Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 11
hvernig danska stjórnin, sem öllu réði þá á Islandi, tæki þessu málefni, eða hvort hún vildi veita því nokk- urt lið. — Umboðsmaður Dana hér á landi var þá amtmaður- inn á Bessastöðum, eða Bessastaðavaldið svokallaða. Hann hét Purgel og var að sjálfsögðu danskur. Þessi Purgel sýndi þegar andúð sína og mótspvrnu á móti allri framfaraviðleitni Skúla og félaga hans, en Skúli lét hann ekki aftra sér í neinu og brá sér utan með Eyrarbakkaski]ú þegar um haustið, lil þess að leita stuðnings dönsku stjórnarinnar, og gekk honum þetta erindi að óskum, eins og síðar verður saat frá. en Purgel amtmanni var vikið úr emhætli á næsta vori og var hann þar með úr sögunni. Áður en Skúli fór utan, samdi hann lillögur uin það hvernig hagur þjóðarinnar skyldi réttur við og lagði síðan fyrir dönsku stjórnina mikla greinargerð eða „allerunderdanigste Helation“ dags. 20. nóvember 1751, þegar eftir komu sína til Hafnar. — Tillögur Skúla til þess að rétta landið úr því eymdarástandi. sem það var komið í, eru í stuttu máli þessar. 1. Að senda upp 15 bændafjölskyldur frá Dan- mörku eða Noregi til þess að taka upp akur- yrkju, jilægingu og kvikfjárrækt. 2. Að iðnaðarstofnanir séu settar á fót til að kenna mönnum að hagnýta sem bezt afurðir landsins. 3. Að reynt sé til við skóggræðslu og sent til þess fræ frá Danmörku og Noregi 4. Að sjávarbændur séu styrktir til að afla sér stærri skipa til fiskveiða á djúpmiðum og flutninga með ströndum fram. 5. Að bætt eé úr peningaþrönginni í landinu og verzlunarfélaginu gert að skyldu að kaupa og selja varning gegn peningum, svo landsmenn séu ekki knúðir til að láta matvælin út úr hönd- um sér í harðærum. 6. Að verzlunarfél. sé gert að skvldu að flytja meira af matvöru og nauðsynjavöru en að und- anförnu, en minna af tóbaki og brennivíni. 7. Að verzlunarfél. sé gert að skvldu að kenna mönnum að salta fisk og kjöt. Þegar við nú athugum þessar tillögur Skúla fógeta, sem hann gerir fyrir 200 árum, kemur í ljós, að það eru einmitt tillögur hans, sem enn eru á dagskrá í dag, og sumpart er verið að koma í framkvæmd á síðustu áratugum, og hinsvegar eru enn framundan. Er ekki verið að bæta jarðrækt og kvikfjárrækt með plæging- um og kynbótum? Er ekki verið að auka ýiniskonar innlendan iðnað? Eru ekki alllaf að rísa upp nýjar „Innréttingar.“ Er ekki stórfelld skóggræðsla fram- undan? Ætli Skúla hafi ekki verið ljóst, að það þurfti l'rá Viðey. — Heimkynni Skúla iógeta um 43 ára skeið. Hér er hann grafinn. að klæða landið? Er ekki alltaf verið að bæta við stærri ski])um til fiskveiða á djúpmiðum og til flutn- inga með ströndum fram? Og er ekki alltaf þörfin fyrir hagkvamiari verzlun og meiri |)eningaviðskipti? — Jú, vissulega. — Skúli fógeti Magnússon hugsaði margar aldir fram í tímann, og viðreisnartillögur hans til handa Islendingum eru enn sígildar. — En hvernig var nú tillögum Skúla tekið hjá stjórn- arherrunum í Kóngsins Kaupinhöfn? Jú, mætavel. — Skúli hafði unnið að máli sínu með mestu festu um haustið, og notið aðstoðar mætra vina sinna í Höfn og þá mest Jóns Eiríkssonar Konferensráðs, sem þá var orðinn áhrifamaður í stjórnarráði Dana, og rétt eftir nýárið, eða 4. jan. 1752, gaf konungur út bréf um stofnun „Innréttinganna.“ — Hann lagði fram 15. þús. Bd. í reiðu fé úr konungsfjárhirzlunni, og auk þess allar vélar í stofnunina og tvær fiskiduggur. — Skúli hafði unnið mikinn sigur og sá nú hilla undir þann dag, að hugsjónir hans rættust, en óraði samt ekki fyrir þeim vonbrigðum, sem hann því miður varð að þola; hann tók nú ótrauður og hugdjarfur til þess að undirbúa framkvæmdir á hugsjónum sínum þegar á næsta vori. Skúla fógeta hefur, ef að líkum lætur, líkað það að standa í önnum við það að kaupa inn til slofnanna veturinn 1752. — Nú hafði hann í liöndum sér afl þeirra liluta sem gera skal, — peningana úr konungs- sjóði. Hann keypti nú vélarnar og annað til verk- smiðjanna. Hann keypli líka duggurnar tvær, 32 og 34 smálesta, sem báðar voru skírðar í höfuðið á hin- um náðuga konungi Friðrik 5. ,og hétu „Friðriksvon“ og „Friðriksósk". Hann brá sér líka til Noregs og keypti þar viðarfarm til húsagerðar verksmiðjanna og loks réði hann, með aðstoð stjórnarinnar, 15 bænda- fjölskyldur í Danmörku og Noregi til íslandsferðar. FRJÁLS VERZLUN 103

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.