur eru launakjör almennt í hvaða atvinnugrein sem er ákveðin af þeim fyrirtækjum, sem rekin eru með ágóða. Allir, sem geta ekki greitt þau laun, verða nefni- lega að hætta. Hvað meina þess vegna þeir, sem sí og æ tala um takmörkun á ágóða? Þeir vilja í raun og veru hfeði takmörkun. hagkvœmninnar (effectivity) og laun- anna.“ Sumir þeir, sem þykjast vera sjálfkjörnir foringj- ar launastéttanna í haráttu þeirra fvrir hærri launum, en tala mest um takmörkun ágóða, ættu að íhuga þetta. ★ njósnari liafi getað hrotizt inn í það virki. Þangað liggja örlagaþræðir frá Washington, Róm, París, Brussel, Haag og hvaðanæfa úr veröldinni. Ef háttsett- ir embættismenn úr utanríkisþjónustu Breta hafa gerzt svikarar og leyndarmál, ákvarðanir og samningar, sem aðrar þjóðir hafa trúað Bretum fyrir, eru ekki lengur óhult í þessu ráðuneyti, þá missa þær til.trúna og tor- tryggnin markar afstöðu þeirra í viðskiplum við Breta. Einnig hefur hvarf þetta orðið siðferðislegl áfall fyrir Breta. Það var einhverntíma sagt, að Waterloo- orustuna hefðu Bretar unnið á íþrótlavöllunum við Eton. Þangað og í aðrar hliðstæðar uppeldisstofnanir hafa Bretar öldum saman sótt þroska og þrautseygju, sem mótað hefur leiðtoga þeirra, sem byggðu upp heimsveldi og blómlegt atvinnulíf. Ef menn eins og MacLean og Burgess, sem uppeldi hlutu í Eton og Cambridge, hafa gerzt landráðamenn, hverjum er þá hægt að treysta. HVAÐ I.IGGUR A BAK VIB MF.IRI URAMLKIBSI.il OG AUKNAR TEKJUR. „Þólt betra vinnuafl og belri aðferðir eigi mikinn þátt í að auka framleiðsluua, er það aðallega kolin, olían, gasið og vatnsaflið, er vélarnar ganga fyrir, sem hafa aukið framleiðsluna, tekjurnar og vinnu. Fleiri vélar hafa í för með sér meira af vörum. Eftirfarandi tafla sýnir hlutfallið milli þeirrar vinnu, sem menn, dýr og vélar hafa innt af hendi á ýmsum tímum í sögunni: Menn Dýr V élar Vörur á klst. 15% 79% 6% $0.27 10% 52% 38% $ 0.56 4% 4% 92% $ 1.41 Stöðug aukin afnot véla er ráðning þeirrar ráðgátu, að við getum stöðugt aukið framleiðslu og tekjur,“ segir ,-,Our American Opportunity System.“ 113 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.