Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 1
• 9
lya/J
15. ARG. 5—8. HEFTI — 1953
Terzlnii og* Yerka§kipting
Verzlunarstéttin hefur me3 réttu kvartað undan því á liðnum árum, að réttur henn-
ar sem starfsstéttar í þjóðfélaginu vœri virtur að vettugi. Nokkuð hefur nú unnizt á
um réttarbœtur verzlunarstéttinni til handa með auknu verzlunarfrelsi. En samhliða
því hafa í auknum mœli komið i ljós veilur innan stéttarinnar, sem lýsa félagslegum van-
þroska.
Verzlunarstéttin byggir tilveru sina á þvi, að reglan um verkaskiptingu innan þjóð-
félagsins sé almennt viðurkennd. Þegnamir skipti með sér verkum og skipi sér í starfs-
stéttir, sem hver um sig hafi ákveðin verkefni að leysa og viðurkenni tilverurétt hverr-
ar annarrar. Ef verzlunarstéttin vill, að aðrar stéttir viðurkenni starfsrétt hennar og verk-
svið, verður hún að hafa þann félagslega þroska til að bera, að hún viðurkenni verka-
skiptingu innan eigin vébanda. í
Þeir sem ekki vilja viðurkenna þjóðfélagslegt hlutverk verzlunarstéttarinnar, hafa nú
stofnað fjölmörg pöntunarfélög. Hreyfing þessi felur í sér beina afneitun á nauðsyn
verzlunarstéttarinnar fyrir þjóðfélagið. Henni er því stefnt gegn verzluninni sem atvinnu-
veg og verzlunarstéttinni í heild, jafnt verzlunarmönnum, sem smákaupmönnum og
heildsölum. Þetta œtti öllum, sem við verzlun fást, að vera ljóst. En hvernig hefur stéttin
brugðizt við þessu? í stað þess að snúa saman bökum til varnar, verður þess í vax-
andi mceli vart, að einstakar greinar verzlunarinnar snúist hver gegn annarri og virði
ekki hvers annars rétt né verksvið. Heildsalar selja pöntunarfélögum, jafnt hvort sem
þau hafa opna búð eða ekki. Smásalar stofna sín pöntunarfélög, til þess að komast
fram hjá heildsölum, og iðnaðarheildsalar o )na sölubúðir fyrir eigin framleiðsluvörur.
Allt miðar þetta að þvi a.ð sundra stéttinni og eyðileggja starfsmöguleika hennar, og
þá um leið að rýra atvinnuöryggi verzlunarmanna, sem standa uppi varnarlausir í
þessum átökum.
Verzlunarstéttin var tœpt komin á tímum hafta og banna, þegar ríkisvaldinu var
beitt gegn henni, og henni hefur gengið nógu illa að fá aðrar stéttir til þess að við-
urkenna tilverurétt hennar, þótt hún fari nú ekki að ganga milli bols og höfuðs á sjálfri
sér. Ef verzlunarstéttin vill lifa og njóta fre’sis og viðurkenningar annarra stétta, verð-
ur hún að sýna aukinn félagsþroska og samheldni. Hún verður að láta sér skiljast, að
verzlunarmaðurinn, smásalinn og heildsalinn hafa allir sínu ákveðna þjóðfélagshlut-
verki að gegna og hafa þó allir sameigin ega heildarhagsmuni.