Frjáls verslun - 01.01.1953, Side 8
Fyrirtæki sem þetta var alger nýjung hér á landi
og vakti mikla athygli. Reistir voru þrír stórir olíu-
geymar, og sáu Islendingar algjörlega um smíði
þeirra. Annað eins stórvirki hafði ekki fyrr verið
unnið á því sviði í landinu. Byggð voru hús, gevmslur
og vinnuskálar, smíðuð 300 m. löng bryggja, lagður
600 m. langur vegur o.m.fl.
011 þessi mannvirki voru að mestu leyti fullbúin í
árslok 1927 og þótti fljótt og vel af hendi leyst. Þann
21. desember lagðist 5 þús. smálesta skip við stöðina
og var afgreitt á þann hátt, að olíunni var dælt úr
því og upp í olíugeymana á landi. Var þetla í fyrsta
skipti, sem olía var flutt hingað í tankskipi.
Voru þetta vissulega þáttaski 1 í olíumálum lands-
manna.
Um sama leyti voru settir upp nokkrir smærri
geymar í kaupstöðum og kauptúnum út um Iand, og
byggð önnur mannvirki í sambandi við þá, svo sem
bryggjur, olíuleiðslur o.fl.
Samhliða þessum framkvæmdum var svo smíðað
fyrsta olíuflutningaskip Islendinga, er hlaut nafnið
„Skeljungur“. Smíði þess var nauðsynlegur hlekkur
í framkvæmdunum, þar sem því var ætlað að annast
olíuflutninga frá stöðinni í Skerjafirði til geymanna
úti á landi.
Á meðan á framkvæmdum þessum stóð, var unnið
að undirbúningi að stofnun félagsins. H.f. Shell á
íslandi var svo formlega stofnað 14. janúar 1928.
Tilgangur þess var að starfrækja verzlun með benzín,
steinolíu og skyldar olíutegundir. Stofnendur félags-
ins voru Magnús Guðmundsson, Hallgrímur A. Tul-
íníus, Björgúlfur Ólafsson, Gísli J. Johnsen og Hall-
grímur Benediktsson.
Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins var Hallgrímur
A. Tulíníus, og gegndi hann því starfi til 1935, er
hann lét af störfum sökum heilsubrests. Tók þá nú-
verandi framkvæmdastjóri, Hallgrímur F. Hallgríms-
son, við störfum hans, en hann hefur unnið hjá fé-
laginu frá stofnun þess.
Vöxtur og viðgangur félagsins.
Eins og landslýð er kunnugt, hafa orðið stórfelldar
breytingar hér á landi á þeim 25 árum, sem Iiðin eru
frá stofnun félagsins. Olíuþörf landsmanna hefur
aukizt gífurlega með auknum vélakosti og bættum
samgöngum. Sala allra olíutegunda, nema ljó:aolíu,
hefur farið sívaxandi, og á síðustu árum hafa bætzt
við áður óþekktar tegundir, t.d. flugvélabenzín og
brennsluolía. Félagið flytur nú inn flestar tegundir
olíu og auk þess margt fleira, eins og t. d. olíuasfalt
og ýmislegt til lyfjagerða.
Árið 1928 nam heildarsala á olíum á öllu landinu
tæpum 15 þús. smálestum, en á s.l. ári nam hún 182
þús. smál. Af því magni flutti H.f. Shell inn 58 þús.
smál. Má sjá af þessu hversu olíunotkun landsmanna
hefur aukizt gífurlega á síðustu 25 árum.
Starfsemi félagsins er dreifð um land allt. Geymar
fyrir olíu og benzín hafa verið settir upp á öllum
höfnum landsins, og litlir benzíngeymar eru meðfram
Framh. á bls. 11.
Núverandi
stjórn H/F
Shell, talið
frá vinstri:
Haliffrímur
Benediktsson,
Björgúlfur
Ólafsson,
Hall^rímur
A. Tuliníus
og Hallgrímur
F. Hall
grímsson.
t • -ðsté íMm
oT’9 '■.f-í"
8
FRJÁLS verzlun