Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 6
SýningarííluKffar Heklu eru mjög; smekklegfir. í g;lug:g:- anum til hægri hefur verið komið fyrir hringmyndaðri plötu, sem snýst fyrir raf- inag:ni. Veg:farendur geta því auðveldlega séð sem mest af vörum verzlunarinnar. Ljósm.: P. Thomsen. vörðustíg 3, og ]iar var verzlunin lil húsa, þar til 14. maí í vor. Var þá gert samkomulag um leigu á hús- næði því, sem Soffíubúð hafði haft í Austurstræti 12. Ákveðið var að gera þarna miklar hreytingar, sem fullnægðu ströngustu kröfum nútímans. Halldóri H. Jónssyni arkitekt var falið að gera teikningu að inn- réttingu verzlunarinnar. Smíði annaðist svo Trésmiðjan h.f., e.i Rönning sá um raflagnir allar og Ijósaútbúnað. Til nýjunga á því sviði má telja ljóskastara, sem beina má í allar áttir, og setur það mikinn svip á verzlunina, þegar rökkva tekur. Ifúsnæðinu er skipt í tvær deildir, raf- magnsvörudeild og snyrtivörudeild. Hefur tekizt að samræma þessar háðar deildir og fella inn í heildar- svip verzluna’únnar, þannig að engin truflun hlýzt af. Sérstckum básum hefur verið komið upp fyrir heim- ilistækin, svo sem kæliskápa og þvottavélar. Ennfrem- ur er þarna hringmyndaður pallur fyrir ýmiskonar raflampa, sem auðvelda mönnum að skoða sem bezt, það sem á boðstólum er. Sýningargluggar verzlunar- innar eru mjög til fyrirmyndar. og koma þeir vegfar- endum næstum ósiálfrátt til að staldra við og líta á það. sem sýnt er. Ýmsum af vörum þeim, sem verzlun- in hefur til sölu, er komið fyrir á hringmvndaðri tré- plötu, sem rafmagnsmótor er látinn snúa. Dregur þetta strax að sér athygli vegfarenda. Hekla h.f. hefur á boðstólum ýmiskonar heimilis- tæki og rafmagnsvörur eins og áður er sagt. Þar má sjá kunn vörumerki eins og Kelvinator og General Electric kæliskápa, Sunbeam, Kenwood og G. E. hrærivélar, Dexter og Speedqueen strauvélar, Bendix, Beatty og Dexter þvottavélar auk ýmissa annarra heim- ilistækja. í hreinlætisvörudeildinni ber mest á Toni snyrtivörum, en hárliðunarvökvinn með sama nafni hefur orðið mjög umdeildur hérlendis, svo sem kunn- ugt er. Framkvæmdastjórar Heklu h.f. eru þeir Sigfús Bjarnason og Árni Gestsson. Er ástæða til að óska þeim ti] hamingju með þessa nýju og glæsilegu verzlun í hjarta bæjarins. Nýr viðskiptasamningur: Hinn 31. ágúst s.l. var undirritaður nýr viðskipta- samningur milli íslands og Tékkóslóvakíu, og gildir hann til eins árs. Ætlað er, að viðskiptin geti numið allt að 29 millj. kr. á hvora hlið. Til Tékkóslóvakíu er gert ráð fyrir sölu á frystum fiskflökum, frystri síld, saltsíld, gærum og ull, en á móti er gert ráð fyrir kaupum þar á svipuðum vöru- tegundum og undanfarin ár, svo sem vefnaðarvörum, gúmmískófatnaði, gleri og glervörum, síldartunnum, sykri, asbesti, byggingavörum og pappírsvörum. 62 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.