Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 21

Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 21
Fyrrverandi stjórn off varastjórn F.Í.I. Sitjandi frá vinstri: Sveinn B. Val- fells, Kristján Jóh. Kristjánsson, formaður, off Sigurður Waaffe. Standandi frá vinstri: Gunnar Friðriksson, Axel Kristjánsson, MaRnús Ví^Iundsson o{í Sveinn Guðmundsson. ísfenzkra iunrekenda 20 ára Verksmiðjuiðnaður hér á landi er ung atvinnu- grein, sem hefur á skömmum tíma þróazt í að vera ein af máttarstoðum þjóðarhúskaparins, enda er iðn- aðurinn einn af þremur aðalatvinnuvegum lands- manna. Mun yfir 40% þjóðarinnar liafa framfæri sitl af iðnaði. Sýnir þetta betur en nokkuð annað mikil- vægi iðnaðarins fyrir okkar fámenna þjóðfélag. Iðnrekendur skildu snemma þörfina á að bindast samtökum, þótt fáir væru. Félag íslenzkra iðnrekenda var stofnað 6. febrúar 1933, og var aðalhvatamaður að stofnun þess, Sigur- jón Pétursson á Álafossi, er þá var einn mesti iðju- höldur hér á landi. Hann varð fyrsti formaður fé- lagsins og gegndi því starfi í 12 ár samfleytt, en þá tók við núverandi formaður, Kristján Jóh. Kristjáns- son. Stofnendur F.l.I. voru 14 verksmiðjur í Reykjavík og nágrenni, en brátt hætlust fleiri við út um land allt. Verksmiðjur þær, er stóðu að slofnun félagsins, greiddu á stofnári þess um 600 þús. krónur í vinnu- laun. Tíu árum síðar voru verksmiðjur innan félags- ins orðnar 68 að tölu og greiddu um 8 millj. kr. í vinnulaun á ári. Við seinustu áramót voru innan samtakanna 144 verksmiðjur, er greiddu á árinu 1951 um 45 millj. kr. í vinnulaun. Hafa launagreiðslur verksmiðja innan F.I.I. þannig 75 faldast frá því er félagið var stofnað. Má nokkuð af því marka þróun verksmiðjurekstursins í landinu. Vöxtur og viðgangur samtakanna hefur aukizt með hverju ári, og síðan 1940 hefur verið starfrækt sér- stök upplýsinga- og fyrirgreiðsluskrifstofa í Reykja- vík. Eitt af höfuðverkefnum skrifstofunnar er að kynna íslenzkar framleiðsluvörur, en á því sviði hef- ur mikið og gotl verk áunnizt. Samtökin virðast vel skipulögð og starfshættir allir til fyrirmyndar. Framkvæmdastjóri samtakanna nú um átta ára skeið hefur verið Páll S. Pálsson, lög- fræðingur. lðnsýningin s.l. hausl gaf almenningi nokkra inn- sýn yfir þróun iðnaðarins og hvar við erum á vegi staddir í þeim málum. Var sú sýning í heild iðnaðin- um til mikils sóma. Með slofnun iðnaðarhankans, er hrált tekur til slarfa, sjá samtökin eitt af baráttumálum sínum um nokkur árabil rælast. Er vonandi, að hann eigi eftir að verða íslenzkum iðnaði mikil lyftistöng á ókomn- um árum. FRJÁLS VERZLUN óskar F.Í.I. og íslenzkum iðn- aði allra heilla á tuttugu ára afmæli samtakanna. Cr. M. FRJÁLS VERZLUN •21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.