Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 22
SVEINBJÖRN ÁRNASON: Þættir þeir, sem hér verða birtir um gluggasýningar, eru aðallega til þess að vekja áhuga verzlunar- og kaupsýslumanna fyrir gluggaskreytingum. Einnig er þeim ætlað að benda á þær nýjungar, er fram kunna að koma, og hvar hægt sé að fá meiri þekkingu í þessari verzlunargrein. Verzlanir eru staðsettar við mismunandi góðar verzlunargötur, og fer það eftir því hve umferð um götur þær, sem verzlunin er við, er mikil. Því fleiri sem fara daglega fram hjá einhverri verzlun. þeim mun meiri kostnað og vinnu er nauðsynlegt að leggja í glugga- og ljósaskreytingar til þess að vekja eftir- tekt vegfarenda, fá þá til þess að nema staðar við gluggana og helzt að koma inn í verzlunina og epyrjast fyrir um þær vörur, sem sýndar eru. Ef til vill er verzlunin full af vörum, en fáir eða engir kaupendur, og þess vegna engin sala. Það er því nauðsynlegt: 1. að vekja eftirtekt fólks á verzlunni, og 2. fá það til að koma inn og kaupa eitthvað. Það hefur þó nokkrum sinnum komið fyrir, að dug- legur kaupmaður hefur opnað verzlun í hverfi, er ckki þótti áður tiltækilegt að verzla í, en hefur með góðum glugga- og ljósaskreytingum breytt því í ágæt- an og umtalaðan verzlunarstað. Þess vegna er mjög mikilvægt, hvar svo sem verzlanir eru staðsettar, að Ieggja rækt við góða glugga- og búðarlýsingu. Glugga- sýningar eru ávallt fallegri við Ijós en dagsbirtu, jafnvel þótt engin sérstök Ijósabreyting sé notuð. AII- ar vörur sýnast fallegri og litir skærari og hreinni. Þsss vegna vekja gluggasýningar ávallt mesta eftir- tekt fyrst á haustin, eftir að ljósin hafa verið tekin í notkun. Nú er réttur tími til að athuga öll gluggaljós og hvort ekki þarf hreytingar eða lagfæringar við. „Látið ljósið selja vörur yðar“, stendur í lítilli bók, tem Philips-verksmiðjurnar hafa gefið út, bók, sem ég vil benda ykkur á að fá hjá umboðsmanni firm- ans hér, Snorra P. B. Arnar, ef þér hafið í hyggju að breyta til um glugga- eða búðarlýsingu. Hér að ofan birtast tvær myndir úr bók þessari, er 'sýna smekklega og góða gluggalýsingu. 114 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.