Frjáls verslun - 01.01.1953, Page 12
GÍSLI HALLDÓRSSON
ARKITEKT:
UPPBV6GING ENSKRA BÆJA
UM MÁNAÐARMÓTIN
nóv.-des. s. 1. fór ég til
Englands og Danrnerkur.
Ég hafði hugsað mér að
fara þessa ferð fyrir einu
og hálfu ári vegna ýmissa verkefna, er ég hafði með
höndum, en vegna anna gat ekki orðið úr ferð þessari
fyr en nú.
Ég hafði að sjálfsögðu hugsað mér, að ferð þessi
yrði farin í sumarfríi, en varð nú að jólafríi. Jafn-
framt því að kynna mér svipuð verkefni og ég hafði
með höndum, hafði ég hugsað mér að kynna mér
uppbyggingu hinna mörgu nýju bæja, sem nú eru í
byggingum í Englandi. Bæir þessir eiga flestir að
verða á stærð við Reykjavík, þegar lokið er við
byggingu þeirra. Öllum er þeim ætlað það hlutverk
að taka á móti fólki úr stórborgum landsins og
stöðva þar með útþennslu þeirra.
ÁRIÐ 1946 voru sett lög í Englandi, þar sem á-
kveðið var að byggja upp þessa nýju bæi alveg frá
grunni. Ástæðan fyrir þessu var fyrst og fremst vegna
þeirra miklu erfiðleika, sem hinar stóru og gömlu
borgir hafa skapað þar í landi með tilliti til um-
ferðar, fjarlægðar fólks frá vinnustöðvum, þéttbýlis
o.fl. Á stríðsárunum höfðu margar borgir einnig
orðið fyrir alvarlegum loftárásum, og var því ætlun-
in að reyna að sameina það tvennt, að flytja húsnæð-
islaust fólk í þessa nýju bæi, svo og að rýma heil
hverfi, sem nauðsynlegt var að rífa til grunna og
endurbyggja, vegna þess að ekki er hægt að telja
sum hverfin í þessum stórborgum íbúðarhæf fyrir
fólk nú á dögum.
Nefndir voru settar á stofn til þess að athuga á
hvern hátt væri heppilegast að koma þessum lögum
í framkvæmd. Mörg álit voru samin og beindust þau
að sjálfsögðu flest að London, enda mest þörfin að
leysa úr því alvarlega ástandi, sem þar hefur verið
12
i áratugi, en varð þó enn
ískyggilegra um og eftir
síðasta stríð. Endirinn á
þessum undirbúningi varð
því sá, að ákveðið var að
byggja 11 nýja bæi í Englandi og Wales, þar af 7 í
námunda við London, og áttu þeir beinlínis að taka
á móti fólki þaðan. Víðast voru valdir staðir, þar sem
smáþorp höfðu myndazt og höfðu þegar góðar sam-
göngur við London. Þegar þessir bæir verða full-
byggðir, eiga þeir flestir að rúma um 50—60 þús.
íbúa. Þó er undantekning með tvo þeirra, sem ætlaðir
eru fyrir um 80 þús. íbúa.
Framkvæmdir hafa nú staðið yfir í 5 ár, þar ineð
talin undirhúningsvinna og skipulagning. Ég skoðaði
þrjá af þessum bæjum, en sá bær, sem ég kynnti mér
einna bezt, heitir Crawley, og er í 50 km. fjarlægð
frá miðri London.
ÁÐUR en ákveðið var að byggja þarna einn af
þessum nýju bæjum, var Crawley lítið þorp, með
5 þúsund íbúa í sjálfu þorpinu, en um 4 þús. íbúa
dreifða um næsta nágrenni, sem hinn nýi bær mun
ná yfir. Þorp þetta hafði myndazt, eins og mörg
önnur þor[), báðum megin við þjóðveginn, er liggur
frá London til Brighton. Þessi vegur er að sumarlagi
einhver sá fjölfarnasti af öllum þeim vegum. sem
liggja frá London. Það var því nauðsynlegt að taka
allmikið tillit til hans í skipulagningu á hinum nýja
bæ.
HINN NÝI bær hefur verið skijiulagður í 11 sjálf-
'ítæð hverfi, þar af 9 íbúðarhverfi, 1 aðalverzlunar-
hverfi, sem er um leið miðbik bæjarins, og 1 iðn-
aðarhverfi. Hvert íbúðarhverfi er byggl upp sem
sjálfstæð heild með nánu sambandi við miðbæinn,
eftir þvervegum, en ágætt samband við iðnaðarhverf-
ið eftir hringbraut, er öll hverfin liggja að. Hring-
braut þessi liggur á milli íbúðarhverfanna, sem liggja
FRJÁLSVERZLUN
Oísli Halldórsson, arkltckt, liefur skrifað eftirfarandi
g;rein fyrir FRJÁESA VERZFUN. Hann er nýkominn
heim frá Englandi, þar sem hann kynnti sér uppbyffK-
ingu hinna nýju bæja, sem EnKlending;ar eru að reisa
ojj; vakið hafa mikla athygjli. Lýsir Gísli fyrirkomu-
la«;i o«; skipulagninKu eins af bæjum þessum, svo og
húsagerð.