Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Side 16

Frjáls verslun - 01.01.1953, Side 16
Vilhjálmur 1>. Gíslason, fjTrverandi skólastjóri. Um mánaðarmótin janúar-febrúar s.l. lét Vilhjálm- ur Þ. Gíslason af skólastjórn Verzlunarskólans, þar sem .hann tók við embætti útvarpsstjóra frá sama tíma. Skólastjóri Verzlunarskólans varð Vilhjálmur árið 1931 og hefur haft það starf á hendi til þessa. í því starfi hefur hann aflað sér mikilla vinsælda, jafnt nemenda sinna sem samkennara, og átt mestan þátt í að gera Verzlunarskólann að traustri og vin- sælli menntastofnun. Hann er einn af þeim skólamönnum, er gert hef- ur sér sérstaklega far um að kynnast lífsviðhorfi æsk- unnar og skilið hana rétt. Hann hefur ávalll verið boðinn og búinn að rétta nemendum sínum örvandi hönd, hvort sem um hefur verið að ræða námið sjálft eða félagslífið innan skólans. Það vitum við gerzt, er notið höfum handleiðslu hans á okkar eigin námsár- um. Of langt mál yrði að telja hér upp önnur störf Vilhjálms í þágu alþjóðar og annarra málefna, þar sem það hefur verið gert á öðrum vettvangi, en þau eru mörg. Vilhjálmur hefur verið nátengdur starfsemi út- varpsins allt frá upphafi og rödd hans hefur heyrzt oftar á öldum ljósvakans en flestra annarra. Vin- sældir hans sem útvarpsfyrirlesara verða af engum dregnar í efa. Á þessum tímamótum þakkar verzlunarstéttin Vil- hjálmi örugga skólasljórn í liðleg tuttugu ár og ó;k- ar honum allra heilla í nýja starfinu. í rilnefnd FRJÁLSRAR VERZLUNAR átti Vil- hjálmur sæti í mörg ár og vann mikið og golt verk í þágu blaðsins á fyrstu árum þess. Fyrir allt það færir blaðið honum þakkir sínar og biður hann vel njóta í því ábyrgðarmikla starfi, er hann hefur nú tekizt á hendur. G. 16 FRJÁLSverzlun

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.