Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 9

Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 9
Franz von Papen SÍÐASTI FUNDUR MEÐ HITLER Ég hélt á brott frá Tyrklandi 5. ágúst 1944. Tyrk- neski utanríkisráðherrann hafði léð mér einkajárn- brautarvagn sinn, en lestin fór ekki nema að landa- mærunum. Hugmyndin var, að ég hefði vagnaskipti á búlgörsku landamærastöðinni Svilengrad, en þar &em Búlgararnir höfðu engan vagn til skipta, varð ég að setja mig í samband við tyrkneska utanríkis- ráðuneytið og fá leyfi til að halda áfram ferð minni í vagni þeirra alla leið til Sofia. Áítandið í Búlgaríu var þegar orðið mjög erfitt. Slit stjórnmálasambandsins milli Þýzkalands og Tyrk- lands og hin mjög svo hraða sókn rússnesku herjanna hafði í för með sér aukna vinsemd Búlgara í garð Slava. Mér til mikillar undrunar voru móttökurnar á hverri brautarstöð þvert yfir landið, þar sem viðdvöl var höfð, hinar beztu; mér voru færð blóm, ávextir og innlent sveskjuvín. Aftur á móti var meðferðin á starfsfólki þýzka sendiráðsins á allt annan veg stuttu síðar, þegar það reyndi að komast undan sókn Rússa á þeim tíma, sem allt var að hrynja saman. Kannske hafa nú Búlgararnir, þrátt fyrir allt, haft einhverjar óljósar sj)urnir af viðleitni minni til að viðhalda friði í suð-austur Evrój)u. Lestin rann í gegnum Belgrad stuttu eftir að Bandamenn höfðu gert harða loftárás á borgina. Þegar við komum til liudapest, hinnar hrífandi fögru borgar við Dóná, var hún böðuð i geisl- um ágústsólarinnar og algjör- lega ósnortin hinni miklu eyðileggingu, sem hún þurfti að þola stuttu síðar. Ég nálg- aðist nú óðum þýzku landa- mærin, og voru hugsanir mínar mjög svo efablandnar.^ FRANZ von PAPEN á nð baki sér einhvern þann viðburðarríkasta off œvintýralcRasta stjórnmála- feril, er uin ffetur í söru síðari ára. Hann var um skeiö kanzlari Þýzkalands o«: aðstoðarkanzl- ari í f.vrstu ríkisstjórn Hitlers árið 1933. Sentli- herra Þjóðverja í Tyrklantli varð von Papen 1939, en ]>ví embætti ffeffndi hann um fimm ára skeið. Kom liann mjöff við sör:u í ýmsuin mikil- væpm málum meðan á styrjöldinni stóð. Fyrir nokkru eru komnar út ,,.Æviminnins;ar“ von Papen, off hefur sú bók vakið mikla athyffli, enda býdd á mörp tunffumál. 1 kafla l>eim úr bókinni, er hór birtist £ lauslep:ri býðin^u, seffir frá því, be^ar von Papen liverfur aftur lieim til Þýzka- lands frá Tyrklandi eftir að stjórnmálasambandi milli ríkjanna hafði verið slitið. Fyrir það fyrsta var ég við því búinn að verða hand- tekinn af Gestapo, þýzku leynilögreglunni. Ekk.i var útilokað, að einhver þeirra, sem handteknir voru eftir banatilræðið við Hitler þann 20. júlí, kynni að hafa bendlað mér við málið. Þá var einnig mjög sennilegt, að ég væri ofarlega á lista hjá þeim sem líklegur að- ili til að semja við Bandamenn eða sem væntanlegur utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn, sem kynni að taka við af Hitler. Sonardóttir mín hafði verið mér samferða frá Tyrklandi, og bað ég hana fyrir skila- boð til konu minnar, sem hafði farið á undan mér heim, ef ske kynni, að eitthvað óvænt kæmi fyrir. Þegar að iandamærunum kom, virtist samt allt ganga sinn eðlilega gang. f Dresden skildi ég við sonardóttur mína og sendi allan farangur minn með vagnstjóra heim til Wallerfangen. Mér datt nú í hug, að ég myndi verða tekinn til hirtingar, þegar ég kæmi til Berlínar, og var ekki laurt við, að mér væri órótt innanbrjósts síðasta áfanga leiðarinnar. Þeir, sem tóku á móti mér í Berlín, voru þó ekki Gestapomenn, heldur sendimenn utanríkisráðuneytisins, og var Dörnberg fyrir þeim. Ég komst brátt að því, að ótti minn við handtöku var ástæðulaus, enda þótt and- rúmsloftið í höfuðborginni gæti vart verið verra. Dörnberg hvíslaði því að mér, að fjöldi háttsettra manna í utanríkisráðuneytinu hefðu verið teknir höndum, þar á meðal nokkrir fyrrverandi samstarfsmenn mínir. Þá var gert ráð fyrir því, að ég yrði mættur í aðalbækistöðvum foringjans í Austur-Prússlandi- strax næsta dag. Einn af þeim fyrstu, sem heimsóttu mig eftir að ég kom FRJÁLS VERZLMW

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.