Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 8
fiskurinn okkar, sem sendur hefur verið til Brasilíu eftir stríð, er fallinn að áliti niður í það, sem hrezki fiskurinn var áður. Ástæðurnar fyrir þessum álits- hnekki eru aðallega þær, að geymsluþol fisksins iief- ur reynzt mun minna en fyrr og því orðið miklar skemmdir á sendingum. Sumt af fiskinum hafði verið of linþurrkað, þegar liann fór frá landinu, og ýmsir flutningsörðugleikar hafa valdið því, að hann hefur verið óhóflega lengi á leiðinni til ákvörðunarstaðar- ins og ekki þolað svo langa ferð. Vonandi verður ráð- in bót á þessu hið bráðasta, svo að íslenzki sallfisk- urinn geti -aftur skipað þann heiðurssess, sem hann var búinn að vinna á brasilíska markaðnum. Af hverju svörum við ekki? Kristján hafði nokkra viðdvöl í Brasilíu, en það er þýðingarmesti markaðurinn fyrir íslenzka fiskinn þarna suður frá. Á meðan Kristján dvaldi í landinu naut hann ágætrar fyrirgreiðslu ræðismanns okkar, Kent Lutey í Río og umboðsmanna S.I.F., Finns B. Arnesen í Sao Paulo og A. J. Hollevik í Río Svo virðist sem íslenzkum kauj)sýslumönnum ælli að ganga seint að hrista af sér það sliðruorð, sem þeir hafa fengið á sig sökum seinagangs og trassaska])ar við að svara verzlunarbréfum frá erlendum firmum. Varð Kristján sérstaklega var við þetta á ferð sinni um Brasilíu og raunar víðast, þar sem hann kom. Hitti hann menn, sem höfðu skrifað heim til íslands, en þau bréfaviðskipti urðu nokkuð einhliða, þar sem að íslenzku jirmun svöruðu annaðhvort seint eða aldrei. Sem von er kemur þetta útlendingum kynlega fyrir sjónir, en því miður er sjaldan hægt að hera í bæti- fláka fyrir kæruleysi okkar í þessum efnum. Kristján Einarsson bendir réttilega á, að mikill skortur sé á vel færum hraðriturum og vélriturum hérlendis, sem þýð- ingarmikið er að hafa fyrir hin stærri fyrirtæki, er þurfa að senda frá sér fjölda bréfa á erlendum tungu- málum svo til daglega. Enda þótt þetta sé nú bara útúrdúr frá ferðalaginu, þá virðist samt vera ve) tíma- bært að reyna að finna einhverja lausn á þessu vanda- máli fyrir íslenzka verzlunarstétt. Þar, sem Eva og Perón ráða ríkjum. Frá Brasilíu, þessu víðáltumikla framlíðarlandi, sem telur nú um 52 milljónir íbúa, hélt Kristján áfram lengra suður á bóginn og ennþá fljúgandi um loftin blá eins og fyrri daginn. Ferðinni var nú heitið til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu og þeirra hjón- anna, Evu og Peróns. Hafði Kristján viðkomu í Montevideo, höfuðborg Uruguay. I Argentínu hafði hann viku viðdvöl og var að heita allan tímann í Buenos Aires, en hún er sannkölluð heimsborg og sú stærsta í Suður-Ameriku. Telur hún ásamt nærliggj- andi borgum um 7 milljónir íbúa. Á borginni er mik- ill nýtízkur svi])ur; stílhreinir skýjakljúfar gnæfa þar við himinn, breið og óvenjulöng stræti tevgja sig eft- ir borginni, en undir þeim þjóta neðanjarðarbrautir í allar áttir. Kristján segir, að 6—8 Islendingar séu bú- settir í Buenos Aires, og hitti hann nokkra þeirra á meðan hann stóð við. M. a. hafði hann samband við lngimund Guðmundsson, en hann er umboðsmaður S.I.F. Ingimundur er kvæntur argenlískri konu og hef- ur verið búsettur í Argentínu nokkuð lengi. Vinnur hann hjá liinu heimsþekkta kjötiðnaðarfyrirtæki Swift & Co. Eins og mönnum er kunnugt, þá er Argentína eitthvert mesta kjötframleiðsluland í heimi. Söluörð- ugleikar hafa verið talsverðir á kjöti, og kvað Kristján flest frystihús Iandsins hafa verið yfirfull af því um það leyti, er hann var þar á ferð. Kjötneyzla hvers einstaklings er sögð að meðaltali um 100 kg. á ári, og því langsamlega mest í heiminum. Þrátt fyrir þetta krefst stjórn landsins, að kjötneyzlan aukist og leggur þar af leiðandi lítið upp úr því, hvort inn sé fluttur saltfiskur eða ekki. Islenzkur fiskur hefur hinsvegar haft gott orð á sér í Argentínu, og hafa fagmenn í J)essari vörugrein þar í landi jaínvel ialið hann bezt- an í heimi. Kristján telur J)ó, að litlar h'kur séu fyrir J)ví að mikið af saltfiski verði flutt til Argentínu á meðan miklar birgðir af kjöti eru fyrir í landinu og erfiðlega gengur með sölu á því til annarra landa. Annars er það alkunna, hve ýms verzlunarmál Argen- tínumanna eru framkvæmd með óvenjulegum hætti, og breytast skoðanir innflutningsyfirvaldanna oft frá degi til dags. Kristján lætur yfirleitt vel yfir dvöl sinni í Argentínu og segir mikinn myndarbrag á öllu J)ví, er hann sá meðan hann dvaldi J)ar. Yfir frumskóga Brasilíu. Nú var ekki haldið lengra suður á bóginn, og fór því Ivristján að hugsa til heimferðar, en það var drjúg bæjarleið. Frá Buenos Aires flaug hann aftur til Rio með viðkomu í Montevideo. Síðan var haldið frá Rio norður yfir þykkustu frumskóga Brasilíu alll til borg- arinnar Belem, sem liggur nyrzt í landinu og er nokk- urskonar hafnarborg Amazon-dalsins. Telur Kristján þetta hafa verið einhverja erfiðustu leið ferðarinnar. Bæði er landslagið tilhreytingarlaust — villtir frum- skógar og svo til ókannað land, og auk þess gekk á með þrumum og eldingum mikinn hlula leiðarinnar. Þetta var því langt frá ])ví að vera nokkur skemmti- ferð. Áfram flaug Kristján til Cayenne, höfuðborgar Frönsku Guiana, þar sem flest viðski])ti eru í höndum 100 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.